Harry Kewell um leik Liverpool: Sá mikinn mun á varnarleiknum í fjarveru Van Dijk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 14:00 Leikmenn Liverpool dagna öðru marka sinna á móti Monterrey í gær. Getty/MB Media Þeir sem tala um Liverpool liðið fyrir og eftir komu Hollendingsins Virgil van Dijk fengu smá bensín fyrir sinn málflutning í gær þegar Liverpool marði sigur á Monterrey frá Mexíkó í undanúrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða. Varnarleikur Liverpool var vandamál fyrir komu Virgil van Dijk en með hann innanborðs hefur liðið unnið Meistaradeildina og er nú með tíu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Breska ríkisútvarpið fékk Harry Kewell, fyrrum leikmann Liverpool, til að fara yfir frammistöðu Liverpool liðsins í gær. Jürgen Klopp byrjaði með þá Roberto Firmino, Sadio Mane og Trent Alexander-Arnold á bekknum og Virgil van Dijk var ekki í hóp. Virgil van Dijk hefur verið hvíldur í leikjum í enska deildabikarnum en hefur annars spilað alla leiki á leiktíðinni. Hann er að glíma við veikindi og missti því af leiknum við Monterrey. Harry Kewell er sannfærður um að Liverpool verði heimsmeistari félagsliða svo framarlega sem Virgil van Dijk sé leikfær í úrslitaleiknum. Liverpool vörnin var óvenjuleg þar sem fyrirliðinn Jordan Henderson spilaði sem miðvörður. Það vantaði líka Dejan Lovren og Joel Matip sem eru báðir meiddir. "That is what Liverpool missed the most against Monterrey. No-one had his kind of defensive vision, or ability to spot danger." Harry Kewell says #LFC can win the Club World Cup - as long as Virgil van Dijk is fit. In full: https://t.co/B8w2mCmFq8#bbcfootballpic.twitter.com/Zri6AiYJc8— BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2019 „Þegar ég horfði á Liverpool spila þá sé ég Virgil stanslaust vera að tala við alla í kringum sig. Hann er alltaf að tala við bakverðina og mennina sem spila fyrir framan hann,“ sagði Harry Kewell. „Fólk talar um að hann sé frábær varnarmaður af því að hann spilar boltanum vel úr vörninni og er öruggur með boltann en verkefni varnarmanns er fyrst og fremst að verjast. Í tilfelli Van Dijk þá snýst hans hlutverk líka um að skipuleggja Liverpool vörnina,“ sagði Kewell. „Það var það sem Liverpool liðið saknaði mest á móti Monterrey. Það hefur enginn í liðinu sömu yfirsýn og hann eða er eins öflugur að koma auga á hættuna. Þeir þurfa að fá Van Dijk til baka fyrir úrslitaleikinn. Ef hann er leikfær þá verður miklu meiri ró yfir liðinu,“ sagði Kewell. Harry Kewell: “A defender's first job is to defend - with Van Dijk, it is to organise the rest of his defence too. That is what Liverpool missed the most against Monterrey. No-one had his kind of defensive vision, or ability to spot danger.” Agree? https://t.co/XDXU2823bw— Anfield Watch (@AnfieldWatch) December 19, 2019 Leikurinn í gær var þriðji leikurinn á tímabilinu þar sem Liverpool skorar sigurmark í uppbótatíma. „Ég sem stuðningsmaður Liverpool þá vil ég sjá liðið rústa liðum í byrjun leikja en þessa dagana er liðið að skapa fullt af færum án þess að nýta þau. Það frábæra við þetta Liverpool liðið er að þeir gefast aldrei upp og það má aldrei slaka á gegn þeim.,“ sagði Kewell. „Þeir hætta aldrei og eru á fullu allan tímann. Þeir kunna ekki að spila öðruvísi og Klopp hefur komið þessu hugarfari inn í liðið og þá er ég að tala um allan leikmannahópinn en ekki bara þá fyrstu ellefu. Klopp hefur búið til umhverfi þar sem allir leikmenn hans eru hungraðir, þeir eru að berjast um sæti í liðinu og þeir vita hvað þeir þurfa að gera þegar tækifærið kemur,“ sagði Kewell. „Ég er líka hrifinn af því að enginn einn leikmaður er aðalstjarnan. Það kemur alltaf einhver nýr upp í hverri viku og Alisson var sem dæmi alveg frábær á móti Monterrey. Þeir eru í samkeppni við hvern annan en um leið eru þeir að vinna vel saman. Þeir búa síðan alltaf til eitthvað sérstakt þegar liðið þarf virkilega á því að halda. Þess vegna er ég sannfærður um að þeir vinni Flamengo á laugardaginn. Ég sé engan stoppa þetta Liverpool á þessum tímapunkti,“ sagði Kewell. Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Þeir sem tala um Liverpool liðið fyrir og eftir komu Hollendingsins Virgil van Dijk fengu smá bensín fyrir sinn málflutning í gær þegar Liverpool marði sigur á Monterrey frá Mexíkó í undanúrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða. Varnarleikur Liverpool var vandamál fyrir komu Virgil van Dijk en með hann innanborðs hefur liðið unnið Meistaradeildina og er nú með tíu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Breska ríkisútvarpið fékk Harry Kewell, fyrrum leikmann Liverpool, til að fara yfir frammistöðu Liverpool liðsins í gær. Jürgen Klopp byrjaði með þá Roberto Firmino, Sadio Mane og Trent Alexander-Arnold á bekknum og Virgil van Dijk var ekki í hóp. Virgil van Dijk hefur verið hvíldur í leikjum í enska deildabikarnum en hefur annars spilað alla leiki á leiktíðinni. Hann er að glíma við veikindi og missti því af leiknum við Monterrey. Harry Kewell er sannfærður um að Liverpool verði heimsmeistari félagsliða svo framarlega sem Virgil van Dijk sé leikfær í úrslitaleiknum. Liverpool vörnin var óvenjuleg þar sem fyrirliðinn Jordan Henderson spilaði sem miðvörður. Það vantaði líka Dejan Lovren og Joel Matip sem eru báðir meiddir. "That is what Liverpool missed the most against Monterrey. No-one had his kind of defensive vision, or ability to spot danger." Harry Kewell says #LFC can win the Club World Cup - as long as Virgil van Dijk is fit. In full: https://t.co/B8w2mCmFq8#bbcfootballpic.twitter.com/Zri6AiYJc8— BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2019 „Þegar ég horfði á Liverpool spila þá sé ég Virgil stanslaust vera að tala við alla í kringum sig. Hann er alltaf að tala við bakverðina og mennina sem spila fyrir framan hann,“ sagði Harry Kewell. „Fólk talar um að hann sé frábær varnarmaður af því að hann spilar boltanum vel úr vörninni og er öruggur með boltann en verkefni varnarmanns er fyrst og fremst að verjast. Í tilfelli Van Dijk þá snýst hans hlutverk líka um að skipuleggja Liverpool vörnina,“ sagði Kewell. „Það var það sem Liverpool liðið saknaði mest á móti Monterrey. Það hefur enginn í liðinu sömu yfirsýn og hann eða er eins öflugur að koma auga á hættuna. Þeir þurfa að fá Van Dijk til baka fyrir úrslitaleikinn. Ef hann er leikfær þá verður miklu meiri ró yfir liðinu,“ sagði Kewell. Harry Kewell: “A defender's first job is to defend - with Van Dijk, it is to organise the rest of his defence too. That is what Liverpool missed the most against Monterrey. No-one had his kind of defensive vision, or ability to spot danger.” Agree? https://t.co/XDXU2823bw— Anfield Watch (@AnfieldWatch) December 19, 2019 Leikurinn í gær var þriðji leikurinn á tímabilinu þar sem Liverpool skorar sigurmark í uppbótatíma. „Ég sem stuðningsmaður Liverpool þá vil ég sjá liðið rústa liðum í byrjun leikja en þessa dagana er liðið að skapa fullt af færum án þess að nýta þau. Það frábæra við þetta Liverpool liðið er að þeir gefast aldrei upp og það má aldrei slaka á gegn þeim.,“ sagði Kewell. „Þeir hætta aldrei og eru á fullu allan tímann. Þeir kunna ekki að spila öðruvísi og Klopp hefur komið þessu hugarfari inn í liðið og þá er ég að tala um allan leikmannahópinn en ekki bara þá fyrstu ellefu. Klopp hefur búið til umhverfi þar sem allir leikmenn hans eru hungraðir, þeir eru að berjast um sæti í liðinu og þeir vita hvað þeir þurfa að gera þegar tækifærið kemur,“ sagði Kewell. „Ég er líka hrifinn af því að enginn einn leikmaður er aðalstjarnan. Það kemur alltaf einhver nýr upp í hverri viku og Alisson var sem dæmi alveg frábær á móti Monterrey. Þeir eru í samkeppni við hvern annan en um leið eru þeir að vinna vel saman. Þeir búa síðan alltaf til eitthvað sérstakt þegar liðið þarf virkilega á því að halda. Þess vegna er ég sannfærður um að þeir vinni Flamengo á laugardaginn. Ég sé engan stoppa þetta Liverpool á þessum tímapunkti,“ sagði Kewell.
Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira