Fótbolti

Rúnar Alex í liði umferðarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Alex varði fimm skot gegn Lyon.
Rúnar Alex varði fimm skot gegn Lyon. vísir/getty
Rúnar Alex Rúnarsson er í liði 31. umferðar frönsku úrvalsdeildarinnar hjá L'Équipe.

Rúnar Alex átti frábæran leik í 1-3 sigri Dijon á Lyon á laugardaginn. Þetta var fyrsti sigur Dijon í rúma tvo mánuði. Rúnar Alex varði fimm skot í leiknum og sá til þess að Lyon skoraði bara eitt mark.





Auk Rúnars Alex eru þrír aðrir leikmenn Dijon í liði umferðarinnar hjá L'Équipe; hægri bakvörðurinn Fouad Chafik, miðjumaðurinn Florent Balmont og kantmaðurinn Wesley Saïd sem skoraði tvö mörk gegn Lyon. Þá var stjóri Dijon, Antoine Kombouaré, valinn sá besti í umferðinni og Dijon var lið umferðarinnar hjá L'Équipe.

Rúnar Alex fékk átta í einkunn hjá L'Équipe fyrir frammistöðu sína gegn Lyon. Tveir aðrir leikmenn fengu átta í einkunn í 31. umferðinni; Saïd og Jeff Reine-Adélaïde, leikmaður Angers.

Þrátt fyrir sigurinn um helgina er Dijon í afar erfiðri stöðu í frönsku deildinni. Þegar sjö umferðum er ólokið eru Rúnar Alex og félagar í 18. og þriðja neðsta sæti deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti. Næsti leikur þeirra er gegn Amiens, sem er í 17. sætinu, á laugardaginn.

Rúnar Alex kom til Dijon frá Nordsjælland fyrir tímabilið. Hann hefur 23 leiki með liðinu í öllum keppnum í vetur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×