His Dark Materials fer í loftið á þriðjudag Stöð 2 kynnir 1. nóvember 2019 10:22 Mögnuð þáttaröð sem beðið hefur verið eftir. BBC og HBO leiða saman hesta sína og glæða margrómaðan ævintýrasagnbálk lífi í þáttaröðinni His Dark Materials. James McAvoy fer hér á kostum ásamt öðrum frábærum leikurum og nýstirnum. Stórbrotin þáttaröð sem byggð er á margverðlaunuðum fantasíubókaþríleik eftir Philip Pullman. Þættirnir gerast í hliðstæðum, töfrum þrungnum heimi. Söguhetjan okkar, hin munaðarlausa Lyra, þráir ekkert heitar en að upplifa ævintýri og tilveru utan þess fræði- og menntaheims sem frændi hennar tryggði henni í barnæsku. Þegar besti vinur hennar hverfur sporlaust einsetur hún sér að hafa uppi á honum en kemst fljótt að því að örlög hans og annarra hvíla á herðum hennar. Með hugrekki og ævintýraþrá í farteskinu leggur hún upp í hættulegan björgunarleiðangur þar sem ógnir og lífshætta leynist við hvert fótmál. Framleiðendur þáttaraðarinnar hika ekki við að kasta áhorfendum í djúpu laugina og kynna flókinn sagnaheim án mikils formála þótt lesendur bókanna ættu að vera honum þaulkunnugir. Miðað við kynningarefnið sem komið er fyrir þáttaröðina stefnir HBO að álíka stórvirki og Game of Thrones þar sem goðsagnakenndur fantasíuheimur er glæddur lífi með kynjaverum sem ýmist ganga í lið með mannfólkinu eða snúast gegn því í eilífri baráttu milli góðs og ills. Líkindi þessara þáttaraða ná einnig til kvenkyns söguhetjanna þeirra Lyru Belacqua og Aryu Stark sem báðar ólust upp í velmegun og öryggi og áttu tiltölulega áhyggjulausa barnæsku þar til örlögin kölluðu þær til mikilvægra og lífshættulegra ævintýra. Jack Thorne skrifaði þáttaröðina en hann er sá sami og á heiðurinn af Harry Potter and the Cursed Child. Tom Hopper leikstýrir fyrstu þáttunum en hann leikstýrði m.a. Óskarsverðlaunamyndinni The King‘s Speech. Ljóst er að áhorfendur mega búast við miklu sjónarspili og gæðakvöldstund fyrir framan sjónvarpið. Þættirnir hefjast á Stöð 2 þriðjudaginn 5. nóvember en eru frumsýndir aðfaranótt þriðjudags klukkan 01:00. Bíó og sjónvarp Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
BBC og HBO leiða saman hesta sína og glæða margrómaðan ævintýrasagnbálk lífi í þáttaröðinni His Dark Materials. James McAvoy fer hér á kostum ásamt öðrum frábærum leikurum og nýstirnum. Stórbrotin þáttaröð sem byggð er á margverðlaunuðum fantasíubókaþríleik eftir Philip Pullman. Þættirnir gerast í hliðstæðum, töfrum þrungnum heimi. Söguhetjan okkar, hin munaðarlausa Lyra, þráir ekkert heitar en að upplifa ævintýri og tilveru utan þess fræði- og menntaheims sem frændi hennar tryggði henni í barnæsku. Þegar besti vinur hennar hverfur sporlaust einsetur hún sér að hafa uppi á honum en kemst fljótt að því að örlög hans og annarra hvíla á herðum hennar. Með hugrekki og ævintýraþrá í farteskinu leggur hún upp í hættulegan björgunarleiðangur þar sem ógnir og lífshætta leynist við hvert fótmál. Framleiðendur þáttaraðarinnar hika ekki við að kasta áhorfendum í djúpu laugina og kynna flókinn sagnaheim án mikils formála þótt lesendur bókanna ættu að vera honum þaulkunnugir. Miðað við kynningarefnið sem komið er fyrir þáttaröðina stefnir HBO að álíka stórvirki og Game of Thrones þar sem goðsagnakenndur fantasíuheimur er glæddur lífi með kynjaverum sem ýmist ganga í lið með mannfólkinu eða snúast gegn því í eilífri baráttu milli góðs og ills. Líkindi þessara þáttaraða ná einnig til kvenkyns söguhetjanna þeirra Lyru Belacqua og Aryu Stark sem báðar ólust upp í velmegun og öryggi og áttu tiltölulega áhyggjulausa barnæsku þar til örlögin kölluðu þær til mikilvægra og lífshættulegra ævintýra. Jack Thorne skrifaði þáttaröðina en hann er sá sami og á heiðurinn af Harry Potter and the Cursed Child. Tom Hopper leikstýrir fyrstu þáttunum en hann leikstýrði m.a. Óskarsverðlaunamyndinni The King‘s Speech. Ljóst er að áhorfendur mega búast við miklu sjónarspili og gæðakvöldstund fyrir framan sjónvarpið. Þættirnir hefjast á Stöð 2 þriðjudaginn 5. nóvember en eru frumsýndir aðfaranótt þriðjudags klukkan 01:00.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira