„Ég var logandi hrædd við skrímslið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2019 23:23 Depp og Heard í febrúar árið 2016, þremur mánuðum áður en Heard sótti um skilnað. Getty/John Shearer Ný gögn sem miðillinn Hollywood Reporter hefur undir höndum varpa ljósi á hatramma skilnaðardeilu leikaranna Johnny Depp og Amber Heard. Í gögnunum lýsir Heard ofbeldi sem hún segir að Depp hafi beitt sig er þau voru gift. Búist er við því að skjölin muni gegna veigamiklu hlutverki í meiðyrðamáli sem Depp höfðaði gegn dagblaðinu The Sun í fyrra. Gögnin telja samtals 471 blaðsíðu. Á meðal þess sem þar kemur fram er vitnisburður Heard við skýrslutöku á skrifstofu lögfræðings Depps í ágúst árið 2016, tveimur mánuðum eftir að hún sótti um skilnað. „Við Johnny tölum um hinn persónuleika hans, hluta hans sem er viðstaddur þegar hann lemur mig í klessu, við köllum hann skrímslið og höfum kallað hann skrímslið í mörg ár,“ er m.a. haft eftir Heard. „Ég var logandi hrædd við skrímslið,“ bætti hún við. Sjá einnig: Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Í gögnunum er einnig að finna vitnisburð lögreglumanna sem voru kallaðir að heimili hjónanna í maí árið 2016 eftir að upp úr sauð þeirra á milli. Samkvæmt vitnisburði Heard, sem rakinn er í skjölunum, kastaði Depp síma hennar í hana „eins fast og hann gat“, lamdi hana í andlitið og dró hana á hárinu eftir gólfinu umrætt kvöld í maí. Frásögn Depp af kvöldinu stangast á við þetta en hann heldur því fram að Heard hafi kýlt sig ítrekað í höfuðið. Gert er ráð fyrir að skjölin muni gegna veigamiklu hlutverki í meiðyrðamáli sem Depp höfðaði á hendur breska götublaðinu The Sun vegna fréttar sem birtist í apríl árið 2018. Depp var kallaður ofbeldismaður í fyrirsögn fréttarinnar sem fjallaði um ráðningu hans í hlutverk galdramannsins Grindelwald í Fantastic Beasts-kvikmyndaseríunni. Þá voru ásakanir Heard einnig tíundaðar í umfjöllun blaðsins. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð í málinu fari fram í febrúar næstkomandi. Bandaríkin Bíó og sjónvarp MeToo Deilur Johnny Depp og Amber Heard Hollywood Tengdar fréttir Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53 Lífverðir afar ósáttir við Johnny Depp Segja hann skulda þeim laun og hafa neytt þá til að taka þátt í ólöglegu hátterni. 2. maí 2018 11:14 Svarar fyrir leikaraval í eitt leyndardómsfyllsta hlutverk galdraheimsins Netverjar hafa gagnrýnt leikaravalið á grundvelli þjóðernis leikkonunnar. 28. september 2018 08:39 Mest lesið Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Innlent Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Erlent Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Innlent Ýtti konu fyrir bíl Innlent Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Erlent Fleiri fréttir Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Mona Lisa fær sérherbergi Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Segja átta látna af þeim 26 gíslum sem láta á lausa Sjá meira
Ný gögn sem miðillinn Hollywood Reporter hefur undir höndum varpa ljósi á hatramma skilnaðardeilu leikaranna Johnny Depp og Amber Heard. Í gögnunum lýsir Heard ofbeldi sem hún segir að Depp hafi beitt sig er þau voru gift. Búist er við því að skjölin muni gegna veigamiklu hlutverki í meiðyrðamáli sem Depp höfðaði gegn dagblaðinu The Sun í fyrra. Gögnin telja samtals 471 blaðsíðu. Á meðal þess sem þar kemur fram er vitnisburður Heard við skýrslutöku á skrifstofu lögfræðings Depps í ágúst árið 2016, tveimur mánuðum eftir að hún sótti um skilnað. „Við Johnny tölum um hinn persónuleika hans, hluta hans sem er viðstaddur þegar hann lemur mig í klessu, við köllum hann skrímslið og höfum kallað hann skrímslið í mörg ár,“ er m.a. haft eftir Heard. „Ég var logandi hrædd við skrímslið,“ bætti hún við. Sjá einnig: Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Í gögnunum er einnig að finna vitnisburð lögreglumanna sem voru kallaðir að heimili hjónanna í maí árið 2016 eftir að upp úr sauð þeirra á milli. Samkvæmt vitnisburði Heard, sem rakinn er í skjölunum, kastaði Depp síma hennar í hana „eins fast og hann gat“, lamdi hana í andlitið og dró hana á hárinu eftir gólfinu umrætt kvöld í maí. Frásögn Depp af kvöldinu stangast á við þetta en hann heldur því fram að Heard hafi kýlt sig ítrekað í höfuðið. Gert er ráð fyrir að skjölin muni gegna veigamiklu hlutverki í meiðyrðamáli sem Depp höfðaði á hendur breska götublaðinu The Sun vegna fréttar sem birtist í apríl árið 2018. Depp var kallaður ofbeldismaður í fyrirsögn fréttarinnar sem fjallaði um ráðningu hans í hlutverk galdramannsins Grindelwald í Fantastic Beasts-kvikmyndaseríunni. Þá voru ásakanir Heard einnig tíundaðar í umfjöllun blaðsins. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð í málinu fari fram í febrúar næstkomandi.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp MeToo Deilur Johnny Depp og Amber Heard Hollywood Tengdar fréttir Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53 Lífverðir afar ósáttir við Johnny Depp Segja hann skulda þeim laun og hafa neytt þá til að taka þátt í ólöglegu hátterni. 2. maí 2018 11:14 Svarar fyrir leikaraval í eitt leyndardómsfyllsta hlutverk galdraheimsins Netverjar hafa gagnrýnt leikaravalið á grundvelli þjóðernis leikkonunnar. 28. september 2018 08:39 Mest lesið Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Innlent Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Erlent Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Innlent Ýtti konu fyrir bíl Innlent Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Erlent Fleiri fréttir Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Mona Lisa fær sérherbergi Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Segja átta látna af þeim 26 gíslum sem láta á lausa Sjá meira
Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53
Lífverðir afar ósáttir við Johnny Depp Segja hann skulda þeim laun og hafa neytt þá til að taka þátt í ólöglegu hátterni. 2. maí 2018 11:14
Svarar fyrir leikaraval í eitt leyndardómsfyllsta hlutverk galdraheimsins Netverjar hafa gagnrýnt leikaravalið á grundvelli þjóðernis leikkonunnar. 28. september 2018 08:39