Kjöt af sjúkum pólskum kúm selt til annarra Evrópuríkja Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2019 15:45 Kýrnar voru það veikar að þær gátu ekki staðið í lappirnar. Um það bil tvö og hálft tonn af nautakjöti af sjúkum kúm sem slátrað var með ólöglegum hætti í Póllandi var selt til ellefu Evrópuríkja. Matvælastofnun Póllands segir kjötið einnig hafa verið selt í Póllandi en það hafi allt verið innkallað. Þar að auki var það selt til Eistlands, Finnlands, Frakklands, Litháen, Rúmeníu, Portúgal, Slóvakíu, Spánar, Svíþjóðar, Ungverjalands og Þýskalands. Upp komst um slátrunina vegna leynilegra upptaka sjónvarpstöðvarinn TVN í Póllandi. Upptökurnar sýna að veikum kúm var slátrað án þess að dýralæknir væri viðstaddur, eins og lög segi til um að þurfi að vera. Kýrnar voru það veikar að þær gátu ekki staðið í lappirnar og þurfti að draga þær inn í sláturhúsið.Þrátt fyrir það stóð á umbúðum kjötsins að framleiðsla þess hefði fylgt lögum og reglum. Sláturhúsinu hefur verið lokað, samkvæmt BBC, en ekki áður en kjötið var flutt á brott. Yfirvöld í Póllandi segja að um skýran brotavilja hafi verið að ræða enda hafi slátrunin farið fram að nóttu til svo eftirlitsaðilar kæmust ekki á snoðir um hana. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að verið sé að vinna í því að elta kjötið uppi og eyða því. Yfirvöld í Svíþjóð segja hluta kjötsins hafa verið seldan til fjögurra fyrirtækja þar í landi. Um 250 kíló enduðu í Finnlandi og er verið að kanna hvort það hafi verið selt í búðum. Málið þykir minna á atvik árið 2013 þegar í ljós kom að hrossakjöt hafði verið blandað við Nautakjöt í massavís og það selt víða um Evrópu. Árið 2015 var hollenskur maður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna málsins.Innan Evrópusambandsins er upprunalandi kjötvara skylt að tryggja að skoðun kjöts fari fram áður en það er flutt úr landi. Þá segja reglur einnig til um að skoða þurfi dýr bæði áður og eftir að þeim er slátrað í viðurvist dýralækna. Yfirvöld í Póllandi ætla að setja upp eftirlitsmyndavélar í sláturhúsum og fjölga eftirlitsmönnum í kjölfar umfjöllunar TVN. Þá hefur lögreglan sett rannsókn á lagnirnar sem beinist gegn tveimur fyrirtækjum sem sögð eru hafa komið að slátruninni. Dýr Evrópusambandið Pólland Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira
Um það bil tvö og hálft tonn af nautakjöti af sjúkum kúm sem slátrað var með ólöglegum hætti í Póllandi var selt til ellefu Evrópuríkja. Matvælastofnun Póllands segir kjötið einnig hafa verið selt í Póllandi en það hafi allt verið innkallað. Þar að auki var það selt til Eistlands, Finnlands, Frakklands, Litháen, Rúmeníu, Portúgal, Slóvakíu, Spánar, Svíþjóðar, Ungverjalands og Þýskalands. Upp komst um slátrunina vegna leynilegra upptaka sjónvarpstöðvarinn TVN í Póllandi. Upptökurnar sýna að veikum kúm var slátrað án þess að dýralæknir væri viðstaddur, eins og lög segi til um að þurfi að vera. Kýrnar voru það veikar að þær gátu ekki staðið í lappirnar og þurfti að draga þær inn í sláturhúsið.Þrátt fyrir það stóð á umbúðum kjötsins að framleiðsla þess hefði fylgt lögum og reglum. Sláturhúsinu hefur verið lokað, samkvæmt BBC, en ekki áður en kjötið var flutt á brott. Yfirvöld í Póllandi segja að um skýran brotavilja hafi verið að ræða enda hafi slátrunin farið fram að nóttu til svo eftirlitsaðilar kæmust ekki á snoðir um hana. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að verið sé að vinna í því að elta kjötið uppi og eyða því. Yfirvöld í Svíþjóð segja hluta kjötsins hafa verið seldan til fjögurra fyrirtækja þar í landi. Um 250 kíló enduðu í Finnlandi og er verið að kanna hvort það hafi verið selt í búðum. Málið þykir minna á atvik árið 2013 þegar í ljós kom að hrossakjöt hafði verið blandað við Nautakjöt í massavís og það selt víða um Evrópu. Árið 2015 var hollenskur maður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna málsins.Innan Evrópusambandsins er upprunalandi kjötvara skylt að tryggja að skoðun kjöts fari fram áður en það er flutt úr landi. Þá segja reglur einnig til um að skoða þurfi dýr bæði áður og eftir að þeim er slátrað í viðurvist dýralækna. Yfirvöld í Póllandi ætla að setja upp eftirlitsmyndavélar í sláturhúsum og fjölga eftirlitsmönnum í kjölfar umfjöllunar TVN. Þá hefur lögreglan sett rannsókn á lagnirnar sem beinist gegn tveimur fyrirtækjum sem sögð eru hafa komið að slátruninni.
Dýr Evrópusambandið Pólland Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira