Pistill í The Times: Gylfi er sá sem heldur leik Everton liðsins gangandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Getty/Robbie Jay Barratt Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í síðasta leik sínum með Everton fyrir mikilvægt landsleikjahlé með íslenska landsliðinu. Gylfi hefur oft á tíðum mátt þola mikla gagnrýni og litla þolinmæði eftir að Everton keypti hann frá Swansea City fyrir allar þessar milljónir fyrir einu og hálfu ári síðan. Tom Clarke blaðamaður á The Times skrifar um mikilvægi Gylfa fyrir Everton í vikulegum pistil sínum. Clarke er á því að Gylfi sé sá leikmaður sem haldi leik Everton liðsins gangandi og þess vegna leiti knattspyrnustjórinn Marco Silva svo oft til hans.Here’s this week column: Gylfi Sigurdsson, the perfect blend of Mark O’Hara, Tom Pett and Shay McCartan. (Sorry, too many Lincoln references today) https://t.co/kmtwVjSnTg — Tom Clarke (@_TomClarke) March 18, 2019Clarke segir að Marco Silva sé enn að leita að sinni bestu leikmannblöndu og að liðið glími af þeim sökum við mikinn óstöðugleika. Það sýndi liðið meðal annars í sigurleiknum á Chelsea því leikur Everton var ekki merkilegur í fyrri hálfleiknum en liðið var síðan frábært í þeim síðar. Marco Silva hefur verið að rúlla mikið á fjórum fremstu mönnum sínum í vetur en það hefur verið hægt að ganga að því vísu að Gylfi Þór Sigurðsson fær að spila í sinni uppáhalds stöðu fyrir aftan framherjann. Everton er í 11. sæti deildarinnar og sú staða veldur mörgum vonbrigðum og ekki bara stuðningsmönnum félagsins. Það hefur verið miklu til tjaldað til að styrkja liðið á síðustu misserum og liðið átti að vera að banka á Evrópudyrnar en ekki að vera í basli að halda sér í efri hlutanum. Liðið hefur því ekki verið að spila nógu vel í mörgum leikjanna en það er mat Clarke að í allri umræðunni og gagnrýninni sé Gylfi sá leikmaður sem liðið hefur getað treyst á.Richarlison and Gylfi Sigurdsson had 22 and 19 touches respectively in Chelsea’s half in the second half - more than they had on the entire pitch in the first half (15 and 12 respectively). #EFC#EVECHE — EFC Statto (@EFC_Statto) March 17, 2019Gylfi átti líka þátt í fyrra marki Everton á móti Chelsea sem Richarlison skoraði eftir hornspyrnu Gylfa. Gylfi hefur oft átt fleiri stoðsendingar en á þessu tímabili en hann hefur aldrei skorað fleiri deildarmörk. Gylfi er kominn með tólf og fær átta leiki í viðbót til að bæta persónulega met sitt enn frekar.Gylfi Sigurdsson has now scored 12 goals in the Premier League this season. His best ever return in a single campaign. pic.twitter.com/9A8qJ4OrbS — bet365 (@bet365) March 17, 2019 Enski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í síðasta leik sínum með Everton fyrir mikilvægt landsleikjahlé með íslenska landsliðinu. Gylfi hefur oft á tíðum mátt þola mikla gagnrýni og litla þolinmæði eftir að Everton keypti hann frá Swansea City fyrir allar þessar milljónir fyrir einu og hálfu ári síðan. Tom Clarke blaðamaður á The Times skrifar um mikilvægi Gylfa fyrir Everton í vikulegum pistil sínum. Clarke er á því að Gylfi sé sá leikmaður sem haldi leik Everton liðsins gangandi og þess vegna leiti knattspyrnustjórinn Marco Silva svo oft til hans.Here’s this week column: Gylfi Sigurdsson, the perfect blend of Mark O’Hara, Tom Pett and Shay McCartan. (Sorry, too many Lincoln references today) https://t.co/kmtwVjSnTg — Tom Clarke (@_TomClarke) March 18, 2019Clarke segir að Marco Silva sé enn að leita að sinni bestu leikmannblöndu og að liðið glími af þeim sökum við mikinn óstöðugleika. Það sýndi liðið meðal annars í sigurleiknum á Chelsea því leikur Everton var ekki merkilegur í fyrri hálfleiknum en liðið var síðan frábært í þeim síðar. Marco Silva hefur verið að rúlla mikið á fjórum fremstu mönnum sínum í vetur en það hefur verið hægt að ganga að því vísu að Gylfi Þór Sigurðsson fær að spila í sinni uppáhalds stöðu fyrir aftan framherjann. Everton er í 11. sæti deildarinnar og sú staða veldur mörgum vonbrigðum og ekki bara stuðningsmönnum félagsins. Það hefur verið miklu til tjaldað til að styrkja liðið á síðustu misserum og liðið átti að vera að banka á Evrópudyrnar en ekki að vera í basli að halda sér í efri hlutanum. Liðið hefur því ekki verið að spila nógu vel í mörgum leikjanna en það er mat Clarke að í allri umræðunni og gagnrýninni sé Gylfi sá leikmaður sem liðið hefur getað treyst á.Richarlison and Gylfi Sigurdsson had 22 and 19 touches respectively in Chelsea’s half in the second half - more than they had on the entire pitch in the first half (15 and 12 respectively). #EFC#EVECHE — EFC Statto (@EFC_Statto) March 17, 2019Gylfi átti líka þátt í fyrra marki Everton á móti Chelsea sem Richarlison skoraði eftir hornspyrnu Gylfa. Gylfi hefur oft átt fleiri stoðsendingar en á þessu tímabili en hann hefur aldrei skorað fleiri deildarmörk. Gylfi er kominn með tólf og fær átta leiki í viðbót til að bæta persónulega met sitt enn frekar.Gylfi Sigurdsson has now scored 12 goals in the Premier League this season. His best ever return in a single campaign. pic.twitter.com/9A8qJ4OrbS — bet365 (@bet365) March 17, 2019
Enski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira