Enski boltinn

Sjáðu mark Gylfa gegn Chelsea

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi var pirraður á svip eftir að hann setti boltann í netið, enda ekki gengið nógu vel á vítapunktinum hjá Gylfa í vetur
Gylfi var pirraður á svip eftir að hann setti boltann í netið, enda ekki gengið nógu vel á vítapunktinum hjá Gylfa í vetur
Gylfi Þór Sigurðsson átti þátt í báðum mörkum Everton sem vann Chelsea í stærsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi átti hornspyrnuna sem fyrra mark Everton kom upp úr, en fær þó ekki stoðsendingu þar sem markið kom ekki beint eftir hans spyrnu.

Hann á hins vegar seinna markið sjálfur, Everton fékk vítaspyrnu sem Gylfi tók. Spyrnan klikkaði en hann fylgdi eftir og setti frákastið í netið.

Í hinum leik gærdagsins var James Milner hetja Liverpool með marki af vítapunktinum í sigri á Fulham.

Sadio Mane hafði komið Liverpool yfir í fyrri hálfleik en Ryan Babel jafnaði fyrir Fulham eftir mistök Virgil van Dijk.

Öll mörkin og helstu atvik úr leikjunum má sjá hér að neðan.

Everton - Chelsea 2-0
Klippa: FT Everton 2 - 0 Chelsea
Fulham - Liverpool 1-2
Klippa: FT Fulham 1 - 2 Liverpool



Fleiri fréttir

Sjá meira


×