Hamren: Við höfum allt að vinna Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 25. mars 2019 11:00 Erik Hamren, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að strákarnir okkar hafi engu að tapa gegn heimsmeisturunum. Ísland mætir Frakklandi á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld. Okkar menn höfðu 2-0 sigur gegn Andorra ytra á föstudagskvöldið en það var fyrsti leikur þeirra í undankeppninni. Frakar unnu á sama tíma sigur á Moldóvu, 4-1. En þrátt fyrir að leikurinn í kvöld sé gerólíkt verkefni frá leiknum á föstudag eiga þeir þó eitt sameiginlegt, að sögn Hamren. „Hugarfarið skiptir mestu máli í öllum leikjum. Það var hugarfarið sem skipti máli gegn Andorra vegna eðli þess leiks. Það er líka hugarfarið sem skiptir mestu á morgun en það er af allt öðrum ástæðum. Á föstudag höfðum við öllu að tapa en á morgun höfum við allt að vinna. Ég vona að við getum sýnt það,“ sagði þjálfarinn. Hamren segir gott að íslenska liðið búi að þeirri reynslu að hafa spilað á tveimur stórumótum, það nýtist sérstaklega vel í leikjum sem þessum í kvöld. „Þeir vita hvernig það er að spila á þessum stóra leikvangi. Svo eru aðri sem hafa minni reynslu en þessir reynslumeiri geta verið fordæmi fyrir hina,“ sagði hann. Franska liðið er ógnarsterkt og mun mæða mikið á íslensku vörninni í kvöld. Hamren hvetur sína menn til að vera samstilltir í leiknum. „Við getum ekki spilað á þá einn á einn. Við þurfum að gera þetta saman, eins og Ísland hefur gert svo mörgum sinnum áður. Við þurfum að vinna saman sem liðsheild, þá eigum við möguleika.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Birkir hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frökkum Birki Bjarnasyni virðist líða vel í leikjum gegn heimsmeisturum Frakka. Hann hefur skorað í öllum þremur landsleikum sínum gegn þeim. 24. mars 2019 12:00 Hamren: Vitum að við getum refsað Frökkum Erik Hamren segir að það hafi verið áfall að missa Jóhann Berg Guðmundsson úr íslenska landsliðinu vegna meiðsla. 25. mars 2019 06:00 Strákarnir æfa á Stade de France í kvöld Íslenska landsliðið í fótbolta eru komnir til Parísar eftir að hafa sótt þrjú stig til Andorra á föstudag. 24. mars 2019 08:00 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Erik Hamren, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að strákarnir okkar hafi engu að tapa gegn heimsmeisturunum. Ísland mætir Frakklandi á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld. Okkar menn höfðu 2-0 sigur gegn Andorra ytra á föstudagskvöldið en það var fyrsti leikur þeirra í undankeppninni. Frakar unnu á sama tíma sigur á Moldóvu, 4-1. En þrátt fyrir að leikurinn í kvöld sé gerólíkt verkefni frá leiknum á föstudag eiga þeir þó eitt sameiginlegt, að sögn Hamren. „Hugarfarið skiptir mestu máli í öllum leikjum. Það var hugarfarið sem skipti máli gegn Andorra vegna eðli þess leiks. Það er líka hugarfarið sem skiptir mestu á morgun en það er af allt öðrum ástæðum. Á föstudag höfðum við öllu að tapa en á morgun höfum við allt að vinna. Ég vona að við getum sýnt það,“ sagði þjálfarinn. Hamren segir gott að íslenska liðið búi að þeirri reynslu að hafa spilað á tveimur stórumótum, það nýtist sérstaklega vel í leikjum sem þessum í kvöld. „Þeir vita hvernig það er að spila á þessum stóra leikvangi. Svo eru aðri sem hafa minni reynslu en þessir reynslumeiri geta verið fordæmi fyrir hina,“ sagði hann. Franska liðið er ógnarsterkt og mun mæða mikið á íslensku vörninni í kvöld. Hamren hvetur sína menn til að vera samstilltir í leiknum. „Við getum ekki spilað á þá einn á einn. Við þurfum að gera þetta saman, eins og Ísland hefur gert svo mörgum sinnum áður. Við þurfum að vinna saman sem liðsheild, þá eigum við möguleika.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Birkir hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frökkum Birki Bjarnasyni virðist líða vel í leikjum gegn heimsmeisturum Frakka. Hann hefur skorað í öllum þremur landsleikum sínum gegn þeim. 24. mars 2019 12:00 Hamren: Vitum að við getum refsað Frökkum Erik Hamren segir að það hafi verið áfall að missa Jóhann Berg Guðmundsson úr íslenska landsliðinu vegna meiðsla. 25. mars 2019 06:00 Strákarnir æfa á Stade de France í kvöld Íslenska landsliðið í fótbolta eru komnir til Parísar eftir að hafa sótt þrjú stig til Andorra á föstudag. 24. mars 2019 08:00 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52
Birkir hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frökkum Birki Bjarnasyni virðist líða vel í leikjum gegn heimsmeisturum Frakka. Hann hefur skorað í öllum þremur landsleikum sínum gegn þeim. 24. mars 2019 12:00
Hamren: Vitum að við getum refsað Frökkum Erik Hamren segir að það hafi verið áfall að missa Jóhann Berg Guðmundsson úr íslenska landsliðinu vegna meiðsla. 25. mars 2019 06:00
Strákarnir æfa á Stade de France í kvöld Íslenska landsliðið í fótbolta eru komnir til Parísar eftir að hafa sótt þrjú stig til Andorra á föstudag. 24. mars 2019 08:00