Fótbolti

Leikur Rúnars og félaga stöðvaður í fimm mínútur vegna kynþáttaníðs

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gouano eftir að leikurinn var stöðvaður.
Gouano eftir að leikurinn var stöðvaður. vísir/getty
Leikur Dijon og Amiens í frönsku Ligue 1 deildinni var stöðvaður í fimm mínútur í kvöld er Prince-Désir Gouano, varnarmaður Amiens, varð fyrir kynþáttaníði.

Rúnar Alex Rúnarsson stóð í markinu hjá Dijon allan leikinn en bæði liðin neituðu að halda leik áfram eftir að stuðningsmenn Dijon beindu söngvum og hrópum í átt að Gouano.







Leiknum endaði með markalausu jafntefli en Prince-Désir Gouano er fæddur og uppalinn í Frakklandi. Hann ólst upp hjá Le Havre en gekk í raðir Amiens sumarið 2017.

Hann á að baki leiki fyrir yngri landslið Frakklands en hann er 25 ára gamall í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×