Sky Sports og BBC Sport segja frá þessu en staðfesta jafnframt að umræddur aðili sé hvorki knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær né leikmaður í liðinu.
Stöð 9 í Ástralíu sagði frá því að maður á sextugsaldri hafi verið fluttur með sjúkrabíl á Konunglega sjúkrahúsið í Perth frá Crown Towers hótelinu þar sem Manchester United gistir.
A Manchester United member of staff has been taken ill on the pre-season tour of Australia.
More https://t.co/aDREfeDOdR#ManUtd#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/P7k7i7tjs1
— BBC Sport (@BBCSport) July 12, 2019
Í yfirlýsingu frá Manchester United segir að starfsmaður félagsins hafi veikst um nóttina og það hafi verið ákvörðun liðslæknis félagsins að fara með hann í frekari skoðun á sjúkrahús.
Manchester United kom til Ástralíu á mánudaginn og spila síðan fyrsta undirbúningsleik sinn fyrir tímabilið á móti Perth Glory á morgun.
Ole Gunnar Solskjær fór með 28 manna leikmannahóp í æfingaferðina en liðið spilar einnig við Leeds United áður en félagið heldur norður til Singapúr.
Rauðu djöflarnir spila síðan við Inter Milan og Tottenham International Champions Cup í þessari Asíuferð en síðustu leikirnir á undirbúningstímabilinu eru síðan á móti norska félaginu Kristiansund og svo AC Milan.
Member of Manchester United backroom staff taken to hospital by ambulance after falling ill overnight in Perth | @TelegraphDuckerhttps://t.co/3fF2M7AG1s
— Telegraph Football (@TeleFootball) July 12, 2019