Umfjöllun: Valur - Ludogorets 1-1 │ Grátlegt jafntefli hjá Val Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. júlí 2019 21:15 vísir/bára Valur þurfti að sætta sig við jafntefli gegn búlgörsku meisturunum í Ludogorets í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildar UEFA á Origovellinum á Hlíðarenda í kvöld. Ludogorets jafnaði í uppbótartíma leiksins. Leikurinn byrjaði fjörlega og kom Lasse Petry Val yfir með laglegu marki strax á elleftu mínútu leiksins. Hann sá að markvörður Ludogorets, Plamen Iliev, var illa staðsettur og lét vaða á markið fyrir utan teig. Eftir markið bökkuðu Valsmenn aðeins og grænir gestirnir voru mikið meira með boltann það sem var af fyrri hálfleik, án þess þó að hafa skapað sér nein færi. Í seinni hálfleik létu Valsmenn allar hugmyndir um sóknarleik fjúka út um gluggann. Þeir voru í vörn í 45 mínútur. Búlgararnir áttu einstaka efnilegt færi en flestar aðgerðir þeirra urðu þó ekki að neinu hættulegu og þurfti Anton Ari Einarsson, sem stóð í markinu í fjarveru Hannesar Þórs Halldórssonar, ekki oft að taka á honum stóra sínum. Þegar komið var í uppbótartíma klikkaði hins vegar eitthvað í vörninni og Abel Anciet er aleinn á teignum og jafnar metin. Lokatölur 1-1 og Ludogorets náði í dýrmætt útivallarmark.Af hverju varð jafntefli? Augnabliks einbeitingarleysi eða misskilningur í talningu inni á teignum eftir 45 mínútur af frábærum varnarleik reyndist Valsmönnum rándýrt. Valur spilaði þennan leik nokkuð vel, hefðu kannski mátt reyna aðeins að sækja meira, þeir buðu hættunni svolítið heim miðað við hvað þeir bökkuðu mikið í vörn, en þeir voru hársbreidd frá því að komast upp með það.Hverjir stóðu upp úr? Varnarleikur Vals var mjög góður að mestu leiti í þessum leik. Eiður Aron Sigurbjörnsson átti frábæran leik í dag og stóð upp úr í varnarlínunni en Orri Sigurður Ómarsson, Birkir Már Sævarsson og Ívar Örn Jónsson áttu allir í það minnsta eina frábæra björgun. Sebastian Hedlund var mjög góður sem varnarsinnaður miðjumaður og framherjar Vals áttu ekkert slæman dag, fengu bara ekki það mörg tækifæri til þess að sanna sig fram á við.Hvað gekk illa? Þegar Valur fékk tækifæri til þess að sækja þá nýttu þeir sér það ekki alveg nógu vel á köflum. Það var svolítið mikið um að sendingarnar sem hefðu getað sent þá í frábæra skyndisókn misheppnuðust.Hvað gerist næst? Þessi lið mætast öðru sinni í Búlgaríu að viku liðinni. Þar er ljóst að Valur verður að skora mark, jafntefli er ekki nóg fyrir Val verði markalaust því Ludogorets á útivallarmarkið. Fyrst spila Valsmenn hins vegar við ÍA á Akranesi í Pepsi Max deildinni á sunnudag. Evrópudeild UEFA
Valur þurfti að sætta sig við jafntefli gegn búlgörsku meisturunum í Ludogorets í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildar UEFA á Origovellinum á Hlíðarenda í kvöld. Ludogorets jafnaði í uppbótartíma leiksins. Leikurinn byrjaði fjörlega og kom Lasse Petry Val yfir með laglegu marki strax á elleftu mínútu leiksins. Hann sá að markvörður Ludogorets, Plamen Iliev, var illa staðsettur og lét vaða á markið fyrir utan teig. Eftir markið bökkuðu Valsmenn aðeins og grænir gestirnir voru mikið meira með boltann það sem var af fyrri hálfleik, án þess þó að hafa skapað sér nein færi. Í seinni hálfleik létu Valsmenn allar hugmyndir um sóknarleik fjúka út um gluggann. Þeir voru í vörn í 45 mínútur. Búlgararnir áttu einstaka efnilegt færi en flestar aðgerðir þeirra urðu þó ekki að neinu hættulegu og þurfti Anton Ari Einarsson, sem stóð í markinu í fjarveru Hannesar Þórs Halldórssonar, ekki oft að taka á honum stóra sínum. Þegar komið var í uppbótartíma klikkaði hins vegar eitthvað í vörninni og Abel Anciet er aleinn á teignum og jafnar metin. Lokatölur 1-1 og Ludogorets náði í dýrmætt útivallarmark.Af hverju varð jafntefli? Augnabliks einbeitingarleysi eða misskilningur í talningu inni á teignum eftir 45 mínútur af frábærum varnarleik reyndist Valsmönnum rándýrt. Valur spilaði þennan leik nokkuð vel, hefðu kannski mátt reyna aðeins að sækja meira, þeir buðu hættunni svolítið heim miðað við hvað þeir bökkuðu mikið í vörn, en þeir voru hársbreidd frá því að komast upp með það.Hverjir stóðu upp úr? Varnarleikur Vals var mjög góður að mestu leiti í þessum leik. Eiður Aron Sigurbjörnsson átti frábæran leik í dag og stóð upp úr í varnarlínunni en Orri Sigurður Ómarsson, Birkir Már Sævarsson og Ívar Örn Jónsson áttu allir í það minnsta eina frábæra björgun. Sebastian Hedlund var mjög góður sem varnarsinnaður miðjumaður og framherjar Vals áttu ekkert slæman dag, fengu bara ekki það mörg tækifæri til þess að sanna sig fram á við.Hvað gekk illa? Þegar Valur fékk tækifæri til þess að sækja þá nýttu þeir sér það ekki alveg nógu vel á köflum. Það var svolítið mikið um að sendingarnar sem hefðu getað sent þá í frábæra skyndisókn misheppnuðust.Hvað gerist næst? Þessi lið mætast öðru sinni í Búlgaríu að viku liðinni. Þar er ljóst að Valur verður að skora mark, jafntefli er ekki nóg fyrir Val verði markalaust því Ludogorets á útivallarmarkið. Fyrst spila Valsmenn hins vegar við ÍA á Akranesi í Pepsi Max deildinni á sunnudag.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“