Liverpool stjörnurnar voru skælbrosandi á fyrstu æfingu eftir sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2019 16:00 Naby Keita, Roberto Firmino, Mohamed Salah og Xherdan Shaqiri voru allir að koma til baka, þrír úr sumarfríi en tveir úr meiðslum. Getty/Andrew Powell Liverpool er búið að endurheimta stórstjörnurnar Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino sem hafa allir skilað sér til æfinga eftir stutt sumarfrí. Leikmennirnir voru allir uppteknir með landsliðum sínum í allt sumar og sá fjórði, Sadio Mané, er ekki enn kominn til baka þar sem Afríkukeppnin kláraðist seinna en öll önnur landsliðsmót sumarsins. Þeir Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino mættu allir til Evian í Frakklandi þar sem Liverpool er í æfingabúðum. Auk þessara þriggja eru þeir Naby Keita og Xherdan Shaqiri einnig farnir að æfa eftir að hafa verið að glíma við meiðsli. Liverpool hefur saknað þeirra mikið ef marka má úrslitin í æfingarleikjunum en Liverpool hefur nú leikið fjóra undirbúningsleiki í röð án sigurs og tapað þremur þeirra.Look who's back pic.twitter.com/5dGq0Ivsiz — B/R Football (@brfootball) July 30, 2019Liverpool hefur gefið mörgum ungum leikmönnum tækifæri á undirbúningstímabilinu en strákar eins og Curtis Jones, Ben Woodburn og Nat Phillips duttu úr fyrir Frakklandsferðina. Nýju táningarnir Harvey Elliott og Sepp van den Berg fengu hins vegar báðir að fara með alveg eins og Bobby Duncan sem er framherji átján ára liðs félagsins. Liverpool æfir í Evian alla vikuna en fer til Genfar í Sviss á miðvikudagskvöldið þar sem liðið mætir Lyon í æfingarleik. Sá leikur var settur á svo þeir Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino myndu allir ná leik fyrir fyrsta leik tímabilsins. Liverpool mætir Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikmennirnir sem æfa með Liverpool í Frakklandi eru eftirtaldir: Alexander-Arnold, Alisson, Brewster, Duncan, Elliott, Fabinho, Firmino, Gomez, Henderson, Hoever, Keita, Lallana, Larouci, Lewis, Lonergan, Lovren, Matip, Mignolet, Milner, Ojrzynski, Origi, Oxlade-Chamberlain, Robertson, Salah, Shaqiri, Van den Berg, Van Dijk, Wijnaldum, Wilson. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af endurkomu stórstjarnanna Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino.Getty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew Powell Enski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Liverpool er búið að endurheimta stórstjörnurnar Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino sem hafa allir skilað sér til æfinga eftir stutt sumarfrí. Leikmennirnir voru allir uppteknir með landsliðum sínum í allt sumar og sá fjórði, Sadio Mané, er ekki enn kominn til baka þar sem Afríkukeppnin kláraðist seinna en öll önnur landsliðsmót sumarsins. Þeir Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino mættu allir til Evian í Frakklandi þar sem Liverpool er í æfingabúðum. Auk þessara þriggja eru þeir Naby Keita og Xherdan Shaqiri einnig farnir að æfa eftir að hafa verið að glíma við meiðsli. Liverpool hefur saknað þeirra mikið ef marka má úrslitin í æfingarleikjunum en Liverpool hefur nú leikið fjóra undirbúningsleiki í röð án sigurs og tapað þremur þeirra.Look who's back pic.twitter.com/5dGq0Ivsiz — B/R Football (@brfootball) July 30, 2019Liverpool hefur gefið mörgum ungum leikmönnum tækifæri á undirbúningstímabilinu en strákar eins og Curtis Jones, Ben Woodburn og Nat Phillips duttu úr fyrir Frakklandsferðina. Nýju táningarnir Harvey Elliott og Sepp van den Berg fengu hins vegar báðir að fara með alveg eins og Bobby Duncan sem er framherji átján ára liðs félagsins. Liverpool æfir í Evian alla vikuna en fer til Genfar í Sviss á miðvikudagskvöldið þar sem liðið mætir Lyon í æfingarleik. Sá leikur var settur á svo þeir Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino myndu allir ná leik fyrir fyrsta leik tímabilsins. Liverpool mætir Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikmennirnir sem æfa með Liverpool í Frakklandi eru eftirtaldir: Alexander-Arnold, Alisson, Brewster, Duncan, Elliott, Fabinho, Firmino, Gomez, Henderson, Hoever, Keita, Lallana, Larouci, Lewis, Lonergan, Lovren, Matip, Mignolet, Milner, Ojrzynski, Origi, Oxlade-Chamberlain, Robertson, Salah, Shaqiri, Van den Berg, Van Dijk, Wijnaldum, Wilson. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af endurkomu stórstjarnanna Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino.Getty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew Powell
Enski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira