Sjötíu handteknir í alþjóðlegri aðgerð gegn barnamansali Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 13:43 Íslenska lögreglan tók þátt í aðgerðunum. Vísir/vilhelm Lögregla á Íslandi tók þátt í samevrópskum aðgerðum Europol gegn mansali á börnum í júní síðastliðnum. Sjötíu voru handteknir í aðgerðunum, sem lögregla í Bretlandi fór fyrir. Enginn var þó handtekinn á Íslandi en hlutur íslensku lögreglunnar fólst aðallega í auknu eftirliti. Í tilkynningu frá Europol segir að sextán lönd Evrópusambandsins, auk Íslands og Sviss, hafi staðið að handtökunum. Aðgerðirnar beindust gegn mansali á börnum, sem lýtur bæði að kynlífs- og vinnuþrælkun. Lögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðunum ræddu við yfir 127 þúsund einstaklinga, skoðuðu yfir 63 þúsund farartæki og heimsóttu á annað þúsund staði, þar á meðal hafnir, flugvelli og landamærahlið, við rannsóknina. Alls 34 voru handteknir vegna gruns um mansal og 36 handteknir til viðbótar fyrir aðra glæpi á borð við rán, dreifingu á barnaklámi og að stuðla að ólöglegum fólksflutningum milli landa. Þá bar lögregla kennsl á 206 ætluð fórnarlömb, þar af voru 53 undir lögaldri. 31 mansalsmál er nú til skoðunar í þátttökulöndunum eftir að ráðist var í aðgerðirnar. Auk Íslands tóku eftirfarandi lönd þátt í umræddum aðgerðum: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Króatía, Þýskaland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Holland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss og Bretland. Lögregluyfirvöld í hinu síðastnefnda leiddu aðgerðina, eins og áður sagði. Ekki er frekar greint frá aðkomu lögreglu í hverju landi fyrir sig í tilkynningu Europol og þá liggur ekki fyrir hvort einhverjir hinna grunuðu hafi verið handteknir á Íslandi.Fréttin var uppfærð klukkan 17:05. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira
Lögregla á Íslandi tók þátt í samevrópskum aðgerðum Europol gegn mansali á börnum í júní síðastliðnum. Sjötíu voru handteknir í aðgerðunum, sem lögregla í Bretlandi fór fyrir. Enginn var þó handtekinn á Íslandi en hlutur íslensku lögreglunnar fólst aðallega í auknu eftirliti. Í tilkynningu frá Europol segir að sextán lönd Evrópusambandsins, auk Íslands og Sviss, hafi staðið að handtökunum. Aðgerðirnar beindust gegn mansali á börnum, sem lýtur bæði að kynlífs- og vinnuþrælkun. Lögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðunum ræddu við yfir 127 þúsund einstaklinga, skoðuðu yfir 63 þúsund farartæki og heimsóttu á annað þúsund staði, þar á meðal hafnir, flugvelli og landamærahlið, við rannsóknina. Alls 34 voru handteknir vegna gruns um mansal og 36 handteknir til viðbótar fyrir aðra glæpi á borð við rán, dreifingu á barnaklámi og að stuðla að ólöglegum fólksflutningum milli landa. Þá bar lögregla kennsl á 206 ætluð fórnarlömb, þar af voru 53 undir lögaldri. 31 mansalsmál er nú til skoðunar í þátttökulöndunum eftir að ráðist var í aðgerðirnar. Auk Íslands tóku eftirfarandi lönd þátt í umræddum aðgerðum: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Króatía, Þýskaland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Holland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss og Bretland. Lögregluyfirvöld í hinu síðastnefnda leiddu aðgerðina, eins og áður sagði. Ekki er frekar greint frá aðkomu lögreglu í hverju landi fyrir sig í tilkynningu Europol og þá liggur ekki fyrir hvort einhverjir hinna grunuðu hafi verið handteknir á Íslandi.Fréttin var uppfærð klukkan 17:05.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira