Ferðamenn fengu kústa og hrífur til að laga för eftir utanvegaakstur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2019 08:27 Þrjú voru færð til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Vilhelm Landverðir í Kerlingafjöllum stóðu erlenda ferðamenn að utanvegaakstri. Um minniháttar spjöll var að ræða. Fengu ferðamennirnir kústa og hrífur til þess að lagfæra hjólför sem komið höfðu eftir bifreið þeirra. Lögregla hefur málið til rannsóknar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi en lögreglumenn þar hafa haft nóg að gera um helgina. Lögregla var með virkt eftirlit um embættið og voru settar upp eftirlitsstöðvar víðsvegar um embættið þar sem kannað var með ástand og réttindi ökumanna. Mikil umferð hefur verið um svæðið og áætla lögreglumenn að ástand og réttindi um tvö þúsund ökumanna hafi verið kannað síðastliðinn sólarhring.Frá því í gærmorgun hefur 21 ökumaður verið kærður fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og einn ökumaður fyrir ölvun við akstur. Þremur ökumönnum til viðbótar var gert að hætta akstri sökum áfengisáhrifa sem mældust undir sviptingarmörkum. Þá hefur einstaka ökumanni verið gert að hætta akstri þar sem endurnýjun ökuréttinda hefur ekki verið sinnt, að því er segir á Facebook-síðu lögreglunnar.Þrjú minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu. Þriggja bifreiða árekstur varð á Suðurlandsvegi við Olís á Selfossi. Engin meiðsli urðu fólki í þessum óhöppum. Lögreglu hvetur ökumenn til að huga að bili milli ökutækja sem og að hafa óskipta athygli við aksturinn.Aukið eftirlit verður á vegum úti í dag og mega ökumenn sem leggja af stað frá Landeyjarhöfn meðal annars búast við því að vera stöðvaðir svo kanna megi ástand þeirra og réttindi. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Sjá meira
Landverðir í Kerlingafjöllum stóðu erlenda ferðamenn að utanvegaakstri. Um minniháttar spjöll var að ræða. Fengu ferðamennirnir kústa og hrífur til þess að lagfæra hjólför sem komið höfðu eftir bifreið þeirra. Lögregla hefur málið til rannsóknar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi en lögreglumenn þar hafa haft nóg að gera um helgina. Lögregla var með virkt eftirlit um embættið og voru settar upp eftirlitsstöðvar víðsvegar um embættið þar sem kannað var með ástand og réttindi ökumanna. Mikil umferð hefur verið um svæðið og áætla lögreglumenn að ástand og réttindi um tvö þúsund ökumanna hafi verið kannað síðastliðinn sólarhring.Frá því í gærmorgun hefur 21 ökumaður verið kærður fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og einn ökumaður fyrir ölvun við akstur. Þremur ökumönnum til viðbótar var gert að hætta akstri sökum áfengisáhrifa sem mældust undir sviptingarmörkum. Þá hefur einstaka ökumanni verið gert að hætta akstri þar sem endurnýjun ökuréttinda hefur ekki verið sinnt, að því er segir á Facebook-síðu lögreglunnar.Þrjú minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu. Þriggja bifreiða árekstur varð á Suðurlandsvegi við Olís á Selfossi. Engin meiðsli urðu fólki í þessum óhöppum. Lögreglu hvetur ökumenn til að huga að bili milli ökutækja sem og að hafa óskipta athygli við aksturinn.Aukið eftirlit verður á vegum úti í dag og mega ökumenn sem leggja af stað frá Landeyjarhöfn meðal annars búast við því að vera stöðvaðir svo kanna megi ástand þeirra og réttindi.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Sjá meira