Enski boltinn

Manchester United leiðir kapphlaupið um táning frá Mónakó

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mejbri.
Mejbri. vísir/getty
Manchester United hefur mikinn áhuga að fá táninginn, Hannibal Mejbri, til félagsins en hann er á mála hjá Mónakó í Frakklandi.

Mejbri er sextán ára gamall og hefur verið eftirsóttur víða um heim en nú er talið að Manchester United leiði kapphlaupið um táninginn.

Arsenal var einnig orðað við Mejbri en nú er talið að þeir rauðklæddu frá Manchester séu efstir á óskalista Mejbri.

Mejbri hefur ekki leikið aðalliðsleik með Mónakó en hefur leikið átta leiki fyrir U16-ára landslið Frakklands og hefur skorað eitt mark.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur verið að klófesta unga leikmann til félagsins í sumar en Dan James og Aaron Wan-Bissaka hafa komið til félagsins í sumar.

Þeir eru báðir 21 árs en Paulo Dybala og Harry Maguire eru einnig orðaðir við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×