Arnar Grétarsson er tekinn við belgíska B-deildarliðinu Roeselare. Hann skrifaði undir eins árs samning við félagið.
Arnar þjálfaði Breiðablik í rúm tvö tímabil og var áður yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK Aþenu og Club Brugge.
Arnar þekkir vel til í Belgíu en hann lék með Lokeren á árunum 2000-06.
„Ég hlakka til að takast á við þessa áskorun og byrja að starfa með leikmönnum og starfsliðinu. Ég vil þakka öllum sem gáfu mér þetta tækifæri til að sanna mig sem þjálfara hérna,“ er haft eftir Arnari á heimasíðu Roeselare.
Roeselare mætir St. Gilloise í 1. umferð belgísku B-deildarinnar á sunnudaginn. Arnar stýrir liðinu ekki í þeim leik en tekur formlega við því á mánudaginn.
Arnar tekinn við Roesalare
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn


„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn