Harkaleg deila Carragher og umboðsmanns: „Viltu líka ráðleggja hvernig eigi að hrækja á fólk út um bílrúðu?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2019 15:28 Carragher svaraði umboðsmanni Bobbys Duncan fullum hálsi. vísir/getty Jamie Carragher og Saif Rubie, umboðsmaður Bobbys Duncan, 18 ára leikmanns Liverpool, fóru í hár saman á Twitter í dag. Forsaga málsins er sú að Liverpool vill ekki leyfa Duncan að fara frá félaginu. Fiorentina á Ítalíu og Nordsjælland í Danmörku gerðu bæði tilboð í strákinn en Liverpool hafnaði þeim. Í yfirlýsingu sem Rubie sendi frá sér í dag segir hann að málið hafi haft mikil áhrif á andlega heilsu Duncans og hann sakar Liverpool um að hafa eyðilagt líf stráksins. Hann hafi t.a.m. ekki farið út úr húsi í fjóra daga og Rubie segir að Duncan mæti aldrei aftur á æfingu hjá Liverpool. Rubie gagnrýndi Michael Edwards, yfirmann knattspyrnumála hjá Liverpool, harkalega fyrir hans framgöngu í máli Duncans.Official statement regarding Bobby Duncan @bobbyduncan999 shame on you @LFC#mentalhealth#considerationpic.twitter.com/OFYUJnwiJA — Saif Rubie (@saifpr) August 28, 2019 Carragher tjáði sig um yfirlýsingu Rubies og gaf henni ekki háa einkunn. „Ég þekki Bobby og fjölskyldu hans vel. Hann er ungur og á þeim aldri viljum við fá allt strax. Hann lék með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu sem er frábær byrjun. Hann ætti að reyna að bæta sig á þessu tímabili og kannski komast á bekkinn í deildabikarnum. Þú ættir að ráðleggja honum það,“ skrifaði Carragher á Twitter og lét mynd af trúð fylgja með færslunni.I know Bobby & his family well, he’s young & at that age we all want everything right now. Played for the 1st team in pre season which is a great start & he should try & develop this season & maybe make the bench in Caraboa Cup. That should be the advice you’re giving him you https://t.co/RqXd9eupc1 — Jamie Carragher (@Carra23) August 28, 2019 Rubie svaraði um hæl og rifjaði upp atvik frá því í mars í fyrra þegar Carragher hrækti á stelpu út um bílrúðu. Í kjölfarið fór Carragher í leyfi frá störfum á Sky Sports. „Viltu líka ráðleggja hvernig eigi að hrækja á fólk út um bílrúðu? Þú ert síðasta manneskjan sem ætti að segja eitthvað og þú veist ekkert hvað gengur á bak við tjöldin. Einbeittu þér að þínu starfi og ég einbeiti mér að mínu stafi,“ skrifaði Rubie.Do you also want to give advice on how to spit at people from the outside of a car? You're the last person to say or know what's really going on behding the scenes. Focus on your job and I'll focus on mine. https://t.co/1bJ6ru7smC — Saif Rubie (@saifpr) August 28, 2019 „Ég gerði stór mistök og skaðaði mig meira en nokkurn annan. Þú hefur gert stór mistök, ert að skaða sjálfan þig og það sem mikilvægara er, ferils ungs leikmanns. Það er líka vandræðalegt að draga nafn Stevens Gerrard inn í umræðuna,“ skrifaði Carragher en Duncan er frændi Gerrards.I made a huge mistake & apologised, I hurt myself more than anyone. You have made a big mistake & are hurting yourself but more importantly a young lads career. Throwing Stevie Gerrard’s name in also is embarrassing. https://t.co/VXEx2JsViD — Jamie Carragher (@Carra23) August 28, 2019 Carragher og Rubie héldu ritdeilu sinni áfram en hana má sjá hér fyrir neðan. Carragher hvatti Duncan m.a. til að finna sér nýjan umboðsmann.No problem Jamie. But in life you can't be wrong and strong. When the truth comes out as to how Michael Edwards has handled Bobby's wellbeing and future you will be thinking differently I promise you. Not a single word in the statement is not the hard truth. https://t.co/xvJB4RAIlT — Saif Rubie (@saifpr) August 28, 2019There is a problem & it’s you. You take on the most powerful person at the club besides Klopp?!! Madness. Club will never deal with you again https://t.co/26AP9PXylp — Jamie Carragher (@Carra23) August 28, 2019You talking about the glorified data analyst Michael Edwards? The one who doesn't even know that @KPBofficial is a midfielder not a centre forward. Goes to show how much he knows. Oh and he doesn't give a shit about a young players well-being more importantly. https://t.co/mrGD9LSe2B — Saif Rubie (@saifpr) August 28, 2019I think @bobbyduncan999 should leave this guy before he gets sacked by the club. https://t.co/4nmKH7ZHTb — Jamie Carragher (@Carra23) August 28, 2019 Duncan, sem er fæddur árið 2001, kom til Liverpool frá Manchester City í fyrra. Hann lék nokkra leiki með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu. Á síðasta tímabili lék Duncan með unglinga- og varaliði Liverpool. Hann hefur einnig leikið með yngri landsliðum Englands.Umræddur Bobby Duncan sem Liverpool vill ekki selja eða lána.vísir/getty Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Jamie Carragher og Saif Rubie, umboðsmaður Bobbys Duncan, 18 ára leikmanns Liverpool, fóru í hár saman á Twitter í dag. Forsaga málsins er sú að Liverpool vill ekki leyfa Duncan að fara frá félaginu. Fiorentina á Ítalíu og Nordsjælland í Danmörku gerðu bæði tilboð í strákinn en Liverpool hafnaði þeim. Í yfirlýsingu sem Rubie sendi frá sér í dag segir hann að málið hafi haft mikil áhrif á andlega heilsu Duncans og hann sakar Liverpool um að hafa eyðilagt líf stráksins. Hann hafi t.a.m. ekki farið út úr húsi í fjóra daga og Rubie segir að Duncan mæti aldrei aftur á æfingu hjá Liverpool. Rubie gagnrýndi Michael Edwards, yfirmann knattspyrnumála hjá Liverpool, harkalega fyrir hans framgöngu í máli Duncans.Official statement regarding Bobby Duncan @bobbyduncan999 shame on you @LFC#mentalhealth#considerationpic.twitter.com/OFYUJnwiJA — Saif Rubie (@saifpr) August 28, 2019 Carragher tjáði sig um yfirlýsingu Rubies og gaf henni ekki háa einkunn. „Ég þekki Bobby og fjölskyldu hans vel. Hann er ungur og á þeim aldri viljum við fá allt strax. Hann lék með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu sem er frábær byrjun. Hann ætti að reyna að bæta sig á þessu tímabili og kannski komast á bekkinn í deildabikarnum. Þú ættir að ráðleggja honum það,“ skrifaði Carragher á Twitter og lét mynd af trúð fylgja með færslunni.I know Bobby & his family well, he’s young & at that age we all want everything right now. Played for the 1st team in pre season which is a great start & he should try & develop this season & maybe make the bench in Caraboa Cup. That should be the advice you’re giving him you https://t.co/RqXd9eupc1 — Jamie Carragher (@Carra23) August 28, 2019 Rubie svaraði um hæl og rifjaði upp atvik frá því í mars í fyrra þegar Carragher hrækti á stelpu út um bílrúðu. Í kjölfarið fór Carragher í leyfi frá störfum á Sky Sports. „Viltu líka ráðleggja hvernig eigi að hrækja á fólk út um bílrúðu? Þú ert síðasta manneskjan sem ætti að segja eitthvað og þú veist ekkert hvað gengur á bak við tjöldin. Einbeittu þér að þínu starfi og ég einbeiti mér að mínu stafi,“ skrifaði Rubie.Do you also want to give advice on how to spit at people from the outside of a car? You're the last person to say or know what's really going on behding the scenes. Focus on your job and I'll focus on mine. https://t.co/1bJ6ru7smC — Saif Rubie (@saifpr) August 28, 2019 „Ég gerði stór mistök og skaðaði mig meira en nokkurn annan. Þú hefur gert stór mistök, ert að skaða sjálfan þig og það sem mikilvægara er, ferils ungs leikmanns. Það er líka vandræðalegt að draga nafn Stevens Gerrard inn í umræðuna,“ skrifaði Carragher en Duncan er frændi Gerrards.I made a huge mistake & apologised, I hurt myself more than anyone. You have made a big mistake & are hurting yourself but more importantly a young lads career. Throwing Stevie Gerrard’s name in also is embarrassing. https://t.co/VXEx2JsViD — Jamie Carragher (@Carra23) August 28, 2019 Carragher og Rubie héldu ritdeilu sinni áfram en hana má sjá hér fyrir neðan. Carragher hvatti Duncan m.a. til að finna sér nýjan umboðsmann.No problem Jamie. But in life you can't be wrong and strong. When the truth comes out as to how Michael Edwards has handled Bobby's wellbeing and future you will be thinking differently I promise you. Not a single word in the statement is not the hard truth. https://t.co/xvJB4RAIlT — Saif Rubie (@saifpr) August 28, 2019There is a problem & it’s you. You take on the most powerful person at the club besides Klopp?!! Madness. Club will never deal with you again https://t.co/26AP9PXylp — Jamie Carragher (@Carra23) August 28, 2019You talking about the glorified data analyst Michael Edwards? The one who doesn't even know that @KPBofficial is a midfielder not a centre forward. Goes to show how much he knows. Oh and he doesn't give a shit about a young players well-being more importantly. https://t.co/mrGD9LSe2B — Saif Rubie (@saifpr) August 28, 2019I think @bobbyduncan999 should leave this guy before he gets sacked by the club. https://t.co/4nmKH7ZHTb — Jamie Carragher (@Carra23) August 28, 2019 Duncan, sem er fæddur árið 2001, kom til Liverpool frá Manchester City í fyrra. Hann lék nokkra leiki með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu. Á síðasta tímabili lék Duncan með unglinga- og varaliði Liverpool. Hann hefur einnig leikið með yngri landsliðum Englands.Umræddur Bobby Duncan sem Liverpool vill ekki selja eða lána.vísir/getty
Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira