Barcelona er heimsmeistari félagsliða eftir sigur á Kiel í úrslitaleiknum í dag, 34-32, en mótið fór fram í Sádi Arabíu.
Þeir þýsku voru sterkari í fyrri hálfleik og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17-15, en í síðari hálfleik snérist þetta við.
Spænsku meistararnir gengu á lagið og unnu að endingu með tveggja marka mun, 34-32. Þetta er í fimmta skipti sem Barcelona stendur uppi sem sigurvegari í þessari keppni.
Aron Pálmarsson var frábær í liði Barcelona. Hann gerði sjö mörk og var næst markahæstur í liði Barcelona á eftir Luka Cindric.
Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað hjá Kiel en markahæstur var Svíinn Niclas Ekberg. Hann gerði sjö mörk úr níu skotum.
Aron fór á kostum er Barcelona hafði betur gegn Kiel í úrslitaleiknum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
