Krefst þess að alþjóðasamfélagið hafni aðgerðum Bandaríkjanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. september 2019 19:00 Ali Akbar Salehi, orkumálaráðherra Írans, á fundinum í Vín í dag. AP/Ronald Zak Orkumálaráðherrar Írans og Bandaríkjanna mættust á fundi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar í dag og þrátt fyrir vettvanginn var olían til umræðu. Bandaríkjamenn fullyrða að Íranar beri ábyrgð á árásinni á olíuframleiðslustöð Aramco enda hefur ítrekað verið fjallað um stuðning þeirra við uppreisnarhreyfingu Húta, sem berjast við hernaðarbandalag undir forystu Sádi-Araba í Jemen. „Ég vil ítreka það að Bandaríkin fordæma árás Írans á Sádi-Arabíu,“ sagði Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, á fundinum. Ali Akbar Salehi, orkumálaráðherra Írans, var á öðru máli. „Gjöreyðileggjandi aðgerðir Bandaríkjastjórnar og efnahagsleg hryðjuverk hennar ættu að sæta fordæmingu og höfnun alþjóðasamfélagsins.“ Bandaríkjastjórn birti í nótt gervihnattarmyndir af stöðinni og sagðist búa yfir upplýsingum um að Íranar hefðu staðið að árásinni. Donald Trump forseti sagði svar Bandaríkjamanna, sem eru bandamenn Sádi-Araba, velta á því hvað þarlend stjórnvöld vilja gera. Turki al-Maliki, upplýsingafulltrúi sádiarabíska hersins, kallaði árásina hryðjuverk í dag. „Allt bendir til þess að árásin hafi ekki komið frá Jemen, líkt og Hútar halda fram. Þessar sveitir eru einungis verkfæri írönsku byltingavarðasveitarinnar.“ Olíuverð hefur hækkað vegna árásarinnar, enda renna um fimm prósent hráolíu heimsins í gegnum stöðina. Óvíst er hver langtímaáhrif árásarinnar verða enda óljóst hversu lengi framleiðslustöðin verður óstarfhæf. Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Orkumálaráðherrar Írans og Bandaríkjanna mættust á fundi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar í dag og þrátt fyrir vettvanginn var olían til umræðu. Bandaríkjamenn fullyrða að Íranar beri ábyrgð á árásinni á olíuframleiðslustöð Aramco enda hefur ítrekað verið fjallað um stuðning þeirra við uppreisnarhreyfingu Húta, sem berjast við hernaðarbandalag undir forystu Sádi-Araba í Jemen. „Ég vil ítreka það að Bandaríkin fordæma árás Írans á Sádi-Arabíu,“ sagði Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, á fundinum. Ali Akbar Salehi, orkumálaráðherra Írans, var á öðru máli. „Gjöreyðileggjandi aðgerðir Bandaríkjastjórnar og efnahagsleg hryðjuverk hennar ættu að sæta fordæmingu og höfnun alþjóðasamfélagsins.“ Bandaríkjastjórn birti í nótt gervihnattarmyndir af stöðinni og sagðist búa yfir upplýsingum um að Íranar hefðu staðið að árásinni. Donald Trump forseti sagði svar Bandaríkjamanna, sem eru bandamenn Sádi-Araba, velta á því hvað þarlend stjórnvöld vilja gera. Turki al-Maliki, upplýsingafulltrúi sádiarabíska hersins, kallaði árásina hryðjuverk í dag. „Allt bendir til þess að árásin hafi ekki komið frá Jemen, líkt og Hútar halda fram. Þessar sveitir eru einungis verkfæri írönsku byltingavarðasveitarinnar.“ Olíuverð hefur hækkað vegna árásarinnar, enda renna um fimm prósent hráolíu heimsins í gegnum stöðina. Óvíst er hver langtímaáhrif árásarinnar verða enda óljóst hversu lengi framleiðslustöðin verður óstarfhæf.
Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25