Íris Björk: Yndislegt að koma aftur í landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2019 18:25 Íris Björk varði 14 skot gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. vísir/bára Íris Björk Símonardóttir átti góðan leik í marki Íslands gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 í dag. Íslendingar töpuðu, 17-23, en léku miklu betur en gegn Króötum á miðvikudaginn. Sá leikur tapaðist með 21 marki, 29-21. „Eftir leikinn á miðvikudaginn var þetta nauðsynleg frammistaða. Ég er gífurlega stolt af liðinu að hafa stigið upp, þótt það hafi ekki skilað meiru en sex marka tapi. Allir sem horfðu á leikinn sáu að þetta var allt annað,“ sagði Íris í samtali við Vísi eftir leikinn á Ásvöllum. Ísland byrjaði leikinn illa og lenti fljótlega þremur mörkum undir. Smá skjálfti í okkur í byrjun„Eins og gefur að skilja eftir síðasta leik var smá skjálfti í okkur í byrjun leiks. Það hefði verið auðveldara að brotna og ég er gríðarlega stolt af liðinu að hafa staðið þetta af okkur,“ sagði Íris. Hún varði 14 skot í leiknum, þar af þrjú vítaköst. „Það gekk eiginlega best í vítunum,“ sagði Íris og hló. „Ég var með hörkuvörn fyrir framan mig og vörnin virkaði vel í þessum tveimur leikjum. Ég vil hrósa stelpunum. Þær börðust eins og ljón og þessi vörn virkar bara ef allir eru á fullu. Þetta kom Frökkunum held ég á óvart.“ Auðvitað kitlar að halda áframÍris hafði ekki spilað landsleik síðan 2016 en sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Króatíu og Frakklandi. En verður hún með í næstu leikjum íslenska liðsins? „Við verðum að bíða og sjá,“ sagði Íris. Hún viðurkennir að það kitli að spila fleiri landsleiki eins og þennan. „Ég vil hrósa stuðningssveitinni. Þetta var geðveikt. Það var yndislegt að koma aftur í landsliðið þótt það hefði verið skemmtilegra að koma með aðeins meiri glans inn í Króatíuleikinn. Þetta er spennandi og skemmtilegt lið og auðvitað kitlar það að halda áfram.“ Handbolti Tengdar fréttir Arnar: Hefði verið auðvelt að brotna en stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins hrósaði leikmönnum eftir leikinn gegn Frakklandi. 29. september 2019 18:09 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30 Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira
Íris Björk Símonardóttir átti góðan leik í marki Íslands gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 í dag. Íslendingar töpuðu, 17-23, en léku miklu betur en gegn Króötum á miðvikudaginn. Sá leikur tapaðist með 21 marki, 29-21. „Eftir leikinn á miðvikudaginn var þetta nauðsynleg frammistaða. Ég er gífurlega stolt af liðinu að hafa stigið upp, þótt það hafi ekki skilað meiru en sex marka tapi. Allir sem horfðu á leikinn sáu að þetta var allt annað,“ sagði Íris í samtali við Vísi eftir leikinn á Ásvöllum. Ísland byrjaði leikinn illa og lenti fljótlega þremur mörkum undir. Smá skjálfti í okkur í byrjun„Eins og gefur að skilja eftir síðasta leik var smá skjálfti í okkur í byrjun leiks. Það hefði verið auðveldara að brotna og ég er gríðarlega stolt af liðinu að hafa staðið þetta af okkur,“ sagði Íris. Hún varði 14 skot í leiknum, þar af þrjú vítaköst. „Það gekk eiginlega best í vítunum,“ sagði Íris og hló. „Ég var með hörkuvörn fyrir framan mig og vörnin virkaði vel í þessum tveimur leikjum. Ég vil hrósa stelpunum. Þær börðust eins og ljón og þessi vörn virkar bara ef allir eru á fullu. Þetta kom Frökkunum held ég á óvart.“ Auðvitað kitlar að halda áframÍris hafði ekki spilað landsleik síðan 2016 en sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Króatíu og Frakklandi. En verður hún með í næstu leikjum íslenska liðsins? „Við verðum að bíða og sjá,“ sagði Íris. Hún viðurkennir að það kitli að spila fleiri landsleiki eins og þennan. „Ég vil hrósa stuðningssveitinni. Þetta var geðveikt. Það var yndislegt að koma aftur í landsliðið þótt það hefði verið skemmtilegra að koma með aðeins meiri glans inn í Króatíuleikinn. Þetta er spennandi og skemmtilegt lið og auðvitað kitlar það að halda áfram.“
Handbolti Tengdar fréttir Arnar: Hefði verið auðvelt að brotna en stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins hrósaði leikmönnum eftir leikinn gegn Frakklandi. 29. september 2019 18:09 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30 Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira
Arnar: Hefði verið auðvelt að brotna en stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins hrósaði leikmönnum eftir leikinn gegn Frakklandi. 29. september 2019 18:09
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30