Dregur Brexit-frumvarp til baka samþykki þingið ekki tímaáætlun Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2019 14:49 Boris Johnson hefur hótað því að boða til þingkosninga í landinu. AP Ríkisstjórn Bretlands mun draga Brexit-frumvarp sitt til baka fari svo að þingið samþykki ekki þriggja daga tímaáætlun stjórnarinnar um að koma frumvarpinu um útgöngu úr ESB í gegnum þingið. Boris Johnson forsætisráðherra greindi þingheimi frá því í dag að ef þingmenn myndu hafna áætlun stjórnarinnar og ESB myndi samþykkja frestun á útgöngu, fram yfir 31. október, myndi hann þrýsta á um að boðað verði til nýrra þingkosninga í landinu. Johnson sagði að þingið hafi að eigin rammleik komið sér í „sjálfheldu“ og að hann myndi á engan hátt samþykkja fleiri mánuði af þeirri stöðu sem upp er komin.BBC segir frá því að stjórnarandstæðingar á breska þinginu hafi lýst hótunum Johnson sem „barnalegum kúgunartilburðum“. Frumvarp stjórnar Johnson um útgöngu var kynnt í gærkvöldi og er það nú til umræðu í breska þinginu. Var það kynnt í kjölfar samkomulags bresku stjórnarinnar og ESB um nýjan útgöngusáttmála. Kosið verður um tímaáætlunina í breska þinginu klukkan 18 að íslenskum tíma í dag. Johnson hefur ítrekað sagt að hann muni tryggja að Bretland gangi úr ESB þann 31. október, með eða án samnings. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir að hann muni greiða atkvæði gegn tímaáætlun stjórnarinnar. Sagði hún áætlunina fela í sér misnotkun á þinginu og virðingarlausa tilraun til að komast hjá umræðu og ábyrgð. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Atkvæði greidd um nýja samninginn Boris Johnson vill láta reyna á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu. 21. október 2019 07:06 Segir Boris hafa svarað efasemdamönnum Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segist vera sannfærður um að útganga Breta úr Evrópusambandinu verði að veruleika þann 31. október. 20. október 2019 10:01 Þingið greiðir ekki atkvæði aftur um Brexit-samning Johnson Forseti þingsins telur tillögu sem Johnson vildu greiða atkvæða um efnislega þá sömu og þingmenn tóku afstöðu til um helgina. 21. október 2019 15:40 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands mun draga Brexit-frumvarp sitt til baka fari svo að þingið samþykki ekki þriggja daga tímaáætlun stjórnarinnar um að koma frumvarpinu um útgöngu úr ESB í gegnum þingið. Boris Johnson forsætisráðherra greindi þingheimi frá því í dag að ef þingmenn myndu hafna áætlun stjórnarinnar og ESB myndi samþykkja frestun á útgöngu, fram yfir 31. október, myndi hann þrýsta á um að boðað verði til nýrra þingkosninga í landinu. Johnson sagði að þingið hafi að eigin rammleik komið sér í „sjálfheldu“ og að hann myndi á engan hátt samþykkja fleiri mánuði af þeirri stöðu sem upp er komin.BBC segir frá því að stjórnarandstæðingar á breska þinginu hafi lýst hótunum Johnson sem „barnalegum kúgunartilburðum“. Frumvarp stjórnar Johnson um útgöngu var kynnt í gærkvöldi og er það nú til umræðu í breska þinginu. Var það kynnt í kjölfar samkomulags bresku stjórnarinnar og ESB um nýjan útgöngusáttmála. Kosið verður um tímaáætlunina í breska þinginu klukkan 18 að íslenskum tíma í dag. Johnson hefur ítrekað sagt að hann muni tryggja að Bretland gangi úr ESB þann 31. október, með eða án samnings. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir að hann muni greiða atkvæði gegn tímaáætlun stjórnarinnar. Sagði hún áætlunina fela í sér misnotkun á þinginu og virðingarlausa tilraun til að komast hjá umræðu og ábyrgð.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Atkvæði greidd um nýja samninginn Boris Johnson vill láta reyna á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu. 21. október 2019 07:06 Segir Boris hafa svarað efasemdamönnum Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segist vera sannfærður um að útganga Breta úr Evrópusambandinu verði að veruleika þann 31. október. 20. október 2019 10:01 Þingið greiðir ekki atkvæði aftur um Brexit-samning Johnson Forseti þingsins telur tillögu sem Johnson vildu greiða atkvæða um efnislega þá sömu og þingmenn tóku afstöðu til um helgina. 21. október 2019 15:40 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Atkvæði greidd um nýja samninginn Boris Johnson vill láta reyna á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu. 21. október 2019 07:06
Segir Boris hafa svarað efasemdamönnum Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segist vera sannfærður um að útganga Breta úr Evrópusambandinu verði að veruleika þann 31. október. 20. október 2019 10:01
Þingið greiðir ekki atkvæði aftur um Brexit-samning Johnson Forseti þingsins telur tillögu sem Johnson vildu greiða atkvæða um efnislega þá sömu og þingmenn tóku afstöðu til um helgina. 21. október 2019 15:40