Mynd með töflu yfir lokastöðuna í kjörinu hefur farið á flug um netið og samkvæmt henni hafði Lionel Messi betur í baráttunni við Liverpool mennina Virgil van Dijk og Mohamed Salah.
Messi verður með þessu sá fyrsti í sögunni sem vinnur sex Gullknetti en hann og Cristiano Ronaldo voru jafnir með fimm hvor.
Mohamed Salah endar ofar en Cristiano Ronaldo í kjörinu fyrir árið 2019.
Saiu um leak da suposta votação do Ballon d'Or, que atribui o prémio a Lionel Messi por larga vantagem.
Os resultados são conhecidos esta segunda-feira. pic.twitter.com/Hk0chu86Xx
— Universo do Desporto (@U_Desporto) December 2, 2019
Messi fékk 446 stig en Virgil van Dijk var annar með 382 stig. Þeir eru algjörir yfirburðamenn en Messi fékk 64 stigum meira en hollenski landsliðsmiðvörðurinn í liði Liverpool.
Salah er þriðji með 179 stig en Ronaldo er 46 stigum neðar í fjórða sætinu. Þetta er í fyrsta sinn í níu ár þar sem Ronaldo er ekki í fyrsta eða öðru sæti í kjörinu.
Liverpool mennirnir Sadio Mane og Alisson Becker eru síðan í fimmta og sjötta sætið sem þýðir að Liverpool á fjóra menn í sex efstu sætunum.
Síðustu mennirnir inn á topp tíu listann eru síðan Kylian Mbappe, Frenkie de Jong, Matthijs de Ligt og Eden Hazard.