Sá sem situr í stól Klopp í kvöld er með hæstu þjálfaragráðu UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 13:00 Neil Critchley hefur unnið fyrir Liverpool í sex ár. Getty/Nick Taylor Það verður enginn Jürgen Klopp á hliðarlínu Liverpool í kvöld þegar liðið mætir Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins. Þetta verður fyrsti leikur aðalliðs Liverpool í fimmtíu mánuði þar sem einhver annar en Klopp stýrir liðinu. Jürgen Klopp tók við Liverpool í október 2015 og hefur stjórnað öllum leikjum aðalliðsins á þeim fjórum árum og tveimur mánuðum sem hann hefur starfað sem knattspyrnustjóri félagsins. Klopp er hins vegar staddur í allt annarri heimsálfu í kvöld því hann er með aðalliðið í Katar þar sem Liverpool liðið mætir Monterrey frá Mexíkó í undanúrslitum heimsmeistarakeppni félagsliða. Neil Critchley will throw Anfield’s kids into the most daunting test of their lives with a message from Jurgen Klopp: Play in the Liverpool way. “They need tough challenges and the team that takes to the pitch will take so much from the experience.”https://t.co/j5aVvbavsc— Anfield Watch (@AnfieldWatch) December 16, 2019 Maðurinn sem situr í „stól“ Klopp á Villa Park heitir Neil Critchley og er 41 árs gamall Englendingur sem er þjálfari 23 ára liðs félagsins. Knattspyrnuferill Neil Critchley var ekki upp á marga fiska en hann spilaði einn leik fyrir Crewe Alexandra tímabilið 1999-2000 og þrjá leiki fyrir utandeildarliðið Leigh RMI tímabilið á eftir. Eini byrjunarliðsleikurinn kom í bikarleik með Leigh. Neil Critchley skipti yfir í þjálfun og snéri til baka til Crewe og varð þar yfirmaður knattspyrnumála árið 2007. Hann er einn af sextán þjálfurum í Englandi sem hafa klárað hæstu þjálfaragráðunum hjá UEFA. Critchley kom til Liverpool árið 2013 og tók fyrst við átján ára liði félagsins sem hann þjálfaði í fjögur ár. Neil Critchley varð síðan þjálfari 23 ára liðsins árið 2017. Nú kemur stóra tækifærið og hann fær á sig sviðsljósið í kvöld. "One game like this is worth a million training sessions." Neil Critchley is one of the most qualified coaches in Europe. Tomorrow, the LFC U23 boss is the LFC senior manager for the day. https://t.co/kHIkDjyW5l— Chris Bascombe (@_ChrisBascombe) December 16, 2019 „Þetta er stórt tækifæri fyrir okkur alla, mig meðtalinn. Ég er mjög stoltur yfir því að fá að stýra liðinu en ég þarf líka að fá stolt frá mínum leikmönnum að sýna hvað í þeim býr,“ sagði Neil Critchley á blaðamannafundi fyrir leikinn. Jürgen Klopp sjálfur tók samt ekki ákvörðunina um hver myndi stýra Liverpool liðinu í kvöld. „Það voru augljóslega einhverjir háttsettari en ég sem tóku þá ákvörðun. Félagið þurfti að taka ákvörðun og þeir komust að þessari niðurstöðu. þetta er einstakar kringumstæður og ég held að þetta hafi ekki gerst áður,“ sagði Jürgen Klopp. Forráðamenn Liverpool hafa ekki aðeins mikla trú á Neil Critchley því enska sambandið valdi hann sérstaklega til að vera einn fyrstu Englendingum til að taka hæsta þjálfaraprófið hjá UEFA. Leikur Aston Villa og Liverpool hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. With Liverpool fielding two different playing squads in the League Cup and Club World Cup in the space of 24 hours, the club’s stand-in manager Neil Critchley said that the young side he will field to face Aston Villa will be well-prepared pic.twitter.com/6neGkmOz4S— Reuters (@Reuters) December 16, 2019 Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Það verður enginn Jürgen Klopp á hliðarlínu Liverpool í kvöld þegar liðið mætir Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins. Þetta verður fyrsti leikur aðalliðs Liverpool í fimmtíu mánuði þar sem einhver annar en Klopp stýrir liðinu. Jürgen Klopp tók við Liverpool í október 2015 og hefur stjórnað öllum leikjum aðalliðsins á þeim fjórum árum og tveimur mánuðum sem hann hefur starfað sem knattspyrnustjóri félagsins. Klopp er hins vegar staddur í allt annarri heimsálfu í kvöld því hann er með aðalliðið í Katar þar sem Liverpool liðið mætir Monterrey frá Mexíkó í undanúrslitum heimsmeistarakeppni félagsliða. Neil Critchley will throw Anfield’s kids into the most daunting test of their lives with a message from Jurgen Klopp: Play in the Liverpool way. “They need tough challenges and the team that takes to the pitch will take so much from the experience.”https://t.co/j5aVvbavsc— Anfield Watch (@AnfieldWatch) December 16, 2019 Maðurinn sem situr í „stól“ Klopp á Villa Park heitir Neil Critchley og er 41 árs gamall Englendingur sem er þjálfari 23 ára liðs félagsins. Knattspyrnuferill Neil Critchley var ekki upp á marga fiska en hann spilaði einn leik fyrir Crewe Alexandra tímabilið 1999-2000 og þrjá leiki fyrir utandeildarliðið Leigh RMI tímabilið á eftir. Eini byrjunarliðsleikurinn kom í bikarleik með Leigh. Neil Critchley skipti yfir í þjálfun og snéri til baka til Crewe og varð þar yfirmaður knattspyrnumála árið 2007. Hann er einn af sextán þjálfurum í Englandi sem hafa klárað hæstu þjálfaragráðunum hjá UEFA. Critchley kom til Liverpool árið 2013 og tók fyrst við átján ára liði félagsins sem hann þjálfaði í fjögur ár. Neil Critchley varð síðan þjálfari 23 ára liðsins árið 2017. Nú kemur stóra tækifærið og hann fær á sig sviðsljósið í kvöld. "One game like this is worth a million training sessions." Neil Critchley is one of the most qualified coaches in Europe. Tomorrow, the LFC U23 boss is the LFC senior manager for the day. https://t.co/kHIkDjyW5l— Chris Bascombe (@_ChrisBascombe) December 16, 2019 „Þetta er stórt tækifæri fyrir okkur alla, mig meðtalinn. Ég er mjög stoltur yfir því að fá að stýra liðinu en ég þarf líka að fá stolt frá mínum leikmönnum að sýna hvað í þeim býr,“ sagði Neil Critchley á blaðamannafundi fyrir leikinn. Jürgen Klopp sjálfur tók samt ekki ákvörðunina um hver myndi stýra Liverpool liðinu í kvöld. „Það voru augljóslega einhverjir háttsettari en ég sem tóku þá ákvörðun. Félagið þurfti að taka ákvörðun og þeir komust að þessari niðurstöðu. þetta er einstakar kringumstæður og ég held að þetta hafi ekki gerst áður,“ sagði Jürgen Klopp. Forráðamenn Liverpool hafa ekki aðeins mikla trú á Neil Critchley því enska sambandið valdi hann sérstaklega til að vera einn fyrstu Englendingum til að taka hæsta þjálfaraprófið hjá UEFA. Leikur Aston Villa og Liverpool hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. With Liverpool fielding two different playing squads in the League Cup and Club World Cup in the space of 24 hours, the club’s stand-in manager Neil Critchley said that the young side he will field to face Aston Villa will be well-prepared pic.twitter.com/6neGkmOz4S— Reuters (@Reuters) December 16, 2019
Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira