Krakkaliðið sem Liverpool mun væntanlega stilla upp á móti Aston Villa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 10:30 Harvey Elliott verður væntanlega yngsti leikmaður byrjunarliðs Liverpool á móti Aston Villa en kannski sá frægasti. Getty/ Andrew Powell Bestu leikmenn Liverpool eru komnir til Katar en eftir standa ungir og óreyndir strákar sem þurfa að halda upp heiðri félagsins annað kvöld. Blaðamaður frá Liverpool sem þekkir liðið vel hefur stillt upp mögulegu byrjunarliði Liverpool í átta liða úrslitum enska deildabikarsins á móti Aston Villa og það er athyglisvert svo ekki sé meira sagt. Aðallið Liverpool er á leið til Katar þar sem liðið spilar í undanúrslitum heimsmeistarakeppni félagsliða á miðvikudagskvöldið. Leikurinn á móti Aston Villa fer fram á Villa Park á þriðjudagskvöldið. Leikurinn hefst klukkan 19.40 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Liverpoool verður ekki aðeins án sinna tuttugu bestu manna í leiknum heldur eru tveir af þeim efnilegustu að glíma við meiðsli en það eru þeir Adam Lewis og Rhian Brewster. One 16-year-old Three 17-year-olds Three 18-year-olds The oldest player is 22 Liverpool's line-up for the Carabao Cup is now clear - and it'll be a miracle if they win #LFChttps://t.co/ZJ4geOgPvR— GiveMeSport Football (@GMS__Football) December 15, 2019 Líklegt byrjunarlið Liverpool á móti Aston Villa: Markvörður | Caoimhin Kelleher | 21 árs Hægri bakvörður | Ki-Jana Hoever | 17 ára Miðvörður | Sepp van den Berg | 17 ára Miðvörður | Morgan Boyes | 18 ára Vinstri bakvörður | Yasser Larouci | 18 ára Miðjumaður | Pedro Chirivella | 22 ára Miðjumaður | Herbie Kane | 21 árs Miðjumaður | Isaac Christie-Davies | 22 ára Hægri kantur| Harvey Elliott | 16 ára Vinstri kantur | Luis Longstaff | 18 ára Framherji | Layton Stewart | 17 ára Það er síðan búist við því að Billy Koumetio, Tony Gallacher, Leighton Clarkson, Elijah Dixon-Bonner, Jake Cain, Fidel O’Rourke og Jack Bearne verði einnig í leikmannahópnum. Neil Critchley mun stýra liðinu en hann er þjálfari 23 ára liðs Liverpool og þekkir því þessa ungu menn mjög vel. Aston Villa hefur kannski aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum en liðið fær gullið tækifæri til að komast í undanúrslitin á móti svona ungu og reynslulitlu Liverpool liði. Það verður áhugavert hvernig muni ganga hjá þessu krakkaliði Liverpool og auðvitað hálfgert kraftaverk ef þeir kæmust áfram. Reynsla þeirra að spila svona leik verður aftur á móti seint metin til fulls. Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Sjá meira
Bestu leikmenn Liverpool eru komnir til Katar en eftir standa ungir og óreyndir strákar sem þurfa að halda upp heiðri félagsins annað kvöld. Blaðamaður frá Liverpool sem þekkir liðið vel hefur stillt upp mögulegu byrjunarliði Liverpool í átta liða úrslitum enska deildabikarsins á móti Aston Villa og það er athyglisvert svo ekki sé meira sagt. Aðallið Liverpool er á leið til Katar þar sem liðið spilar í undanúrslitum heimsmeistarakeppni félagsliða á miðvikudagskvöldið. Leikurinn á móti Aston Villa fer fram á Villa Park á þriðjudagskvöldið. Leikurinn hefst klukkan 19.40 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Liverpoool verður ekki aðeins án sinna tuttugu bestu manna í leiknum heldur eru tveir af þeim efnilegustu að glíma við meiðsli en það eru þeir Adam Lewis og Rhian Brewster. One 16-year-old Three 17-year-olds Three 18-year-olds The oldest player is 22 Liverpool's line-up for the Carabao Cup is now clear - and it'll be a miracle if they win #LFChttps://t.co/ZJ4geOgPvR— GiveMeSport Football (@GMS__Football) December 15, 2019 Líklegt byrjunarlið Liverpool á móti Aston Villa: Markvörður | Caoimhin Kelleher | 21 árs Hægri bakvörður | Ki-Jana Hoever | 17 ára Miðvörður | Sepp van den Berg | 17 ára Miðvörður | Morgan Boyes | 18 ára Vinstri bakvörður | Yasser Larouci | 18 ára Miðjumaður | Pedro Chirivella | 22 ára Miðjumaður | Herbie Kane | 21 árs Miðjumaður | Isaac Christie-Davies | 22 ára Hægri kantur| Harvey Elliott | 16 ára Vinstri kantur | Luis Longstaff | 18 ára Framherji | Layton Stewart | 17 ára Það er síðan búist við því að Billy Koumetio, Tony Gallacher, Leighton Clarkson, Elijah Dixon-Bonner, Jake Cain, Fidel O’Rourke og Jack Bearne verði einnig í leikmannahópnum. Neil Critchley mun stýra liðinu en hann er þjálfari 23 ára liðs Liverpool og þekkir því þessa ungu menn mjög vel. Aston Villa hefur kannski aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum en liðið fær gullið tækifæri til að komast í undanúrslitin á móti svona ungu og reynslulitlu Liverpool liði. Það verður áhugavert hvernig muni ganga hjá þessu krakkaliði Liverpool og auðvitað hálfgert kraftaverk ef þeir kæmust áfram. Reynsla þeirra að spila svona leik verður aftur á móti seint metin til fulls.
Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Sjá meira