Fótbolti

Manchester United fer til Belgíu í Evrópudeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chelsea vann Evrópudeildina í fyrra og hér fagna leikmenn liðsins með bikarinn.  Fremstur fer fyrirliðinn Cesar Azpilicueta,
Chelsea vann Evrópudeildina í fyrra og hér fagna leikmenn liðsins með bikarinn. Fremstur fer fyrirliðinn Cesar Azpilicueta, Getty/ Resul Rehimov

Manchester United dróst á móti belgíska félaginu Club Brugge þegar dregið var í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag.

Þrjú ensk félög og tvö Íslendingalið voru í pottinum í dag.

Arsenal lenti á móti gríska félaginu Olympiacos en Úlfarnir spila við spænsa félagið Espanyol.

Íslendingaliðið Malmö (Arnór Ingvi Traustason) drógst á móti þýska liðinu Wolfsburg en Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar spila við LASK frá Austurríki.

Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers spila við portúgalska félagið Braga en nágrannar þeirra í Celtic lentu á móti FC Kaupmannahöfn.

Klippa: Dregið í 32 liða úrslit Evrópudeildar





Hér fyrir neðan má sjá alla leikina sextán í 32 liða úrslitunum.

Leikirnir í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar:

Wolves (England) - Espanyol (Spánn)

Sporting CP (Portúgal) - İstanbul Başakşehir (Tyrkland)

Getafe (Spánn) - Ajax (Holland)

Bayer Leverkusen (Þýskaland) - Porto (Portúgal)

FC Kaupmannahöfn (Danmörk) - Celtic (Skotland)

APOEL (Kýpur) - Basel (Sviss)

CFR Cluj (Rúmenía) - Sevilla (Spánn)

Olympiacos (Grikkland) - Arsenal (England)

AZ Alkmaar (Holland) - LASK (Asusturríki)

Club Brugge (Belgía) - Manchester United (England)

Ludogorets (Búlgaría) - Internazionale Milano (Ítalía)

Eintracht Frankfurt (Þýskaland) - Raed Bull Salzburg (Austurríki)

Shakhtar Donetsk (Úkraína) - Benfica (Portúgal)

Wolfsburg (Þýskaland) - Malmö (Svíþjóð)

Roma (Ítalía) - Gent (Belgía)

Rangers (Skotland) - Braga (Portúgal)

Klippa: Bestu tilþrif liðanna sem komust í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×