Umfjöllun og viðtöl: HK 26-34 ÍR | HK tókst ekki að fylgja eftir fyrsta sigrinum Sæbjörn Steinke skrifar 14. desember 2019 19:00 Sturla Ásgeirsson, hornamaður ÍR. vísir/bára HK fékk í dag ÍR-inga í heimsókn í Kórinn. Leikurinn var liður í 14. umferð Olís-deildar karla. ÍR sigraði leikinn örugglega með átta marka mun þar sem Hafþór Már Vignisson og Kristján Orri Jóhannsson voru atkvæðamestir í sókninni. Í markinu varði Sigurður Ingiberg Ólafsson nítján skot, 42% markvarsla. Fyrir umferðina var HK með tvö stig í botnsæti deildarinnar, stigin komu í síðustu umferð gegn Fjölni. HK þurfti því nauðsynlega á frekari stigum að halda í fallbarátunni. ÍR var í 6. sætinu með sextán stig. Leikurinn fór skemmtilega af stað og nóg var skorað af mörkum. Í stöðunni 6-5 fyrir heimamenn kom áhlaup frá ÍR, þrjú mörk skoruð í röð á tveggja mínútna kafla og Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, greip á það ráð að taka leikhlé. Munurinn hélst í 2-3 mörkum næstu mínúturnar en í stöðunni 7-9 fyrir ÍR skoruðu gestirnir sex mörk í röð og breyttu stöðunni í 7-15. HK tókst að minnka muninn niður í fimm mörk fyrir hálfleik. Heimamenn komu vel inn í seinni hálfleikinn og tókst í tvígang að minnka muninn í tvö mörk. Í seinna skiptið, á 40. mínútu, hófst, því miður fyrir HK, annar kafli þar sem ÍR skoraði næstu fimm mörk. Staðan 17-24 og um þrettán mínútur eftir af leiknum. Skemmst er frá því að segja að ÍR missti forystuna aldrei í minna en fimm mörk það sem eftir lifði leiks og endaði leikurinn með átta marka sigri gestanna.Af hverju vann ÍR?ÍR var heilt yfir sterkara liðið í dag. Hraðinn hjá gestunum var meiri og liðið skoraði fullt af auðveldum mörkum þar sem keyrt var í bakið á heimamönnum. Siggi var frábær í markinu og varði þýðingamikil skot þegar HK ætlaði að saxa á forystu gestanna. Hafþór Már var flottur í sókninni hjá ÍR og Kristján Orri snöggur upp völlinn í hraðaupphlaupunum. HK vantaði að ná oftar að stilla vel upp í vörninni og ná fleiri aukaköstum til að draga úr hraða ÍR-liðsins. Margir tapaðir boltar og eilítil óheppni í fráköstum kostaði líka nokkur hraðaupphlaup í bakið.Hverjir stóðu upp úr?Hafþór Már var besti maður vallarins, hann skoraði átta mörk úr ellefu skotum. Kristján Orri var markahæstur með níu mörk, þar af tvö úr ansi þröngum færum. Hafþór fær titilinn maður leiksins þar sem hann stýrði á köflum sóknarleiknum úr hægri skyttunni og gekk það vel. Bergvin Þór Gíslason var duglegur að mæta með í seinni bylgjuna en hann lék að lang mestu leyti einungis í vörninni hjá ÍR. Sigurður Ingiberg varði vel í markinu og góður gangur heilt yfir ÍR-megin. Hjá HK var Kristófer Dagur Sigurðsson öflugur með sex mörk úr átta skotum.Hvað gekk illa?Hjá ÍR voru tveir kaflar ekkert sérstakir en kostuðu þó ekki mikið í kvöld. Tilfinningin var sú að slæmu kaflarnir komu á heppilegum tímapunktum því liðið gat gírað sig aftur í gang og hert tökin á leiknum enn frekar. Hjá heimamönnum í HK gekk illa að koma boltanum framhjá Sigurði í markinu. Einnig fóru skot í tréverkið og framhjá og kostuðu oft á tíðum hraðaupphlaup í bakið. HK hefði þurft að vera sneggra til baka sem heild í dag til að gera leikinn jafnari.Hvað gerist næst? Framundan er eins- og hálfs mánaðar jóla- og landsleikjahlé. Næstu leikir liðanna eru ekki fyrr en seint í janúar. ÍR mætir KA á heimavelli þann 29. janúar og HK fær Selfoss í heimsókn degi seinna.Elías Már: Nóg eftirElías Márvísir/báraElías Már Halldórsson, þjálfari HK, var í viðtali við Vísi eftir tapið í dag. Hver voru fyrstu viðbrögð Elíasar að leik loknum? „Ég er auðvitað fúll með að fá á okkur 34 mörk. Mér fannst við koma hrikalega vanstilltir inn í leikinn. Mögulega er það eitthvað í undirbúningi okkar, mér fannst við koma skringilega gíraðir inn í leikinn og það var tíu mínútna kafli í fyrri hálfleikur sem drepur okkur. Við náum að gera þetta að leik en þá kemur aftur stífla og því miður er ÍR það gott lið að tveir jafn slæmir kaflar í leik á móti þeim er of mikið.“ Elías var spurður út í hvað gerðist þegar HK náði að minnka muninn í seinni hálfleiknum en missti svo ÍR aftur frá sér. Elías segir það sama hafa gerst í báðum hálfleikjunum, hans menn þorðu ekki að sækja og of mörg klaufamistök voru gerð. Þá hafi liðið brennt af góðum færum á meðan ÍR hafi skorað úr öllum sínum færum, 26 mörk skoruð eigi að duga – varnarleikur hans manna fór með þetta í dag. Elías Már vað lokum spurður út í landsleikjahléið sem framundan. Hvað er það sem hann vill fá út úr hléinu? „Nú þurfum við að safna orku og fá inn stráka sem hafa verið frá vegna meiðsla. Við þurfum að fá þá heila inn. Við þurfum að æfa vel og bæta okkur, mæta klárir í seinni hlutann. Það er nóg eftir,“ sagði Elías Már að lokum.Bjarni Fritz: Þekki það að vilja komast strax í frí„Ég er mjög sáttur við spilamennskuna á löngum köflum í þessum leik og virkilega ánægður með að hafa komið hingað og unnið þennan sigur,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir sigurinn. „Siggi var heilt yfir mjög góður í markinu og eftir bras í byrjun náum við að skrúfa fyrir okkar feila og náum á sama tíma að refsa þeim fyrir þeirra,“ sagði Bjarni aðspurður hvað hefði skipt sköpum í dag Bjarni var spurður út í hraðan bolta sinna manna. Bjarni segir ekkert leyndarmál að honum finnist gaman að spila hraðan bolta, hann sé með lið fyrir það. Hann vilji þó að sitt lið láti boltann ganga og taki fáar áhættur. Hann vill að sitt lið pressi andstæðingana hratt og ef ekkert færi er í boði þá eigi að stilla upp í hefðbundna sókn. Hann nefndi leikinn gegn Selfyssingum í síðustu umferð og sagði sóknarleikinn í dag hafa verið mun betri en í síðustu umferð. Bjarni var að lokum spurður út í hléið sem framundan er, hvað vill hann fá út úr hléinu? „Mótið spilast mikið í fyrstu leikjunum eftir pásuna. Við tökum smá frí strax, það er stutt síðan ég var leikmaður að ég veit að maður vill komast strax í frí á þessum tímapunkti. Við neglum svo á þetta eftir okkar frí. Við vitum að það eru nokkur atriði sem þarf að skerpa á og við munum reyna að leggja áherslu á þau í hléinu. Það er líka mikilvægt að vera í góðu standi þegar tímabilið byrjar aftur í janúar og því má ekki gleyma að halda mönnum í leikformi,“ sagði Bjarni að lokum. Olís-deild karla
HK fékk í dag ÍR-inga í heimsókn í Kórinn. Leikurinn var liður í 14. umferð Olís-deildar karla. ÍR sigraði leikinn örugglega með átta marka mun þar sem Hafþór Már Vignisson og Kristján Orri Jóhannsson voru atkvæðamestir í sókninni. Í markinu varði Sigurður Ingiberg Ólafsson nítján skot, 42% markvarsla. Fyrir umferðina var HK með tvö stig í botnsæti deildarinnar, stigin komu í síðustu umferð gegn Fjölni. HK þurfti því nauðsynlega á frekari stigum að halda í fallbarátunni. ÍR var í 6. sætinu með sextán stig. Leikurinn fór skemmtilega af stað og nóg var skorað af mörkum. Í stöðunni 6-5 fyrir heimamenn kom áhlaup frá ÍR, þrjú mörk skoruð í röð á tveggja mínútna kafla og Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, greip á það ráð að taka leikhlé. Munurinn hélst í 2-3 mörkum næstu mínúturnar en í stöðunni 7-9 fyrir ÍR skoruðu gestirnir sex mörk í röð og breyttu stöðunni í 7-15. HK tókst að minnka muninn niður í fimm mörk fyrir hálfleik. Heimamenn komu vel inn í seinni hálfleikinn og tókst í tvígang að minnka muninn í tvö mörk. Í seinna skiptið, á 40. mínútu, hófst, því miður fyrir HK, annar kafli þar sem ÍR skoraði næstu fimm mörk. Staðan 17-24 og um þrettán mínútur eftir af leiknum. Skemmst er frá því að segja að ÍR missti forystuna aldrei í minna en fimm mörk það sem eftir lifði leiks og endaði leikurinn með átta marka sigri gestanna.Af hverju vann ÍR?ÍR var heilt yfir sterkara liðið í dag. Hraðinn hjá gestunum var meiri og liðið skoraði fullt af auðveldum mörkum þar sem keyrt var í bakið á heimamönnum. Siggi var frábær í markinu og varði þýðingamikil skot þegar HK ætlaði að saxa á forystu gestanna. Hafþór Már var flottur í sókninni hjá ÍR og Kristján Orri snöggur upp völlinn í hraðaupphlaupunum. HK vantaði að ná oftar að stilla vel upp í vörninni og ná fleiri aukaköstum til að draga úr hraða ÍR-liðsins. Margir tapaðir boltar og eilítil óheppni í fráköstum kostaði líka nokkur hraðaupphlaup í bakið.Hverjir stóðu upp úr?Hafþór Már var besti maður vallarins, hann skoraði átta mörk úr ellefu skotum. Kristján Orri var markahæstur með níu mörk, þar af tvö úr ansi þröngum færum. Hafþór fær titilinn maður leiksins þar sem hann stýrði á köflum sóknarleiknum úr hægri skyttunni og gekk það vel. Bergvin Þór Gíslason var duglegur að mæta með í seinni bylgjuna en hann lék að lang mestu leyti einungis í vörninni hjá ÍR. Sigurður Ingiberg varði vel í markinu og góður gangur heilt yfir ÍR-megin. Hjá HK var Kristófer Dagur Sigurðsson öflugur með sex mörk úr átta skotum.Hvað gekk illa?Hjá ÍR voru tveir kaflar ekkert sérstakir en kostuðu þó ekki mikið í kvöld. Tilfinningin var sú að slæmu kaflarnir komu á heppilegum tímapunktum því liðið gat gírað sig aftur í gang og hert tökin á leiknum enn frekar. Hjá heimamönnum í HK gekk illa að koma boltanum framhjá Sigurði í markinu. Einnig fóru skot í tréverkið og framhjá og kostuðu oft á tíðum hraðaupphlaup í bakið. HK hefði þurft að vera sneggra til baka sem heild í dag til að gera leikinn jafnari.Hvað gerist næst? Framundan er eins- og hálfs mánaðar jóla- og landsleikjahlé. Næstu leikir liðanna eru ekki fyrr en seint í janúar. ÍR mætir KA á heimavelli þann 29. janúar og HK fær Selfoss í heimsókn degi seinna.Elías Már: Nóg eftirElías Márvísir/báraElías Már Halldórsson, þjálfari HK, var í viðtali við Vísi eftir tapið í dag. Hver voru fyrstu viðbrögð Elíasar að leik loknum? „Ég er auðvitað fúll með að fá á okkur 34 mörk. Mér fannst við koma hrikalega vanstilltir inn í leikinn. Mögulega er það eitthvað í undirbúningi okkar, mér fannst við koma skringilega gíraðir inn í leikinn og það var tíu mínútna kafli í fyrri hálfleikur sem drepur okkur. Við náum að gera þetta að leik en þá kemur aftur stífla og því miður er ÍR það gott lið að tveir jafn slæmir kaflar í leik á móti þeim er of mikið.“ Elías var spurður út í hvað gerðist þegar HK náði að minnka muninn í seinni hálfleiknum en missti svo ÍR aftur frá sér. Elías segir það sama hafa gerst í báðum hálfleikjunum, hans menn þorðu ekki að sækja og of mörg klaufamistök voru gerð. Þá hafi liðið brennt af góðum færum á meðan ÍR hafi skorað úr öllum sínum færum, 26 mörk skoruð eigi að duga – varnarleikur hans manna fór með þetta í dag. Elías Már vað lokum spurður út í landsleikjahléið sem framundan. Hvað er það sem hann vill fá út úr hléinu? „Nú þurfum við að safna orku og fá inn stráka sem hafa verið frá vegna meiðsla. Við þurfum að fá þá heila inn. Við þurfum að æfa vel og bæta okkur, mæta klárir í seinni hlutann. Það er nóg eftir,“ sagði Elías Már að lokum.Bjarni Fritz: Þekki það að vilja komast strax í frí„Ég er mjög sáttur við spilamennskuna á löngum köflum í þessum leik og virkilega ánægður með að hafa komið hingað og unnið þennan sigur,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir sigurinn. „Siggi var heilt yfir mjög góður í markinu og eftir bras í byrjun náum við að skrúfa fyrir okkar feila og náum á sama tíma að refsa þeim fyrir þeirra,“ sagði Bjarni aðspurður hvað hefði skipt sköpum í dag Bjarni var spurður út í hraðan bolta sinna manna. Bjarni segir ekkert leyndarmál að honum finnist gaman að spila hraðan bolta, hann sé með lið fyrir það. Hann vilji þó að sitt lið láti boltann ganga og taki fáar áhættur. Hann vill að sitt lið pressi andstæðingana hratt og ef ekkert færi er í boði þá eigi að stilla upp í hefðbundna sókn. Hann nefndi leikinn gegn Selfyssingum í síðustu umferð og sagði sóknarleikinn í dag hafa verið mun betri en í síðustu umferð. Bjarni var að lokum spurður út í hléið sem framundan er, hvað vill hann fá út úr hléinu? „Mótið spilast mikið í fyrstu leikjunum eftir pásuna. Við tökum smá frí strax, það er stutt síðan ég var leikmaður að ég veit að maður vill komast strax í frí á þessum tímapunkti. Við neglum svo á þetta eftir okkar frí. Við vitum að það eru nokkur atriði sem þarf að skerpa á og við munum reyna að leggja áherslu á þau í hléinu. Það er líka mikilvægt að vera í góðu standi þegar tímabilið byrjar aftur í janúar og því má ekki gleyma að halda mönnum í leikformi,“ sagði Bjarni að lokum.