Aðeins tveir núverandi leikmenn Manchester United eru í úrvalsliði áratugarins hjá liðinu sem Gary Neville valdi fyrir Sky Sports.
Þetta eru þeir David de Gea og Marcus Rashford sem verða væntanlega í eldlínunni þegar United tekur á móti Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni klukkan 17:30 í dag.
Í úrvalsliði Nevilles er engir leikmenn sem eftirmenn Sir Alex Ferguson keyptu. Skotinn hætti hjá United 2013 og síðan þá hefur liðið ekki verið nálægt því að vinna Englandsmeistaratitilinn.
Wayne Rooney og Robin van Persie eru í framlínunni í úrvalsliði Nevilles. Tveir félaga hans úr '92 árgangnum svokallaða eru í liðinu; Paul Scholes og Ryan Giggs.
Úrvalslið áratugarins hjá United sem Neville valdi má sjá hér fyrir neðan.
That midfield @GNev2 picks his Man Utd Team of the Decade
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 25, 2019