Merkustu fornleifafundir ársins 2018 Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2019 11:00 Fornleifaárið 2018 var viðburðaríkt! Líkt og fyrri ár var talsvert um merka fornleifafundi á nýliðnu ári – fundi sem setja hlutina í nýtt samhengi og kollvarpa ef til vill fyrri hugmyndum um hvernig við höfum litið á mannkynssöguna til þessa. Graphic News, Archaeology og fleiri miðlar hafa tekið saman nokkra af merkustu fornleifafundum ársins 2018. Listinn að neðan er að sjálfsögðu á engan hátt tæmandi en þar má sjá nokkra af merkustu fornleifafundum nýliðins árs.Eldstæðið í Svörtu eyðimörkinni í Jórdaníu.Kaupmannahafnarháskóli.Jórdanía: Fornaldarpítubakstur Leifar af um 14 þúsund ára gömlu brenndu brauði fundust í eldstæði í Svörtu eyðimörkinni í norðausturhluta Jórdaníu á nýliðnu ári. Fornleifafræðingar á vegum Kaupmannahafnaarháskóla fundu leifarnar sem benda til að fólk Natufian-menningarinnar sem þar var uppi hafi bakað brauð, um fjögur þúsund árum fyrir sem kallað hefur verið upphaf landbúnaðar. Brauðið er sagt líkjast pítubrauði og búið til úr mjöli unnið úr villtu korni og hnýði papýrusreyrs.Elsta teikning heims?Suður-Afríka: Elsta teikningin Teiknaðar rendur, sem taldar eru 73 þúsund ára gamlar, fundust á steini í Blombos-hellunum í Suður-Afríku á nýliðnu ári. Rendurnar voru teiknaðar með rauðu okkri og er elsta teikning eftir mannfólk sem vitað er um. Teikningarnar eru um 30 þúsund árum eldri en sú sem áður var talin elst.Steingerði hesturinn í Pompeii.EPAÍtalía: Hestur sem átti að bjarga íbúum Pompeii undan gosinu Steingerðar leifar af hræi hests sem enn er með aktygi fundust í rústum húss utan veggja ítölsku borgarinnar Pompeii á árinu. Pompeii fór í eyði árið 79 eftir Krist eftir að eldgos í fjallinu Vesúvíus lagði borgina í rúst. Hesturinn var með hnakk og söðul og tilbúinn til brottfarar en mögulega átti að nota hann til þess að bjarga íbúum Pompeii sem voru á flótta undan gosinu. Gullhúðaða silfurgríman sem fannst í Egyptalandi.Egyptaland: Leyndarmál múmía afhjúpuð Verkstæði fyrir líksmurningar og grafir frá tímabilinu milli 664 til 404 fyrir Krist fundust nærri Saqqara greftrunarsvæðinu. Svæðið er suður af egypsku höfuðborginni Kaíró. Fundurinn er talinn veita ómetanlegar upplýsingar um líksmurningarferli fyrri tíma. Gullhúðuð silfurgríma fannst ásamt hundruð öðrum munum á staðnum. Gríman er einungis önnur slíkrar tegundar sem fundist hefur.Ódysseifskviða fjallar um heimferð hins gríska Ódysseifs frá Tróju að Trójustríðinu loknu til heimabyggðar sinnar á eynni Íþöku.Grikkland: Elsta ritaða brotið úr Ódysseifskviðu Leirtafla sem fannst nærri rústum Seifshofs í Ólympíu í Grikklandi kann að innihalda elsta ritaða eintak af broti úr Ódysseifskviðu Hómers. Á töflunni er að finna þrettán erindi kviðunnar sem Hómer samdi seint á áttundu öld fyrir Krist. Talið er að leirtaflan sé frá þriðju öld eftir Krist.Skipið er talið um 2.400 ára gamalt.Búlgaría: Elsta óskemmda skipsflak heims Rúmlega 2.400 ára gamalt grískt verslunarskip fannst á botni Svartahafs, undan strönd Búlgaríu, á árinu. Flak skipsins, sem er um 23 metra langt, er nær óskemmt eftir að hafa hvílt í nær súrefnislausu vatni um aldir.Sviss: Dularfull bronshönd Bronshönd með gylltri ermalíningu, talin 3.500 ára gömul, fannst við uppgröft nærri Bielvatni í Sviss. Talið er að um elstu eftirlíkingu úr málmi af hluta mannslíkama sé að ræða sem fundist hafi í Evrópu. Fundurinn þykir mjög óvenjulegur og kann að hafa verið hluti af veldissprota eða heilli styttu.Bronshöndin.Archaeological Service of the Canton of Bern Fornminjar Fréttir ársins 2018 Grikkland Tengdar fréttir Merkustu fornleifafundir nýliðins árs Mikið var um merka fornleifafundi á árinu sem senn er á enda sem sýnir, svo ekki verði um villst, fram á að sífellt sé verið að endurskrifa mannkynssöguna. 20. desember 2017 12:53 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Líkt og fyrri ár var talsvert um merka fornleifafundi á nýliðnu ári – fundi sem setja hlutina í nýtt samhengi og kollvarpa ef til vill fyrri hugmyndum um hvernig við höfum litið á mannkynssöguna til þessa. Graphic News, Archaeology og fleiri miðlar hafa tekið saman nokkra af merkustu fornleifafundum ársins 2018. Listinn að neðan er að sjálfsögðu á engan hátt tæmandi en þar má sjá nokkra af merkustu fornleifafundum nýliðins árs.Eldstæðið í Svörtu eyðimörkinni í Jórdaníu.Kaupmannahafnarháskóli.Jórdanía: Fornaldarpítubakstur Leifar af um 14 þúsund ára gömlu brenndu brauði fundust í eldstæði í Svörtu eyðimörkinni í norðausturhluta Jórdaníu á nýliðnu ári. Fornleifafræðingar á vegum Kaupmannahafnaarháskóla fundu leifarnar sem benda til að fólk Natufian-menningarinnar sem þar var uppi hafi bakað brauð, um fjögur þúsund árum fyrir sem kallað hefur verið upphaf landbúnaðar. Brauðið er sagt líkjast pítubrauði og búið til úr mjöli unnið úr villtu korni og hnýði papýrusreyrs.Elsta teikning heims?Suður-Afríka: Elsta teikningin Teiknaðar rendur, sem taldar eru 73 þúsund ára gamlar, fundust á steini í Blombos-hellunum í Suður-Afríku á nýliðnu ári. Rendurnar voru teiknaðar með rauðu okkri og er elsta teikning eftir mannfólk sem vitað er um. Teikningarnar eru um 30 þúsund árum eldri en sú sem áður var talin elst.Steingerði hesturinn í Pompeii.EPAÍtalía: Hestur sem átti að bjarga íbúum Pompeii undan gosinu Steingerðar leifar af hræi hests sem enn er með aktygi fundust í rústum húss utan veggja ítölsku borgarinnar Pompeii á árinu. Pompeii fór í eyði árið 79 eftir Krist eftir að eldgos í fjallinu Vesúvíus lagði borgina í rúst. Hesturinn var með hnakk og söðul og tilbúinn til brottfarar en mögulega átti að nota hann til þess að bjarga íbúum Pompeii sem voru á flótta undan gosinu. Gullhúðaða silfurgríman sem fannst í Egyptalandi.Egyptaland: Leyndarmál múmía afhjúpuð Verkstæði fyrir líksmurningar og grafir frá tímabilinu milli 664 til 404 fyrir Krist fundust nærri Saqqara greftrunarsvæðinu. Svæðið er suður af egypsku höfuðborginni Kaíró. Fundurinn er talinn veita ómetanlegar upplýsingar um líksmurningarferli fyrri tíma. Gullhúðuð silfurgríma fannst ásamt hundruð öðrum munum á staðnum. Gríman er einungis önnur slíkrar tegundar sem fundist hefur.Ódysseifskviða fjallar um heimferð hins gríska Ódysseifs frá Tróju að Trójustríðinu loknu til heimabyggðar sinnar á eynni Íþöku.Grikkland: Elsta ritaða brotið úr Ódysseifskviðu Leirtafla sem fannst nærri rústum Seifshofs í Ólympíu í Grikklandi kann að innihalda elsta ritaða eintak af broti úr Ódysseifskviðu Hómers. Á töflunni er að finna þrettán erindi kviðunnar sem Hómer samdi seint á áttundu öld fyrir Krist. Talið er að leirtaflan sé frá þriðju öld eftir Krist.Skipið er talið um 2.400 ára gamalt.Búlgaría: Elsta óskemmda skipsflak heims Rúmlega 2.400 ára gamalt grískt verslunarskip fannst á botni Svartahafs, undan strönd Búlgaríu, á árinu. Flak skipsins, sem er um 23 metra langt, er nær óskemmt eftir að hafa hvílt í nær súrefnislausu vatni um aldir.Sviss: Dularfull bronshönd Bronshönd með gylltri ermalíningu, talin 3.500 ára gömul, fannst við uppgröft nærri Bielvatni í Sviss. Talið er að um elstu eftirlíkingu úr málmi af hluta mannslíkama sé að ræða sem fundist hafi í Evrópu. Fundurinn þykir mjög óvenjulegur og kann að hafa verið hluti af veldissprota eða heilli styttu.Bronshöndin.Archaeological Service of the Canton of Bern
Fornminjar Fréttir ársins 2018 Grikkland Tengdar fréttir Merkustu fornleifafundir nýliðins árs Mikið var um merka fornleifafundi á árinu sem senn er á enda sem sýnir, svo ekki verði um villst, fram á að sífellt sé verið að endurskrifa mannkynssöguna. 20. desember 2017 12:53 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Merkustu fornleifafundir nýliðins árs Mikið var um merka fornleifafundi á árinu sem senn er á enda sem sýnir, svo ekki verði um villst, fram á að sífellt sé verið að endurskrifa mannkynssöguna. 20. desember 2017 12:53