Elliott, sem kom frá Fulham til Evrópumeistaranna í síðustu viku, gerði grín að Harry Kane í myndbandinu sem var tekið eftir sigur Liverpool á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Framherjinn ungi, sem er einungis sextán ára gamall, var fljótur til í gær og baðst afsökunar á myndbandinu og sagðist vera mjög sorgmæddur yfir myndbandinu.
Liverpool's new signing Harvey Elliott has apologised for a video in which he appeared to mock Harry Kane.
https://t.co/4ntyTYnSAb#bbcfootballpic.twitter.com/pKuksTXSmX
— BBC Sport (@BBCSport) July 31, 2019
„Ég geri mér grein fyrir því að hegðun mín var óþroskuð vitlaus. Myndbandið var tekið í góðra vina hópi og var ekki ætlað einhverjum sérstökum,“ sagði Elliott og bætti við:
„Ég vil biðjast innilegrar afsökunar ef myndbandið sem gengur nú um netið hefur snert einhvern.“
Elliott er yngsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar er hann kom við sögu hjá Fulham á síðustu leiktíð en hann er nú genginn í raðir þeirra rauðklæddu.