"Er að stökkva út í djúpu laugina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2019 12:00 Arnar hefur verið í leit að þjálfarastarfi síðan hann var látinn fara frá Breiðabliki í upphafi tímabils 2017. vísir/ernir Arnar Grétarsson hefur verið ráðinn þjálfari belgíska B-deildarliðsins Roeselare. Í samtali við Vísi sagði Arnar að aðdragandinn að því að hann var ráðinn hafi verið frekar stuttur. En þegar hjólin fóru að snúast snerust þau hratt. „Þetta kom til því það var aðili sem hringdi í mig og spurði hann mætti henda nafninu mínu inn. Svo fyrir um tíu dögum heyrði ég að þeir væru að tala við einn aðila en það væri ekki öruggt hvort eitthvað yrði úr því og mitt nafn væri enn í umræðunni,“ sagði Arnar. „Á þriðjudaginn fékk ég skilaboð hvort ég hefði áhuga á starfinu. Þá hoppaði ég upp í flugvél í einum grænum og hitti þá. Það var að hrökkva eða stökkva,“ bætti Arnar við en hann skrifaði undir eins árs samning við Roeselare. Hann segir að verkefnið sé krefjandi enda hafi Roeselare verið í vandræðum undanfarin ár, jafnt innan vallar sem utan. Aðeins 14 leikmenn á samningiArnar var áður yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge.vísir/getty„Þetta er félag sem hefur flakkað á milli deilda. Það hefur átt í fjárhagserfiðleikum og skilað tapi. En einhver breyting hefur átt sér stað og nýtt stjórnarteymi er komið inn. Ég þekki einn þeirra frá fyrri tíð og þess vegna er ég þarna. Það er ekkert öðruvísi,“ sagði Arnar. „Maður er að stökkva út í djúpu laugina og þetta er ekki auðvelt verkefni. Í B-deildinni eru 3-4 félög sem sterkari fjárhagslega og með betri mannskap en okkar lið. Það eru bara 14 leikmenn á samningi, nokkrir sem voru með liðinu í fyrra sem eru samningslausir og svo lánsmenn. Þetta er krefjandi staða en verkefnið er spennandi,“ bætti hann við en Roeselare er í eigu Kínverja sem eiga einnig Reading á Englandi og Beijing Renhe í Kína. Arnar þekkir mjög vel til í Belgíu. Hann lék með Lokeren á árunum 2000-06 og var svo yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge. „Ég þekki þann sem mælti með mér í þetta starf og þann sem er að vinna fyrir að eigendurna. Mér fannst þetta spennandi og þeir sem koma að félaginu eru heiðarlegir og flottir. Þetta er stórt tækifæri og það er mitt að nýta það,“ sagði Arnar. Mikil vinna framundanArnar stýrði Breiðabliki í 46 deildarleikjum. Blikar unnu 23 af þessum leikjum, gerðu 13 jafntefli og töpuðu tíu.vísir/ernirHann þjálfaði Breiðablik í Pepsi-deildinni 2015 og 2016 en var látinn fara eftir aðeins tvo deildarleiki 2017. Arnar hefur því bæði reynslu sem þjálfari og yfirmaður knattspyrnumála, starfi sem hann gengdi hjá Club Brugge og AEK Aþenu. Hann segist hafa íhugað báða kostina en þjálfunin hafi togað fastar í hann. „Undir það síðasta var ég opinn fyrir báðu. En það er ekkert langt síðan ég sagði nei við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá APOEL á Kýpur. Mig hefur langað að þjálfa og það hefur alltaf verið markmiðið síðan ég var rekinn frá Blikum. En það kom ekkert nógu áhugavert inn á borðið eða maður beið og vonaðist til að eitthvað annað og betra væri handan við hornið og missti þ.a.l. af starfinu,“ sagði Arnar. Hann er búinn að hitta leikmenn og starfslið Roeselare en tekur ekki formlega við fyrr en á mánudaginn. Á sunnudaginn sækir Roeselare St. Gilloise heim í 1. umferð belgísku B-deildarinnar. David Colpaert stýrir Roeselare í þeim leik. „Núna fer ég til Íslands, fer svo aftur út á sunnudaginn, horfi á leikinn og tek svo við. Ég var á æfingu í dag og í gær en horfði bara á og talaði við strákana. Það er mikil vinna framundan,“ sagði Arnar að endingu. Tveir íslenskir þjálfarar verða í belgísku B-deildinni í vetur en Stefán Gíslason stýrir Lommel. Fótbolti Vistaskipti Tengdar fréttir Arnar tekinn við Roesalare Arnar Grétarsson er kominn með nýtt starf, sem þjálfari Roeselare í Belgíu. 1. ágúst 2019 09:26 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Arnar Grétarsson hefur verið ráðinn þjálfari belgíska B-deildarliðsins Roeselare. Í samtali við Vísi sagði Arnar að aðdragandinn að því að hann var ráðinn hafi verið frekar stuttur. En þegar hjólin fóru að snúast snerust þau hratt. „Þetta kom til því það var aðili sem hringdi í mig og spurði hann mætti henda nafninu mínu inn. Svo fyrir um tíu dögum heyrði ég að þeir væru að tala við einn aðila en það væri ekki öruggt hvort eitthvað yrði úr því og mitt nafn væri enn í umræðunni,“ sagði Arnar. „Á þriðjudaginn fékk ég skilaboð hvort ég hefði áhuga á starfinu. Þá hoppaði ég upp í flugvél í einum grænum og hitti þá. Það var að hrökkva eða stökkva,“ bætti Arnar við en hann skrifaði undir eins árs samning við Roeselare. Hann segir að verkefnið sé krefjandi enda hafi Roeselare verið í vandræðum undanfarin ár, jafnt innan vallar sem utan. Aðeins 14 leikmenn á samningiArnar var áður yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge.vísir/getty„Þetta er félag sem hefur flakkað á milli deilda. Það hefur átt í fjárhagserfiðleikum og skilað tapi. En einhver breyting hefur átt sér stað og nýtt stjórnarteymi er komið inn. Ég þekki einn þeirra frá fyrri tíð og þess vegna er ég þarna. Það er ekkert öðruvísi,“ sagði Arnar. „Maður er að stökkva út í djúpu laugina og þetta er ekki auðvelt verkefni. Í B-deildinni eru 3-4 félög sem sterkari fjárhagslega og með betri mannskap en okkar lið. Það eru bara 14 leikmenn á samningi, nokkrir sem voru með liðinu í fyrra sem eru samningslausir og svo lánsmenn. Þetta er krefjandi staða en verkefnið er spennandi,“ bætti hann við en Roeselare er í eigu Kínverja sem eiga einnig Reading á Englandi og Beijing Renhe í Kína. Arnar þekkir mjög vel til í Belgíu. Hann lék með Lokeren á árunum 2000-06 og var svo yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge. „Ég þekki þann sem mælti með mér í þetta starf og þann sem er að vinna fyrir að eigendurna. Mér fannst þetta spennandi og þeir sem koma að félaginu eru heiðarlegir og flottir. Þetta er stórt tækifæri og það er mitt að nýta það,“ sagði Arnar. Mikil vinna framundanArnar stýrði Breiðabliki í 46 deildarleikjum. Blikar unnu 23 af þessum leikjum, gerðu 13 jafntefli og töpuðu tíu.vísir/ernirHann þjálfaði Breiðablik í Pepsi-deildinni 2015 og 2016 en var látinn fara eftir aðeins tvo deildarleiki 2017. Arnar hefur því bæði reynslu sem þjálfari og yfirmaður knattspyrnumála, starfi sem hann gengdi hjá Club Brugge og AEK Aþenu. Hann segist hafa íhugað báða kostina en þjálfunin hafi togað fastar í hann. „Undir það síðasta var ég opinn fyrir báðu. En það er ekkert langt síðan ég sagði nei við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá APOEL á Kýpur. Mig hefur langað að þjálfa og það hefur alltaf verið markmiðið síðan ég var rekinn frá Blikum. En það kom ekkert nógu áhugavert inn á borðið eða maður beið og vonaðist til að eitthvað annað og betra væri handan við hornið og missti þ.a.l. af starfinu,“ sagði Arnar. Hann er búinn að hitta leikmenn og starfslið Roeselare en tekur ekki formlega við fyrr en á mánudaginn. Á sunnudaginn sækir Roeselare St. Gilloise heim í 1. umferð belgísku B-deildarinnar. David Colpaert stýrir Roeselare í þeim leik. „Núna fer ég til Íslands, fer svo aftur út á sunnudaginn, horfi á leikinn og tek svo við. Ég var á æfingu í dag og í gær en horfði bara á og talaði við strákana. Það er mikil vinna framundan,“ sagði Arnar að endingu. Tveir íslenskir þjálfarar verða í belgísku B-deildinni í vetur en Stefán Gíslason stýrir Lommel.
Fótbolti Vistaskipti Tengdar fréttir Arnar tekinn við Roesalare Arnar Grétarsson er kominn með nýtt starf, sem þjálfari Roeselare í Belgíu. 1. ágúst 2019 09:26 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Arnar tekinn við Roesalare Arnar Grétarsson er kominn með nýtt starf, sem þjálfari Roeselare í Belgíu. 1. ágúst 2019 09:26