Ísraelar snúa við ákvörðun um aðra þingkonuna Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2019 10:19 Tlaib er af palestínskum ættum. Hún fær landvistarleyfi til heimsækja níræða ömmu sína. Vísir/EPA Rashida Tlaib, önnur bandarísku þingkvennanna tveggja sem ísraelsk stjórnvöld ætluðu að banna að koma til landsins, fær landvistarleyfi af mannúðarástæðum eftir allt saman. Ísraelsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þingkonunum tveimur, sem báðar eru múslimar og demókratar, yrði bannað að koma til landsins í kjölfar þrýstings frá Donald Trump Bandaríkjaforseta um að þeim yrði refsað. Tlaib, fulltrúadeildarþingkona frá Michigan, er af palestínskum ættum. Hún og Ilhan Omar, fulltrúadeildarþingkona frá Minnesota, hugðust heimsækja Vesturbakkann á sunnudag. Ísraelar tilkynntu í gær að þær fengju ekki að koma og vísuðu til stuðnings þeirra við sniðgöngu á Ísrael vegna hernámsins á landsvæðum Palestínumanna. Nú hefur innanríkisráðuneyti Ísraels lýst því yfir að Tlaib fái að koma til landsins. Hún fái leyfi af mannúðarástæðum til að hún geti heimsótt ættingja sína í Palestínu. Tlaib segist hafa óskað leyfinu til að geta heimsótt ömmu sína sem er níræð þar sem það gæti verið síðasta tækifæri hennar til að hitta hana, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Trump forseti hafði sótt það fast að ísraelsk stjórnvöld bönnuðu Tlaib og Omar að koma til landsins. Þær eru báðar í róttækasta armi Demókrataflokksins og hefur Trump beint árásum sínum að þeim undanfarið og reynt að gera þær að andliti flokksins í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári. Omar og Tlaib voru á meðal þeirra fjögurra þeldökku þingkvenna sem sættu rasískum árásum Trump og stuðningsmanna hans á dögunum. Trump tísti um að þingkonurnar ættu að fara aftur til síns heima, þrátt fyrir að þrjár þeirra væru fæddar í Bandaríkjunum. Stuðningsmenn Trump kyrjuðu jafnframt um að hann ætti að reka Omar, sem fæddist í Sómalíu en kom til Bandaríkjanna sem flóttamaður sem barn, úr landi. Ákvörðun Ísraelsstjórnar að banna þingkonunum að koma til landsins og þrýstingur Trump hefur vakið deilur bæði í Bandaríkjunum og Ísrael. Nokkrir þingmenn repúblikana hafa gagnrýnt forsetann fyrir að þrýsta á erlent ríki um að banna bandarískum þingmönnum að koma til landsins. Alexandria Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingkona demókrata og bandamaður þeirra Omar og Tlaib, sagðist í gær ekki ætla að heimsækja Ísrael svo lengi sem öðrum bandarískum þingmönnum sé meinað um að koma þangað.Netanyahu's discriminatory decision to ban members of Congress from Israel harms int'l diplomacy.Visiting Israel & Palestine are key experiences towards a path to peace.Sadly, I cannot move forward w scheduling any visits to Israel until all members of Congress are allowed. https://t.co/WTP5vnt5IH— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) August 15, 2019 Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar refsa pólitískum andstæðingum Trump að áeggjan hans Tvær þingkonur demókrata fá ekki landvistarleyfi í Ísrael. Trump forseti þrýsti á Ísraela að refsa þeim með þeim hætti. 15. ágúst 2019 15:11 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Rashida Tlaib, önnur bandarísku þingkvennanna tveggja sem ísraelsk stjórnvöld ætluðu að banna að koma til landsins, fær landvistarleyfi af mannúðarástæðum eftir allt saman. Ísraelsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þingkonunum tveimur, sem báðar eru múslimar og demókratar, yrði bannað að koma til landsins í kjölfar þrýstings frá Donald Trump Bandaríkjaforseta um að þeim yrði refsað. Tlaib, fulltrúadeildarþingkona frá Michigan, er af palestínskum ættum. Hún og Ilhan Omar, fulltrúadeildarþingkona frá Minnesota, hugðust heimsækja Vesturbakkann á sunnudag. Ísraelar tilkynntu í gær að þær fengju ekki að koma og vísuðu til stuðnings þeirra við sniðgöngu á Ísrael vegna hernámsins á landsvæðum Palestínumanna. Nú hefur innanríkisráðuneyti Ísraels lýst því yfir að Tlaib fái að koma til landsins. Hún fái leyfi af mannúðarástæðum til að hún geti heimsótt ættingja sína í Palestínu. Tlaib segist hafa óskað leyfinu til að geta heimsótt ömmu sína sem er níræð þar sem það gæti verið síðasta tækifæri hennar til að hitta hana, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Trump forseti hafði sótt það fast að ísraelsk stjórnvöld bönnuðu Tlaib og Omar að koma til landsins. Þær eru báðar í róttækasta armi Demókrataflokksins og hefur Trump beint árásum sínum að þeim undanfarið og reynt að gera þær að andliti flokksins í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári. Omar og Tlaib voru á meðal þeirra fjögurra þeldökku þingkvenna sem sættu rasískum árásum Trump og stuðningsmanna hans á dögunum. Trump tísti um að þingkonurnar ættu að fara aftur til síns heima, þrátt fyrir að þrjár þeirra væru fæddar í Bandaríkjunum. Stuðningsmenn Trump kyrjuðu jafnframt um að hann ætti að reka Omar, sem fæddist í Sómalíu en kom til Bandaríkjanna sem flóttamaður sem barn, úr landi. Ákvörðun Ísraelsstjórnar að banna þingkonunum að koma til landsins og þrýstingur Trump hefur vakið deilur bæði í Bandaríkjunum og Ísrael. Nokkrir þingmenn repúblikana hafa gagnrýnt forsetann fyrir að þrýsta á erlent ríki um að banna bandarískum þingmönnum að koma til landsins. Alexandria Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingkona demókrata og bandamaður þeirra Omar og Tlaib, sagðist í gær ekki ætla að heimsækja Ísrael svo lengi sem öðrum bandarískum þingmönnum sé meinað um að koma þangað.Netanyahu's discriminatory decision to ban members of Congress from Israel harms int'l diplomacy.Visiting Israel & Palestine are key experiences towards a path to peace.Sadly, I cannot move forward w scheduling any visits to Israel until all members of Congress are allowed. https://t.co/WTP5vnt5IH— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) August 15, 2019
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar refsa pólitískum andstæðingum Trump að áeggjan hans Tvær þingkonur demókrata fá ekki landvistarleyfi í Ísrael. Trump forseti þrýsti á Ísraela að refsa þeim með þeim hætti. 15. ágúst 2019 15:11 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ísraelar refsa pólitískum andstæðingum Trump að áeggjan hans Tvær þingkonur demókrata fá ekki landvistarleyfi í Ísrael. Trump forseti þrýsti á Ísraela að refsa þeim með þeim hætti. 15. ágúst 2019 15:11