Spenntur fyrir því að spila í einni sterkustu deild heims Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. janúar 2019 09:00 Guðjón Valur kátur með nýju treyjuna. mynd/psg Nýr kafli á ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar hefst í sumar þegar hann gengur í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain frá þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen. Hann skrifaði undir eins árs samning við PSG í gær. Hann verður nýorðinn fertugur þegar næsta tímabil hefst. Eftir að hafa leikið á Íslandi, Þýskalandi, Danmörku og Spáni bætist Frakkland við áfangastaðina á farsælan feril Guðjóns Vals. „Það verður spennandi að prófa frönsku deildina. Liðin í Frakklandi hafa verið að styrkjast undanfarin ár og deildin er orðin sú sterkasta í heiminum ásamt þeirri þýsku. Þessar viðræður stóðu yfir í smá tíma en maður fann fyrir mikilli gleði og spennu þegar ég skrifaði undir. Þetta er spennandi verkefni,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær. Guðjón Valur fyllir skarð Uwe Gensheimer hjá PSG en sá síðarnefndi fyllir skarð íslenska landsliðsfyrirliðans hjá Rhein-Neckar Löwen. Orðrómur hefur legið í loftinu undanfarnar vikur þess efnis að þessi vistaskipti væru í farvatninu. Félagaskipti þeirra beggja voru síðan staðfest í gær. „Það var mikið spurt út í þetta en ég var beðinn um að tala ekki um þetta og ég fór eftir því. Var auðvitað smá kjánalegt en maður fer eftir því sem vinnuveitandi manns segir,“ sagði Guðjón Valur um félagaskiptin. PSG, sem hefur orðið franskur meistari fjögur ár í röð, er ríkasta félag í heimi og leikmannahópurinn er stjörnum prýddur. Með liðinu leika leikmenn á borð við Sander Sagosen, Mikkel Hansen og Karabatic-bræðurna, Luka og Nikola. „Ég þekki marga leikmenn í þessum hópi, hef spilað með mörgum áður og gegn þeim flestum á einhverjum tímapunkti en það verður gaman að spila og kynnast þeim sem ég hef ekki spilað með áður,“ sagði Guðjón Valur. Hann er fimmti Íslendingurinn sem leikur fyrir PSG. Júlíus Jónasson lék fyrstur Íslendinga með félaginu árið 1989 tólf árum áður en Gunnar Berg Viktorsson samdi við PSG. Styttra er síðan Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson léku með félaginu. Róbert yfirgaf PSG árið 2016 en hjá PSG breytast hlutirnir hratt. „Það hefur margt breyst síðan Robbi og Ásgeir voru þarna. Annar þjálfari, aðrir yfirmenn og liðið breyst mikið síðan þeir voru þarna. Fyrir vikið var ég í meiri samskiptum við núverandi leikmenn liðsins,“ sagði Guðjón Valur. Þjálfari PSG er hinn spænski Raúl González sem stýrir einnig landsliði Makedóníu. „Þeir sem hafa spilað fyrir Raúl láta vel af honum. Ég hef spilað á móti hans liðum, bæði félags- og landsliðum sem hann hefur stýrt,“ sagði Guðjón Valur en González gerði Vardar að Evrópumeisturum fyrir tveimur árum. Guðjón Valur viðurkennir að vera ekki sá sleipasti í frönskunni þegar hann er spurður út í málakunnáttuna. „Ég er hræðilegur í frönsku,“ sagði hann léttur. „Ég er ekki búinn að draga fram skólabókina en það fer að líða að því.“ Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sjá meira
Nýr kafli á ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar hefst í sumar þegar hann gengur í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain frá þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen. Hann skrifaði undir eins árs samning við PSG í gær. Hann verður nýorðinn fertugur þegar næsta tímabil hefst. Eftir að hafa leikið á Íslandi, Þýskalandi, Danmörku og Spáni bætist Frakkland við áfangastaðina á farsælan feril Guðjóns Vals. „Það verður spennandi að prófa frönsku deildina. Liðin í Frakklandi hafa verið að styrkjast undanfarin ár og deildin er orðin sú sterkasta í heiminum ásamt þeirri þýsku. Þessar viðræður stóðu yfir í smá tíma en maður fann fyrir mikilli gleði og spennu þegar ég skrifaði undir. Þetta er spennandi verkefni,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær. Guðjón Valur fyllir skarð Uwe Gensheimer hjá PSG en sá síðarnefndi fyllir skarð íslenska landsliðsfyrirliðans hjá Rhein-Neckar Löwen. Orðrómur hefur legið í loftinu undanfarnar vikur þess efnis að þessi vistaskipti væru í farvatninu. Félagaskipti þeirra beggja voru síðan staðfest í gær. „Það var mikið spurt út í þetta en ég var beðinn um að tala ekki um þetta og ég fór eftir því. Var auðvitað smá kjánalegt en maður fer eftir því sem vinnuveitandi manns segir,“ sagði Guðjón Valur um félagaskiptin. PSG, sem hefur orðið franskur meistari fjögur ár í röð, er ríkasta félag í heimi og leikmannahópurinn er stjörnum prýddur. Með liðinu leika leikmenn á borð við Sander Sagosen, Mikkel Hansen og Karabatic-bræðurna, Luka og Nikola. „Ég þekki marga leikmenn í þessum hópi, hef spilað með mörgum áður og gegn þeim flestum á einhverjum tímapunkti en það verður gaman að spila og kynnast þeim sem ég hef ekki spilað með áður,“ sagði Guðjón Valur. Hann er fimmti Íslendingurinn sem leikur fyrir PSG. Júlíus Jónasson lék fyrstur Íslendinga með félaginu árið 1989 tólf árum áður en Gunnar Berg Viktorsson samdi við PSG. Styttra er síðan Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson léku með félaginu. Róbert yfirgaf PSG árið 2016 en hjá PSG breytast hlutirnir hratt. „Það hefur margt breyst síðan Robbi og Ásgeir voru þarna. Annar þjálfari, aðrir yfirmenn og liðið breyst mikið síðan þeir voru þarna. Fyrir vikið var ég í meiri samskiptum við núverandi leikmenn liðsins,“ sagði Guðjón Valur. Þjálfari PSG er hinn spænski Raúl González sem stýrir einnig landsliði Makedóníu. „Þeir sem hafa spilað fyrir Raúl láta vel af honum. Ég hef spilað á móti hans liðum, bæði félags- og landsliðum sem hann hefur stýrt,“ sagði Guðjón Valur en González gerði Vardar að Evrópumeisturum fyrir tveimur árum. Guðjón Valur viðurkennir að vera ekki sá sleipasti í frönskunni þegar hann er spurður út í málakunnáttuna. „Ég er hræðilegur í frönsku,“ sagði hann léttur. „Ég er ekki búinn að draga fram skólabókina en það fer að líða að því.“
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sjá meira