Villa náði ekki að nýta sér liðsmuninn gegn West Ham Arnar Geir Halldórsson skrifar 16. september 2019 20:45 Útaf með þig vísir/getty Nýliðar Aston Villa fengu West Ham i heimsókn í lokaleik 5.umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á Villa Park í kvöld. Það var ekki mikið ris yfir leiknum og spiluðu bæði lið frekar varfærnislega. Aston Villa léku manni fleiri eftir að Arthur Masuaku, varnarmaður West Ham, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 76.mínútu. Þrátt fyrir það var ekkert mark skorað og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Aston Villa með 4 stig á meðan West Ham hefur átta stig í 8.sæti deildarinnar. Enski boltinn
Nýliðar Aston Villa fengu West Ham i heimsókn í lokaleik 5.umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á Villa Park í kvöld. Það var ekki mikið ris yfir leiknum og spiluðu bæði lið frekar varfærnislega. Aston Villa léku manni fleiri eftir að Arthur Masuaku, varnarmaður West Ham, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 76.mínútu. Þrátt fyrir það var ekkert mark skorað og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Aston Villa með 4 stig á meðan West Ham hefur átta stig í 8.sæti deildarinnar.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti