Þröng staða fyrir Netanjahú Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. september 2019 19:00 Óvíst er hvort Netanjahú geti myndað stjórn. AP/Amir Cohen Netanjahú gekk illa að mynda stjórn eftir kosningarnar í apríl. Yisrael Beiteinu, flokkur Avigdors Lieberman, vildi ekki starfa með stjórninni sem hafði því ekki meirihluta á þingi. Lieberman var varnarmálaráðherra í fyrri stjórn en lenti upp á kant við Netanjahú því honum þótti hann gefa flokkum heittrúaðra gyðinga innan ríkisstjórnarinnar of mikil völd á kostnað þjóðernishyggjuflokka. Útlit er fyrir að flokkar starfandi ríkisstjórnar fái 54 sæti af 120. Það dugar ekki fyrir meirihluta. Flokkur Liebermans er hins vegar með níu sæti og er augljósasti kosturinn í stöðunni fyrir Netanjahú að reyna að fá hann aftur að borðinu. Ekki er víst að það gangi. Og þótt kannanir geri ráð fyrir því að Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, fái álíka mörg sæti og Líkúd eru stjórnarmyndunarmöguleikar þeirra trúlega minni. Nokkur sundrung er á miðjunni og vinstri vængnum og þyrfti Gantz því á Lieberman að halda. Þriðji möguleikinn er svo sá að Líkúd og Blá og hvít starfi saman, sem þykir ólíklegt. Netanjahú hefur hampað nánu sambandi sínu við Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningabaráttunni, en Bandaríkjamaðurinn hefur meðal annars viðurkennt þá afstöðu Ísraelsstjórnar að Jerúsalem teljist höfuðborg ríkisins, þvert gegn samþykktum alþjóðasamfélagsins. Þá hefur Netanjahú einnig heitið innlimun hluta Vesturbakkans. Ísrael Tengdar fréttir Mjótt á munum fyrir aðrar þingkosningarnar í Ísrael á hálfu ári Líklegast er talið að ekkert skýrt stjórnarmynstur verði í spilunum eftir kosningarnar á morgun. Innan við hálft ár er frá síðustu þingkosningunum en ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir þær. 16. september 2019 11:04 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Netanjahú gekk illa að mynda stjórn eftir kosningarnar í apríl. Yisrael Beiteinu, flokkur Avigdors Lieberman, vildi ekki starfa með stjórninni sem hafði því ekki meirihluta á þingi. Lieberman var varnarmálaráðherra í fyrri stjórn en lenti upp á kant við Netanjahú því honum þótti hann gefa flokkum heittrúaðra gyðinga innan ríkisstjórnarinnar of mikil völd á kostnað þjóðernishyggjuflokka. Útlit er fyrir að flokkar starfandi ríkisstjórnar fái 54 sæti af 120. Það dugar ekki fyrir meirihluta. Flokkur Liebermans er hins vegar með níu sæti og er augljósasti kosturinn í stöðunni fyrir Netanjahú að reyna að fá hann aftur að borðinu. Ekki er víst að það gangi. Og þótt kannanir geri ráð fyrir því að Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, fái álíka mörg sæti og Líkúd eru stjórnarmyndunarmöguleikar þeirra trúlega minni. Nokkur sundrung er á miðjunni og vinstri vængnum og þyrfti Gantz því á Lieberman að halda. Þriðji möguleikinn er svo sá að Líkúd og Blá og hvít starfi saman, sem þykir ólíklegt. Netanjahú hefur hampað nánu sambandi sínu við Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningabaráttunni, en Bandaríkjamaðurinn hefur meðal annars viðurkennt þá afstöðu Ísraelsstjórnar að Jerúsalem teljist höfuðborg ríkisins, þvert gegn samþykktum alþjóðasamfélagsins. Þá hefur Netanjahú einnig heitið innlimun hluta Vesturbakkans.
Ísrael Tengdar fréttir Mjótt á munum fyrir aðrar þingkosningarnar í Ísrael á hálfu ári Líklegast er talið að ekkert skýrt stjórnarmynstur verði í spilunum eftir kosningarnar á morgun. Innan við hálft ár er frá síðustu þingkosningunum en ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir þær. 16. september 2019 11:04 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Mjótt á munum fyrir aðrar þingkosningarnar í Ísrael á hálfu ári Líklegast er talið að ekkert skýrt stjórnarmynstur verði í spilunum eftir kosningarnar á morgun. Innan við hálft ár er frá síðustu þingkosningunum en ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir þær. 16. september 2019 11:04