Fyrrverandi forstjóri Audi ákærður vegna útblásturssvindlsins Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2019 09:59 Stadler er sagður hafa neitað sök. Vísir/EPA Þýskir saksóknarar í München lögðu fram ákærur á hendur Rupert Stadler, fyrrverandi forstjóra bílaframleiðandans Audi, vegna aðildar hans að svindli Volkswagen á útblástursprófum. Ákæran er meðal annars vegna svika og falskra auglýsinga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stadler var handtekinn í júní í fyrra í tengslum við viðamikla rannsókn á útblásturssvindli Audi sem er hluti af Volkswagen-samstæðunni. Hann var fangelsaður í nokkra mánuði og var síðar rekinn. Ákærurnar gegn Stadler og þremur öðrum sakborningum varða um 250.000 Audi-bifreiðar, 112.000 Porsche og 72.000 Volkswagen-bíla sem voru seldir í Evrópu og Bandaríkjunum. Volkswagen gekkst við því að hafa notað ólöglegan hugbúnað til að svindla á prófum eftirlitsaðila sem mældu útblástur dísilbíla í september árið 2015. Menguðu bílarnir mun minna í prófunum en þegar þeir voru komnir á götuna. Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri Volkswagen, var ákærður í apríl. Hneykslið hefur kostað Volkswagen jafnvirði um fjögur þúsund milljarða íslenskra króna. Audi viðurkenndi tveimur mánuðum síðar að dísilbílar sem seldir voru undir vörumerkinu hafi verið með ólöglega hugbúnaðinn. Saksóknararnir segja að Stadler hafi verið kunnugt um svindlið frá því í lok september 2015 í síðasta lagi. Hann hafi enga að síður ekki komið í veg fyrir sölu á Audi- og Volkswagen-bifreiðum eftir að hann öðlaðist þá vitneskju. Auk Stadler er Wolfgang Hatz, fyrrverandi stjórnandi hjá Audi og Porsche, og tveir verkfræðingar sem hönnuðu vélarnar ákærðir. Hatz hefur einnig setið í fangelsi vegna aðildar sinnar að útblásturssvindlinu. Rannsókn stendur enn yfir á 23 sakborningum til viðbótar. Bílar Skandall hjá Volkswagen Þýskaland Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Volkswagen ákærður Ákæran varðar svindl Volkswagen á útblástursprófum til að fela mengun frá dísilbílum fyrirtækisins. 15. apríl 2019 12:56 Örlög þýska bílaiðnaðarins gætu orðið þau sömu og þess bandaríska Forstjóri Volkswagen telur aðeins helmingslíkur á að þýskir bílaframleiðendur haldi sterkri stöðu sinni í ljósi hertra umhverfisreglna. 16. október 2018 11:53 Fjárfestar krefja Volkswagen um milljarða vegna útblásturshneykslis Stjórnendur þýska bílaframleiðandans eru sakaðir um að hafa brugðist í að greina hluthöfum frá fjárhagslegum afleiðingum útblástursprófanasvindlsins. 10. september 2018 09:33 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Þýskir saksóknarar í München lögðu fram ákærur á hendur Rupert Stadler, fyrrverandi forstjóra bílaframleiðandans Audi, vegna aðildar hans að svindli Volkswagen á útblástursprófum. Ákæran er meðal annars vegna svika og falskra auglýsinga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stadler var handtekinn í júní í fyrra í tengslum við viðamikla rannsókn á útblásturssvindli Audi sem er hluti af Volkswagen-samstæðunni. Hann var fangelsaður í nokkra mánuði og var síðar rekinn. Ákærurnar gegn Stadler og þremur öðrum sakborningum varða um 250.000 Audi-bifreiðar, 112.000 Porsche og 72.000 Volkswagen-bíla sem voru seldir í Evrópu og Bandaríkjunum. Volkswagen gekkst við því að hafa notað ólöglegan hugbúnað til að svindla á prófum eftirlitsaðila sem mældu útblástur dísilbíla í september árið 2015. Menguðu bílarnir mun minna í prófunum en þegar þeir voru komnir á götuna. Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri Volkswagen, var ákærður í apríl. Hneykslið hefur kostað Volkswagen jafnvirði um fjögur þúsund milljarða íslenskra króna. Audi viðurkenndi tveimur mánuðum síðar að dísilbílar sem seldir voru undir vörumerkinu hafi verið með ólöglega hugbúnaðinn. Saksóknararnir segja að Stadler hafi verið kunnugt um svindlið frá því í lok september 2015 í síðasta lagi. Hann hafi enga að síður ekki komið í veg fyrir sölu á Audi- og Volkswagen-bifreiðum eftir að hann öðlaðist þá vitneskju. Auk Stadler er Wolfgang Hatz, fyrrverandi stjórnandi hjá Audi og Porsche, og tveir verkfræðingar sem hönnuðu vélarnar ákærðir. Hatz hefur einnig setið í fangelsi vegna aðildar sinnar að útblásturssvindlinu. Rannsókn stendur enn yfir á 23 sakborningum til viðbótar.
Bílar Skandall hjá Volkswagen Þýskaland Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Volkswagen ákærður Ákæran varðar svindl Volkswagen á útblástursprófum til að fela mengun frá dísilbílum fyrirtækisins. 15. apríl 2019 12:56 Örlög þýska bílaiðnaðarins gætu orðið þau sömu og þess bandaríska Forstjóri Volkswagen telur aðeins helmingslíkur á að þýskir bílaframleiðendur haldi sterkri stöðu sinni í ljósi hertra umhverfisreglna. 16. október 2018 11:53 Fjárfestar krefja Volkswagen um milljarða vegna útblásturshneykslis Stjórnendur þýska bílaframleiðandans eru sakaðir um að hafa brugðist í að greina hluthöfum frá fjárhagslegum afleiðingum útblástursprófanasvindlsins. 10. september 2018 09:33 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Volkswagen ákærður Ákæran varðar svindl Volkswagen á útblástursprófum til að fela mengun frá dísilbílum fyrirtækisins. 15. apríl 2019 12:56
Örlög þýska bílaiðnaðarins gætu orðið þau sömu og þess bandaríska Forstjóri Volkswagen telur aðeins helmingslíkur á að þýskir bílaframleiðendur haldi sterkri stöðu sinni í ljósi hertra umhverfisreglna. 16. október 2018 11:53
Fjárfestar krefja Volkswagen um milljarða vegna útblásturshneykslis Stjórnendur þýska bílaframleiðandans eru sakaðir um að hafa brugðist í að greina hluthöfum frá fjárhagslegum afleiðingum útblástursprófanasvindlsins. 10. september 2018 09:33