Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 15:57 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður VG. vísir/vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. Þetta kom fram í máli Bjarkeyjar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Sagðist Bjarkey spyrja sig hvaða tilgangi það þjóni að veita leyfi til hvalveiða og benti á að ráðherra hefði meðal annars byggt ákvörðun sína á skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hvalveiðar en sú skýrsla hafi ekki verið óumdeild. „Fátt bendir til þess að hvalveiðar muni nokkru sinni ná fyrri stöðu í atvinnulífinu og enn minni líkur eru á að slíkar veiðar öðlist viðurkenningu alþjóðlegra stofnana á sviði umhverfisverndar. Að mínu mati er grundvallarforsenda nýtingu náttúruauðlinda að hún sé byggð á sjálfbærni eins og ríkisstjórnin hefur ítrekað og sjávarútvegsráðherra ítrekaði í viðtali hjá RÚV 17. janúar síðastliðinn,“ sagði Bjarkey og bætti við að það þýddi að efnahagsleg og félagsleg áhrif væru jákvæð sem og að auðlindin yrði ekki sköðuð til framtíðar. „Meðan ekki eru fyrirsjánlegir markaðir fyrir hvalkjöt má gefa sér að veiðarnar verði ekki sjálfbærar því ef ekki er markaður fyrir kjötið er efnahagslegur ávinningur enginn. Við eigum ekki að taka séns á því að stofna einum mikilvægasta atvinnurekstri okkar í hættu sem er ferðaþjónustan – við höfum ekki efni á því,“ sagði Bjarkey. Orð Bjarkeyjar enduróma orð samflokksmanns hennar, Guðmundar Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, í viðtali við RÚV þar sem hann segir ákvörðun Kristjáns Þórs séu mikil vonbrigði. Þá segir hann sjávarútvegsráðherra ekki hafa rætt þessa ákvörðun við sig. Guðmundur Ingi hefur sagt að hann vilji endurmeta stefnu stjórnvalda þegar kemur að hvalveiðum og er ekki sannfærður um að veiðarnar séu sjálfbærar. Alþingi Hvalveiðar Umhverfismál Tengdar fréttir Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi. 20. febrúar 2019 14:30 Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. Þetta kom fram í máli Bjarkeyjar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Sagðist Bjarkey spyrja sig hvaða tilgangi það þjóni að veita leyfi til hvalveiða og benti á að ráðherra hefði meðal annars byggt ákvörðun sína á skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hvalveiðar en sú skýrsla hafi ekki verið óumdeild. „Fátt bendir til þess að hvalveiðar muni nokkru sinni ná fyrri stöðu í atvinnulífinu og enn minni líkur eru á að slíkar veiðar öðlist viðurkenningu alþjóðlegra stofnana á sviði umhverfisverndar. Að mínu mati er grundvallarforsenda nýtingu náttúruauðlinda að hún sé byggð á sjálfbærni eins og ríkisstjórnin hefur ítrekað og sjávarútvegsráðherra ítrekaði í viðtali hjá RÚV 17. janúar síðastliðinn,“ sagði Bjarkey og bætti við að það þýddi að efnahagsleg og félagsleg áhrif væru jákvæð sem og að auðlindin yrði ekki sköðuð til framtíðar. „Meðan ekki eru fyrirsjánlegir markaðir fyrir hvalkjöt má gefa sér að veiðarnar verði ekki sjálfbærar því ef ekki er markaður fyrir kjötið er efnahagslegur ávinningur enginn. Við eigum ekki að taka séns á því að stofna einum mikilvægasta atvinnurekstri okkar í hættu sem er ferðaþjónustan – við höfum ekki efni á því,“ sagði Bjarkey. Orð Bjarkeyjar enduróma orð samflokksmanns hennar, Guðmundar Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, í viðtali við RÚV þar sem hann segir ákvörðun Kristjáns Þórs séu mikil vonbrigði. Þá segir hann sjávarútvegsráðherra ekki hafa rætt þessa ákvörðun við sig. Guðmundur Ingi hefur sagt að hann vilji endurmeta stefnu stjórnvalda þegar kemur að hvalveiðum og er ekki sannfærður um að veiðarnar séu sjálfbærar.
Alþingi Hvalveiðar Umhverfismál Tengdar fréttir Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi. 20. febrúar 2019 14:30 Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45
Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi. 20. febrúar 2019 14:30
Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00