Fótbolti

Ronaldo veit ekki hvenær hann leggur skóna á hilluna en það gæti verið á næsta ári

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hinn magnaði Ronaldo.
Hinn magnaði Ronaldo. vísir/getty
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Juventus og einn besti leikmaður heims, var í viðtali við sjónvarpsstöðina TV1 á dögunum þar sem hann ræddi um ferilinn og komandi tímabil.

Portúgalinn gekk í raðir Juventus síðasta sumar á fjögurra ára samningi en hann kostaði 100 milljónir punda. Hann vann ítölsku úrvalsdeildina með félaginu á síðustu leitkíð.

Hinn 34 ára gamli Ronaldo sem hefur unnið Balln D'or fimm sinnum er ekki kominn með hugann við endalok ferilsins.

„Ég hugsa ekki um það,“ sagði Ronaldo þegar hann var spurður hvenær hann hafði hugsað sér að hætta að spila fótbolta. „Það gæti gerst á næsta ári en ég gæti einnig spilað þangað til ég verð 40 eða 41.“







„Ég veit það einfaldlega ekki. Það sem ég segi alltaf er ég að nýt augnabliksins.“

Portúgalinn hefur unnið til verðlauna í þremur löndum; með Man. Utd á Englandi, Real Madrid á Spáni og Juventus á Ítalíu.

„Er einhver knattspyrnumaður með fleiri met en ég? Ég held að það sé ekki til sá knattspyrnumaður,“ sagði kokhraustur Ronaldo sem fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×