Kamerúnar æfir og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2019 18:21 Leikmenn Kamerún tóku sér langan tíma í að mótmæla. vísir/getty Leikur Englands og Kamerún í 16-liða úrslitum HM kvenna í dag var skrautlegur í meira lagi. Englendingar unnu 3-0 og eru komnir í 8-liða úrslit. Kamerúnar urðu æfir eftir að mark Ellenar White í uppbótartíma fyrri hálfleiks var dæmt gilt. Upphaflega var markið dæmt af vegna rangstöðu en eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi var dómnum breytt enda var White greinilega réttstæð. Leikmönnum Kamerún fannst þeir hins vegar beittir miklu óréttlæti. Þeir söfnuðust saman á miðjum vellinum og virtust neita að halda leik áfram. Kamerún fékkst þó loks til að taka miðjuna og leikurinn gat haldið áfram. Skömmu síðar var flautað til hálfleiks. Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla voru leikmenn Kamerún í miklu uppnámi í hálfleiknum, sumir grétu og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma.Ajara Nchout var miður sín eftir að mark var dæmt af henni í upphafi seinni hálfleiks.vísir/gettyEkki léttist lund Kamerúna eftir að mark var dæmt af Ajöru Nchout í upphafi seinni hálfleiks eftir að atvikið hafði verið skoðað á myndbandi. Nchout var allri lokið og aftur varð langt hlé á leiknum vegna mótmæla Kamerúna. Undir lok leiksins átti England að fá vítaspyrnu en dómarinn, Liang Qin frá Kína, dæmdi ekkert, líklega af ótta við aðra uppákomu. Skömmu síðar braut Alexandra Takounda Engolo illa á fyrirliða Englands, Steph Houghton, en fékk bara gult spjald. Kamerúnar voru heppnir að klára leikinn með ellefu leikmenn en í fyrri hálfleik sló Yvonne Leuko Nikitu Parris í andlitið og svo virtist sem hrækt hafi verið á Toni Duggan. Eftir leikinn sagðist Phil Neville, þjálfari Englendinga, ekki hafa neina samúð með Kamerúnum og fordæmdi framkomu þeirra. „Þetta var ekki fótbolti. Það var leiðinlegt að sjá þetta. Ég vorkenni þeim ekkert en held að dómarinn hafi gert það. Við hefðum átt að fá víti og leikmaður þeirra rautt spjald,“ sagði Neville. Hans lið mætir Noregi í 8-liða úrslitunum. HM 2019 í Frakklandi Kamerún Tengdar fréttir Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit England vann Kamerún, 3-0, í skrautlegum leik í 16-liða úrslitum HM kvenna. 23. júní 2019 17:30 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Sjá meira
Leikur Englands og Kamerún í 16-liða úrslitum HM kvenna í dag var skrautlegur í meira lagi. Englendingar unnu 3-0 og eru komnir í 8-liða úrslit. Kamerúnar urðu æfir eftir að mark Ellenar White í uppbótartíma fyrri hálfleiks var dæmt gilt. Upphaflega var markið dæmt af vegna rangstöðu en eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi var dómnum breytt enda var White greinilega réttstæð. Leikmönnum Kamerún fannst þeir hins vegar beittir miklu óréttlæti. Þeir söfnuðust saman á miðjum vellinum og virtust neita að halda leik áfram. Kamerún fékkst þó loks til að taka miðjuna og leikurinn gat haldið áfram. Skömmu síðar var flautað til hálfleiks. Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla voru leikmenn Kamerún í miklu uppnámi í hálfleiknum, sumir grétu og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma.Ajara Nchout var miður sín eftir að mark var dæmt af henni í upphafi seinni hálfleiks.vísir/gettyEkki léttist lund Kamerúna eftir að mark var dæmt af Ajöru Nchout í upphafi seinni hálfleiks eftir að atvikið hafði verið skoðað á myndbandi. Nchout var allri lokið og aftur varð langt hlé á leiknum vegna mótmæla Kamerúna. Undir lok leiksins átti England að fá vítaspyrnu en dómarinn, Liang Qin frá Kína, dæmdi ekkert, líklega af ótta við aðra uppákomu. Skömmu síðar braut Alexandra Takounda Engolo illa á fyrirliða Englands, Steph Houghton, en fékk bara gult spjald. Kamerúnar voru heppnir að klára leikinn með ellefu leikmenn en í fyrri hálfleik sló Yvonne Leuko Nikitu Parris í andlitið og svo virtist sem hrækt hafi verið á Toni Duggan. Eftir leikinn sagðist Phil Neville, þjálfari Englendinga, ekki hafa neina samúð með Kamerúnum og fordæmdi framkomu þeirra. „Þetta var ekki fótbolti. Það var leiðinlegt að sjá þetta. Ég vorkenni þeim ekkert en held að dómarinn hafi gert það. Við hefðum átt að fá víti og leikmaður þeirra rautt spjald,“ sagði Neville. Hans lið mætir Noregi í 8-liða úrslitunum.
HM 2019 í Frakklandi Kamerún Tengdar fréttir Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit England vann Kamerún, 3-0, í skrautlegum leik í 16-liða úrslitum HM kvenna. 23. júní 2019 17:30 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Sjá meira
Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit England vann Kamerún, 3-0, í skrautlegum leik í 16-liða úrslitum HM kvenna. 23. júní 2019 17:30