Ríkisútvarpið ohf. sýknað í Sjanghæ-málinu Jakob Bjarnar skrifar 17. febrúar 2020 15:27 Málið á hendur Ríkisútvarpinu ohf var stílað á Sunnu Valgerðardóttur fréttamann og Magnús Geir Þórðarson fráfarandi útvarpsstjóra. Lögmaður Sjaghæ segir að málinu verði að öllum líkindum áfrýjað, það hafi valdið umbjóðanda sínum slíku tjóni að það verið að láta á það reyna fyrir æðra dómsstigi. Ríkisútvarpið var sýknað í máli Sjanghæ á Akureyri á hendur stofnuninni, þeim Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni og Magnúsi Geir Þórðarsyni fráfarandi útvarpsstjóra. Dómur var kveðinn upp klukkan þrjú í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Farið var fram á þrjár milljónir í miskabætur vegna fréttaflutnings auk þess sem krafist var formlegrar afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu vegna þess. Dómnum verður líklega áfrýjað Sævar Þór Jónsson lögmaður Rosita YuFan Zhang, eiganda veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, segir þetta vissulega vonbrigði. En hann gerir ráð fyrir því að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. „En svona er þetta. Aldrei neitt öruggt. En þetta er það mikilvægt mál að við teljum að það verði að láta á það reyna fyrir æðra dómsstigi. Þessi fréttaflutningur hefur leitt til mikils tjóns fyrir umbjóðanda okkar.“ Sævar Þór segist ekki vera búinn að lúslesa dóminn en honum sýnist sem svo að þar sé byggt á því að talið er að heimildir hafi verið fullnægjandi til að byggja fréttina á. Dómarinn leggi talsvert upp úr nýlegum dómafordæmum Mannréttindadómstólsins um tjáningarfrelsi. „Það hefur verið mikil umfjöllun um nálgun í ýmsum málum. Og má segja að afstaða dómsstóla hefur breyst að verulegu leyti gagnvart þessum málaflokki.“ Grunur um mansal ekki á rökum reistur Í fyrstu frétt Ríkisútvarpsins um málið í fyrra, sem bar fyrirsögnina „Grunur um mansal á Akureyri,“ sagði að stéttarfélaginu Iðju hafi borist ábending um bága stöðu starfsfólks staðarins áður en hann opnaði. Starfsfólkið, sem væri af erlendu bergi brotið, væri með 30.000 krónur á mánuði í laun og væri gert að borða matarafganga á staðnum. Þegar stéttarfélagið hafi farið á staðinn, rætt við starfsfólk og tekið út vinnuaðstæður var komist að þeirri niðurstöðu að allt sem kæmi fram í skjölum staðarins um kjör starfsmanna stæðust alla þá staðla sem gildi um rekstur veitingahúsa hérlendis og því ekki fótur fyrir vangaveltum um meint mansal. Í kjölfarið sendi félagið frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst yfir að Ríkisútvarpið eitt ætti að taka fulla ábyrgð á því að hafa birt nafn staðarins í umfjöllun sinni um hið meinta mansal án þess að hafa fyrir því óyggjandi sannanir. Akureyri Dómsmál Fjölmiðlar Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Ríkisútvarpið var sýknað í máli Sjanghæ á Akureyri á hendur stofnuninni, þeim Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni og Magnúsi Geir Þórðarsyni fráfarandi útvarpsstjóra. Dómur var kveðinn upp klukkan þrjú í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Farið var fram á þrjár milljónir í miskabætur vegna fréttaflutnings auk þess sem krafist var formlegrar afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu vegna þess. Dómnum verður líklega áfrýjað Sævar Þór Jónsson lögmaður Rosita YuFan Zhang, eiganda veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, segir þetta vissulega vonbrigði. En hann gerir ráð fyrir því að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. „En svona er þetta. Aldrei neitt öruggt. En þetta er það mikilvægt mál að við teljum að það verði að láta á það reyna fyrir æðra dómsstigi. Þessi fréttaflutningur hefur leitt til mikils tjóns fyrir umbjóðanda okkar.“ Sævar Þór segist ekki vera búinn að lúslesa dóminn en honum sýnist sem svo að þar sé byggt á því að talið er að heimildir hafi verið fullnægjandi til að byggja fréttina á. Dómarinn leggi talsvert upp úr nýlegum dómafordæmum Mannréttindadómstólsins um tjáningarfrelsi. „Það hefur verið mikil umfjöllun um nálgun í ýmsum málum. Og má segja að afstaða dómsstóla hefur breyst að verulegu leyti gagnvart þessum málaflokki.“ Grunur um mansal ekki á rökum reistur Í fyrstu frétt Ríkisútvarpsins um málið í fyrra, sem bar fyrirsögnina „Grunur um mansal á Akureyri,“ sagði að stéttarfélaginu Iðju hafi borist ábending um bága stöðu starfsfólks staðarins áður en hann opnaði. Starfsfólkið, sem væri af erlendu bergi brotið, væri með 30.000 krónur á mánuði í laun og væri gert að borða matarafganga á staðnum. Þegar stéttarfélagið hafi farið á staðinn, rætt við starfsfólk og tekið út vinnuaðstæður var komist að þeirri niðurstöðu að allt sem kæmi fram í skjölum staðarins um kjör starfsmanna stæðust alla þá staðla sem gildi um rekstur veitingahúsa hérlendis og því ekki fótur fyrir vangaveltum um meint mansal. Í kjölfarið sendi félagið frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst yfir að Ríkisútvarpið eitt ætti að taka fulla ábyrgð á því að hafa birt nafn staðarins í umfjöllun sinni um hið meinta mansal án þess að hafa fyrir því óyggjandi sannanir.
Akureyri Dómsmál Fjölmiðlar Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17