Manchester United sækir C-deildarlið Tranmere Rovers heim í 4. umferð ensku bikarkeppninnar klukkan 15:00 í dag.
Prenton Park, heimavöllur Tranmere, er ekki í góðu ásigkomulagi eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.
Here’s the pitch at Tranmere
— talkSPORT (@talkSPORT) January 26, 2020
They face Man United here at 3pm.
The #FACup clash is live on talkSPORT.
We’re looking forward to this one pic.twitter.com/RZ55Nc8QAL
Tranmere v Manchester United - the pitch is weathered.... pic.twitter.com/UblK9frk4i
— Mark Ogden (@MarkOgden_) January 26, 2020
Eftir að búið var að fjarlægja dúka af vellinum þurftu vallarstarfsmenn á Prenton að hafa hraðar hendur við að ryðja vatni af honum.
Tranmere er í 21. sæti ensku C-deildarinnar en United í 5. sæti úrvalsdeildarinnar.
Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

