Fótbolti

Vilja fá Larsson til baka

Henrik Larsson var borinn á gullstól eftir að hafa leitt Barcelona til sigurs í Meistaradeildinni í vor.
Henrik Larsson var borinn á gullstól eftir að hafa leitt Barcelona til sigurs í Meistaradeildinni í vor. Nordicphotos/getty images

Forráðamenn Barcelona vilja ólmir fá hinn sænska Henrik Larsson til baka til félagsins, þó ekki til að spila með liðinu heldur til að að gefa honum og stuðningsmönnum félagsins tækifæri til að kveðjast formlega. Larsson komst í sögubækur félagsins með innkomu sinni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð þar sem hann lagði upp bæði mörk Barca gegn Arsenal en sneri til Helsingborgar í heimalandi sínu í sumar.



Forráðamenn Barca vilja halda kveðjuathöfn fyrir Larsson fyrir heimaleikinn gegn Osasuna um næstu helgi og leggja mikla áherslu á að leikmaðurinn verði á staðnum. Eins og kunnugt er var Eiður Smári Guðjohnsen að stóru leyti keyptur til Barcelona til að fylla upp í plássið sem Larsson skildi eftir sig.

- vig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×