Fótbolti

Argentína flaug áfram með fullt hús | Myndbönd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Riðlakeppni Copa America lauk í nótt og nú er ljóst hvaða lið taka þátt í 8-liða úrslitum keppninnar.

Argentína var þegar búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitunum en kláraði samt lokaleikinn gegn Bólívíu með stæl. Liðið skoraði alls 10 mörk í riðlakeppninni sem er jöfnun á meti.

Yfirburðir þeirra gegn Bólívíu voru með ólíkindum og Argentína hefði hæglega getað bætt metið ef liðið hefði aðeins gefið í síðustu 45 mínútur leiksins.

Margir leikmenn liðsins hvíldu. Sumir voru tæpir og aðrir sem voru í hættu á að fara í leikbann. Lionel Messi byrjaði á bekknum en spilaði síðari hálfleikinn.

Baráttan um síðasta sætið í 8-liða úrslitunum var á milli Síle og Panama. Síle hafði þar betur og Alexis Sanchez fór mikinn í þeirra liði.

Sjá má mörkin úr leik Argentínu hér að ofan en úr leik Síle hér að neðan.

Úrslit:

Argentína-Bólivía  3-0

1-0 Erik Lamela (13.), 2-0 Ezequiel Lavezzi (15.), 3-0 Victor Cuesta (32.).

Síle-Panama  4-2

0-1 Miguel Camargo (5.), 1-1 Eduardo Vargas (15.), 2-1 Eduardo Vargas (43.), 3-1 Alexis Sanchez (50.), 3-2 Abdiel Arroyo (75.), 4-2 Alexis Sanchez (89.).

8-liða úrslit Copa America:

Bandaríkin - Ekvador

Perú - Kólumbía

Argentína - Venesúela

Mexíkó - Síle




Fleiri fréttir

Sjá meira


×