Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2020 10:05 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti fyrirhugaðar tilslakanir í morgun. EPA Dönsk stjórnvöld kynntu í morgun hvernig slakað verði á aðgerðum og takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar á næstu dögum, vikum og mánuðum. Í „fasa 2“, sem tekur gildi á næstu dögum, verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á ný. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. Verslanir í Danmörku fá að opna á nú núna á mánudaginn og viku síðar geta nemendur á efri stigum grunnskóla snúið aftur í skólann. Sama dag, það er 18. maí, geta veitingastaðir og kaffihús opnað á ný. Sömu sögu er að segja af kirkjum og bókasöfnum. Ekki hægt að semja Frederiksen segir að áfram verði þó takmarkanir á opnunartíma og sömuleiðis þurfi að tryggja fjarlægð milli fólks. „Ástandið er enn alvarlegt. Þetta er veira sem ekki er hægt að semja við,“ segir Frederiksen. Reikna þurfi með að smitum muni fjölga samhliða því að samfélagið verði opnað á ný. Tilkynning um þennan „fasa 2“ kemur í kjölfar samkomulags milli ríkisstjórnarflokkanna og annarra flokka á danska þinginu. Ekki var meirihluti fyrir því að opna landamærin á ný, en stjórnin hyggst tilkynna um hvernig slíkt yrði háttað eigi síðar en 1. júní. Enn um sinn mega ekki fleiri en tíu koma saman í landinu. „Hvað sem við gerum þá verðum við að láta það vera að koma mörg saman. Það er þar sem veiran dreifist.“ Menningarstofnanir mega opna 8. júní Í „fasa 3“ verður menningarstofnunum og háskólunum meðal annars heimilt að opna, og þá verður slakað á samkomubanni þannig að eigi fleiri en 30 til 50 manns mega koma saman. Er þar miðað við 8. júní. Í „fasa 4“, um miðjan ágúst verður svo heimilt að opna líkamsræktarstöðvar, sundlaugar, skemmtistaðir og ýmsa aðra starfsemi. Til samanburðar opna sundlaugarnar hér á landi 18. maí og líkamsræktarstöðvar viku síðar. Allt þó með einhverjum fjöldatakmörkunum. Alls hafa um 10 þúsund smit verið skráð í Danmörku og eru 514 dauðsföll rakin til covid-19, fimmtíu sinnum fleiri en hér á landi þar sem tíu hafa látist af völdum veirunnar. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Dönsk stjórnvöld kynntu í morgun hvernig slakað verði á aðgerðum og takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar á næstu dögum, vikum og mánuðum. Í „fasa 2“, sem tekur gildi á næstu dögum, verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á ný. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. Verslanir í Danmörku fá að opna á nú núna á mánudaginn og viku síðar geta nemendur á efri stigum grunnskóla snúið aftur í skólann. Sama dag, það er 18. maí, geta veitingastaðir og kaffihús opnað á ný. Sömu sögu er að segja af kirkjum og bókasöfnum. Ekki hægt að semja Frederiksen segir að áfram verði þó takmarkanir á opnunartíma og sömuleiðis þurfi að tryggja fjarlægð milli fólks. „Ástandið er enn alvarlegt. Þetta er veira sem ekki er hægt að semja við,“ segir Frederiksen. Reikna þurfi með að smitum muni fjölga samhliða því að samfélagið verði opnað á ný. Tilkynning um þennan „fasa 2“ kemur í kjölfar samkomulags milli ríkisstjórnarflokkanna og annarra flokka á danska þinginu. Ekki var meirihluti fyrir því að opna landamærin á ný, en stjórnin hyggst tilkynna um hvernig slíkt yrði háttað eigi síðar en 1. júní. Enn um sinn mega ekki fleiri en tíu koma saman í landinu. „Hvað sem við gerum þá verðum við að láta það vera að koma mörg saman. Það er þar sem veiran dreifist.“ Menningarstofnanir mega opna 8. júní Í „fasa 3“ verður menningarstofnunum og háskólunum meðal annars heimilt að opna, og þá verður slakað á samkomubanni þannig að eigi fleiri en 30 til 50 manns mega koma saman. Er þar miðað við 8. júní. Í „fasa 4“, um miðjan ágúst verður svo heimilt að opna líkamsræktarstöðvar, sundlaugar, skemmtistaðir og ýmsa aðra starfsemi. Til samanburðar opna sundlaugarnar hér á landi 18. maí og líkamsræktarstöðvar viku síðar. Allt þó með einhverjum fjöldatakmörkunum. Alls hafa um 10 þúsund smit verið skráð í Danmörku og eru 514 dauðsföll rakin til covid-19, fimmtíu sinnum fleiri en hér á landi þar sem tíu hafa látist af völdum veirunnar.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira