Innlent

Samvinna eðlileg á tilteknum sviðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir segir að samvinna á ýmsum sviðum sé eðlileg. Mynd/ Anton.
Katrín Jakobsdóttir segir að samvinna á ýmsum sviðum sé eðlileg. Mynd/ Anton.
Það er eðlilegt að stærstu opinberu háskólarnir sameinist um sameiginlegan stjórnsýsluhluta, sameiginlegt gæðamat og eitt upplýsingakerfi, sagði Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag.

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var upphafsmaður umræðunnar. Hann sagðist í samtali við Vísi í morgun efast um að sameining ríkisháskóla væri það rétta í stöðunni.

Ekkert hefur verið ákveðið um sameiningu háskólastofnana. Menntamálaráðherra sagði hins vegar á Alþingi að nú væri að störfum samstarfsnefnd sem ætti að skila tillögum um áramótin um það hvernig samstarfi háskóla ætti að vera háttað. Hún sagði að það væru ákveðnir þættir í rekstri háskóla sem hægt væri að reka sameiginlega, svo sem stjórnsýsluhlutinn, gæðamat og upplýsingahluti, óháð því hvort skólarnir störfuðu sem sjálfstæðar stofnanir eða ekki.


Tengdar fréttir

Þurfum skýra sýn á háskólasamfélagið

Það liggur fyrir samkvæmt hagtölum að það verði að skera meira niður og hagræða í menntakerfinu. Það þarf að hafa skýra framtíðarsýn á það hvernig það er gert, segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem er málshefjandi í utandagskrárumræðu í dag um framtíð háskólasamfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×