Flautað verður til leiks klukkan 19.45 í Darlington þar sem heimamenn taka á móti Walsall í endurteknum leik í 1. fyrstu umferð keppninnar.
Darlington leikur í fimmtu efstu deild Englands, E-deildinni, en mótherjarnir í Walsall leika í D-deildinni.
Just a kid from Darlo?
Við sýnum Darlington - Walsall í ensku bikarkeppninni á miðvikudagskvöld.
cc @G9bov
— Stöð 2 Sport (@St2Sport) November 17, 2019
Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli á heimavelli Walsall og mætast því liðin á heimavelli Darlington í kvöld.
Mikið verður á dagskrá sportrása Stöðvar 2 á næstu dögum en allar beinar útsendingarnar má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.
Beinar útsendingar í dag:
19.35 Darlington - Walsall