Hefur miklar áhyggjur af einangrun eldri innflytjenda Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. maí 2020 20:45 Sérstakar áhyggjur eru nú af stöðu eldri innflytjenda sem búa margir við léleg kjör og einangrun. Hópurinn telur yfir þrjú þúsund manns en dæmi eru um að fólkið fái aðeins 80 þúsund krónur á mánuði. Staða innflytjenda í hópi eldri borgara getur verið talsvert verri en staða annarra jafnaldra þeirra að sögn Þórunnar Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands eldri borgara. Innflytjendur verða að hafa starfað hér á landi í 40 ár til að fá fullar almannatryggingagreiðslur. „En það er fullt af fólki hér sem á kannski hér 5,10,15 ára rétt en getur ekki lifað á restinni,“ segir Þórunn. Margir þurfi því að sækja um fjárhagsaðstoð til sveitarfélaga. „Mig minnir að pólskur maður hafi verið með 80 þúsund til að lifa á, á mánuði,“ segir Þórunn. Á þessum tímum sé enn erfiðara fyrir fólkið að ná endum saman. „Það kostar núna meira að lifa, það eru margir núna sem fá heimsendan mat, sumir hræddir við að fara í búð og fara í leigubíl, verð hefur hækkað og þetta er aðeins erfiður tími fyrir alla eldri borgara“ segir Þórunn. Gríðarlega mikilvægt sé að afgreiða frumvarp um félagslegan viðbótarstuðning við eldri borgara. Því sé ætlað að mæta þeim sem hafa áunnið sér lítil eða engin lífeyrisréttindi. Frumvarp er í meðferð þingsins og samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu verður það líklega afgreitt á vorþinginu. „Ef að þetta fólk fær þessi réttindi þá er verið að rétta hag þeirra að þau geti frekar leyft sér eitthvað og kannski borið höfuðuð aðeins hærra, komið meira út í samfélagið og tekið þátt,“ segir Þórunn. Þá hefur hætta verið talin á aukinni einangrun meðal innflytjenda vegna kórónuveirunnar. Þórunn segir eldra fólk í hópnum í sérstaklega viðkvæmri stöðu. „Samkvæmt síðustu útskrift sem ég hef í höndunum eru þetta 3.200 manns sem eru yfir sextugu. Það kom í ljós samkvæmt könnun borgarinnar að það var enginn þátttakandi í félagsstarfi eldri borgara,“ segir Þórunn. Fólkið hafi mismikla þekkingu á samfélaginu og því sem er í gangi og sumir með lélegt tengslanet og búa einir. Það sé nauðsynlegt að ná til hópsins. Landssambandið vinnur nú að því að þýða ýmsar upplýsingar fyrir hópinn. „Alveg eins og við erum núna að taka utan um okkar eldri íslendinga , við þurfum bara að taka utan um þetta fólk með sama hætti,“ segir Þórunn. Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innflytjendamál Eldri borgarar Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira
Sérstakar áhyggjur eru nú af stöðu eldri innflytjenda sem búa margir við léleg kjör og einangrun. Hópurinn telur yfir þrjú þúsund manns en dæmi eru um að fólkið fái aðeins 80 þúsund krónur á mánuði. Staða innflytjenda í hópi eldri borgara getur verið talsvert verri en staða annarra jafnaldra þeirra að sögn Þórunnar Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands eldri borgara. Innflytjendur verða að hafa starfað hér á landi í 40 ár til að fá fullar almannatryggingagreiðslur. „En það er fullt af fólki hér sem á kannski hér 5,10,15 ára rétt en getur ekki lifað á restinni,“ segir Þórunn. Margir þurfi því að sækja um fjárhagsaðstoð til sveitarfélaga. „Mig minnir að pólskur maður hafi verið með 80 þúsund til að lifa á, á mánuði,“ segir Þórunn. Á þessum tímum sé enn erfiðara fyrir fólkið að ná endum saman. „Það kostar núna meira að lifa, það eru margir núna sem fá heimsendan mat, sumir hræddir við að fara í búð og fara í leigubíl, verð hefur hækkað og þetta er aðeins erfiður tími fyrir alla eldri borgara“ segir Þórunn. Gríðarlega mikilvægt sé að afgreiða frumvarp um félagslegan viðbótarstuðning við eldri borgara. Því sé ætlað að mæta þeim sem hafa áunnið sér lítil eða engin lífeyrisréttindi. Frumvarp er í meðferð þingsins og samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu verður það líklega afgreitt á vorþinginu. „Ef að þetta fólk fær þessi réttindi þá er verið að rétta hag þeirra að þau geti frekar leyft sér eitthvað og kannski borið höfuðuð aðeins hærra, komið meira út í samfélagið og tekið þátt,“ segir Þórunn. Þá hefur hætta verið talin á aukinni einangrun meðal innflytjenda vegna kórónuveirunnar. Þórunn segir eldra fólk í hópnum í sérstaklega viðkvæmri stöðu. „Samkvæmt síðustu útskrift sem ég hef í höndunum eru þetta 3.200 manns sem eru yfir sextugu. Það kom í ljós samkvæmt könnun borgarinnar að það var enginn þátttakandi í félagsstarfi eldri borgara,“ segir Þórunn. Fólkið hafi mismikla þekkingu á samfélaginu og því sem er í gangi og sumir með lélegt tengslanet og búa einir. Það sé nauðsynlegt að ná til hópsins. Landssambandið vinnur nú að því að þýða ýmsar upplýsingar fyrir hópinn. „Alveg eins og við erum núna að taka utan um okkar eldri íslendinga , við þurfum bara að taka utan um þetta fólk með sama hætti,“ segir Þórunn.
Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innflytjendamál Eldri borgarar Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira