Brasilíumaðurinn Cicinho steig sín fyrstu spor með Madrid í kvöldNordicPhotos/GettyImages
Villareal og Real Madrid gerðu markalaust jafntefli í spænska boltanum í kvöld. Villareal situr í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig, en Real er í því sjötta með einu stigi minna. Leikurinn var sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn.