Enski boltinn

Ensku úrvalsdeildarliðin samþykkja að hefja æfingar á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah skorar fyrir Liverpool en nú mega hann og aðrir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni fara að mæta aftur á æfingar.
Mohamed Salah skorar fyrir Liverpool en nú mega hann og aðrir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni fara að mæta aftur á æfingar. Getty/Laurence Griffiths

Liðin í ensku úrvalsdeildinni stigu einu skrefi nær endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Ensku úrvalsdeildarliðin ætla að hefja æfingar á morgun en það var samþykkt á fundi allri félaganna tuttugu í morgun.

Öll liðin greiddu atkvæði með því að hefja æfingar samkvæmt enskum fjölmiðlum.

Liðin taka samt aðeins fyrsta skrefið og mega því bara að byrja að æfa í litlum hópum á morgun.

„Project Restart“ er því komið af stað en ensku liðin eiga eftir að taka stærri og afdrifaríkari ákvarðanir áður en liðin byrja að spila leiki á nýjan leik.

Leikmenn ensku liðanna verða að virða allar reglur sem breska ríkisstjórnin hefur sett til varnar kórónuveirusmitum. Leikmennirnir mega ekki enn vera í snertingu við aðra liðsfélaga og því má ekki spila leiki á æfingunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×