Kári Árna gagnrýndi valið á HM hópnum 2018: Kjúklingur frekar en Kolbeinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 13:00 Albert Guðmundsson á æfingu með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi 2018 en þarna tekur Hörður Björgvin Magnússon utan um hann á leikvanginum í Rostov-on-Don. EPA-EFE/SHAWN Kári Árnason ræddi valið á fyrsta og eina heimsmeistarahóp íslenska landsliðsins i hlaðvarpsþættinum Draumaliðið en þar var hann gestur Jóhanns Skúla Jónssonar. Kári fór þar yfir feril sinn en þegar talið barst að HM í Rússlandi sumarið 2018 þá saknaði hans eins leikmanns á heimsmeistaramótinu. Heimir Hallgrímsson, þáverandi landsliðsþjálfari ákvað óvænt að velja hinn 21 árs gamla Albert Guðmundssonar sem einn af framherjum íslenska liðsins. Kári vildi hins vegar frekar að Heimir hefði valið Kolbein Sigþórsson í hópinn jafnvel þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað mikinn fótbolta frá því á EM í Frakklandi tveimur árum fyrr. Albert Guðmundsson fékk sínar fyrstu og einu mínútur með íslenska landsliðinu í lokaleik liðsins á HM 2018 sem var á móti Króatíu. Íslensku strákarnir þurftu þá eitt mark til að komast áfram í sextán liða úrslitin en Heimir sendi Albert inn á völlinn á 85. mínútu. „Svo hefði maður líka viljað sjá Kolla þarna, til dæmis á lokamínútunum gegn Króatíu. Þótt það hefði ekki verið nema bara síðustu fimm mínúturnar eða eitthvað. Við vorum með Albert Guðmunds þarna sem var bara kjúklingur. Hann var búinn að vera spila með varaliði PSV á þessum tíma og var bara engan veginn klár í þetta,“ sagði Kári Árnason í hlaðvarpsþættinum. Þetta var sjötti landsleikur Albert á ferlinum en þeir fyrstu fimm voru allir æfingaleikir. Hann hafði tvisvar verið í byrjunarliði, með eins konar b-liði Íslands á móti Indónesíu í janúar 2018 og svo í 3-0 tapi á móti Mexíkó í mars. „Fyrstu alvöruleikirnir sem hann spilar eru á HM sem er svakalegt. Sama hversu góður hann á eftir að vera er Kolli alltaf maðurinn í þetta verkefni, að berjast við tveggja metra háa miðverði. Sama þótt hann hefði bara spilað fimm mínútur á mótinu hefði ég alltaf tekið Kolla með,“ sagði Kári en Króatía vann leikinn 2-1. Staðan var 1-1 þegar Albert kom inn á völlinn og Ivan Perisic tryggði Króötum síðan sigurinn með mark á lokamínútu leiksins. Kolbeinn Sigþórsson hafði verið í kringum íslenska liðið um veturinn og var valinn í hópinn sem fór í æfingaferð til Bandaríkjanna og spilaði vináttulandsleiki við Mexíkó og Perú. Hann var þá nýbyrjaður að æfa með varaliði Nantes eftir nítján mánaða fjarveru vegna meiðsla. Kolbeinn kom ekki við sögu í leikjum og var ekki valinn aftur í hópinn um vorið. Kolbeinn Sigþórsson var þarna með 23 mörk í 44 landsleikjum og hefur síðan bætt við þremur mörkum og jafnað markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Sjá meira
Kári Árnason ræddi valið á fyrsta og eina heimsmeistarahóp íslenska landsliðsins i hlaðvarpsþættinum Draumaliðið en þar var hann gestur Jóhanns Skúla Jónssonar. Kári fór þar yfir feril sinn en þegar talið barst að HM í Rússlandi sumarið 2018 þá saknaði hans eins leikmanns á heimsmeistaramótinu. Heimir Hallgrímsson, þáverandi landsliðsþjálfari ákvað óvænt að velja hinn 21 árs gamla Albert Guðmundssonar sem einn af framherjum íslenska liðsins. Kári vildi hins vegar frekar að Heimir hefði valið Kolbein Sigþórsson í hópinn jafnvel þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað mikinn fótbolta frá því á EM í Frakklandi tveimur árum fyrr. Albert Guðmundsson fékk sínar fyrstu og einu mínútur með íslenska landsliðinu í lokaleik liðsins á HM 2018 sem var á móti Króatíu. Íslensku strákarnir þurftu þá eitt mark til að komast áfram í sextán liða úrslitin en Heimir sendi Albert inn á völlinn á 85. mínútu. „Svo hefði maður líka viljað sjá Kolla þarna, til dæmis á lokamínútunum gegn Króatíu. Þótt það hefði ekki verið nema bara síðustu fimm mínúturnar eða eitthvað. Við vorum með Albert Guðmunds þarna sem var bara kjúklingur. Hann var búinn að vera spila með varaliði PSV á þessum tíma og var bara engan veginn klár í þetta,“ sagði Kári Árnason í hlaðvarpsþættinum. Þetta var sjötti landsleikur Albert á ferlinum en þeir fyrstu fimm voru allir æfingaleikir. Hann hafði tvisvar verið í byrjunarliði, með eins konar b-liði Íslands á móti Indónesíu í janúar 2018 og svo í 3-0 tapi á móti Mexíkó í mars. „Fyrstu alvöruleikirnir sem hann spilar eru á HM sem er svakalegt. Sama hversu góður hann á eftir að vera er Kolli alltaf maðurinn í þetta verkefni, að berjast við tveggja metra háa miðverði. Sama þótt hann hefði bara spilað fimm mínútur á mótinu hefði ég alltaf tekið Kolla með,“ sagði Kári en Króatía vann leikinn 2-1. Staðan var 1-1 þegar Albert kom inn á völlinn og Ivan Perisic tryggði Króötum síðan sigurinn með mark á lokamínútu leiksins. Kolbeinn Sigþórsson hafði verið í kringum íslenska liðið um veturinn og var valinn í hópinn sem fór í æfingaferð til Bandaríkjanna og spilaði vináttulandsleiki við Mexíkó og Perú. Hann var þá nýbyrjaður að æfa með varaliði Nantes eftir nítján mánaða fjarveru vegna meiðsla. Kolbeinn kom ekki við sögu í leikjum og var ekki valinn aftur í hópinn um vorið. Kolbeinn Sigþórsson var þarna með 23 mörk í 44 landsleikjum og hefur síðan bætt við þremur mörkum og jafnað markamet Eiðs Smára Guðjohnsen.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Sjá meira