Zlatan Ibrahimovic var í byrjunarliði AC Milan og skoraði er liðið vann 2-0 sigur á Cagliari á útivelli.
Zlatan is still Zlatan #IZBACK#CagliariMilan#SempreMilanpic.twitter.com/QXLpylcMa7
— AC Milan (@acmilan) January 11, 2020
Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Svíans fyrir AC Milan síðan 13. maí 2012 en hann snéri aftur til liðsins fyrr í mánuðinum.
AC Milan hefur verið í alls konar vandræðum en komst yfir á 46. mínútu með marki frá Rafael Leao.
Næst var röðin komin að Svíanum en hann tvöfaldaði forystuna á 64. mínútu og lokatölur 2-0.
- @Ibra_official has now netted a top flight goal in four successive decades. He scored his first for Malmö FF in the 1990s, on 30 October 1999. #CagliariMilan
— Gracenote Live (@GracenoteLive) January 11, 2020
Milan er eftir sigurinn í sjöunda sæti deildarinnar með 25 stig en Cagliari er í sjötta sætinu með 29 stig.